Viðskipti erlent

Tupperware lýsir yfir gjald­þroti

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Tupperware naut gríðarlegra vinsælda á sínum tíma en fyrirtækinu hefur reynst erfitt að ná til yngri kynslóða.
Tupperware naut gríðarlegra vinsælda á sínum tíma en fyrirtækinu hefur reynst erfitt að ná til yngri kynslóða. Getty/Omar Havana

Tupperware Brands og nokkur dótturfyrirtæki þess hafa lýst yfir gjaldþroti í Bandaríkjunum. Fyrirtækið hefur staðið frammi fyrir gríðarlegu tapi vegna hækkandi kostnaðar og aukinnar samkeppni.

Framkvæmdastjórinn Laurie Ann Goldman sagði í yfirlýsingu til fjárfesta að fyrirtækið myndi halda áfram starfsemi en farið verður fram á heimild dómstóla til að hefja söluferli.

Tupperware var stofnað árið 1946 af Earl Tupper, sem tryggði sér einkaleyfi á loftþéttum ílátum fyrirtækisins. Eins og Íslendingar þekkja voru vörurnar seldar í heimakynningum í marga áratugi en salan fer nú ekki síður fram í gegnum samfélagsmiðla.

Sambærilegar og ódýrari vörur hafa gert Tupperware erfitt fyrir og eftirspurnin haldið áfram að dala eftir örlitla söluaukningu á meðan kórónuveirufaraldrinum stóð. 

Aukinn efnis- og flutningskostnaður og launahækkanir eru einnig sagðar hafa átt sinn þátt í ólukku fyrirtækisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×