Meta úthýsir rússneskum ríkisfjölmiðlum Kjartan Kjartansson skrifar 18. september 2024 11:11 Meta er eigandi nokkurra stærstu samfélagsmiðla heims eins og Facebook og Instagram. Rússneskir ríkisfjölmiðlar fá ekki lengur að leika lausum hala þar með áróður frá Kreml. AP/Jeff Chiu Rússneskir ríkisfjölmiðlar eru ekki lengur velkomnir á samfélagsmiðlum Meta vegna óheiðarlegra vinnubragða þeirra við að breiða út áróður fyrir stjórnvöld í Kreml. Bandarísk stjórnvöld tilkynntu um refsiaðgerðir gegn einum fjölmiðlinum í síðustu viku. Rossiya Segodnya, RT og tengdir miðlar verða bannaðir á samfélagsmiðlum Meta, þar á meðal Facebook og Instagram, um allan heim á næstu dögum. Í tilkynningu vísar Meta til þess að miðlarnir taki þátt í áróðursherferð. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að Bandaríkjastjórn lagði refsiaðgerðir á RT og sakaði fjölmiðilinn um að vera framlengingu á rússnesku leyniþjónustunni sem taki þátt í stríði Rússa í Úkraínu og undirróðursherferð gegn vestrænum lýðræðisríkjum. RT hafi meðal annars staðið að baki fjáröflun til að kaupa búnað fyrir rússneska hermenn í Úkraínu. Þá reki RT vefsíður sem séu látnar líta út eins og alvörufréttavefsíður í Evrópu, Afríku, Suður-Ameríku og víðar. Þær dreifi í raun rússneskum ríkisáróðri og upplýsingafalsi. Segja vestræn ríki í rasskellingarkeppni Rússnesku fjölmiðlarnir og stjórnvöld brugðust ókvæða við ákvörðun Meta. Dmitrí Peskov, talsmaður stjórnar Vladímírs Pútín, sagði fyrirtækið koma óorði á sjálft sig. Ákvörðunin geri það erfiðara að bæta samskipti Meta við rússnesk yfirvöld. Meta er skilgreint sem öfgasamtök af rússneskum stjórnvöldum og lokað er fyrir aðgang að bæði Facebook og Instagram í Rússlandi. RT sakaði vestræn ríki um að eiga í keppni sín á milli um hver gæti „rassskellt“ RT fastar til þess að reyna að líta betur út sjálf, að því er kemur fram í frétt AP-fréttastofunnar. Rossiya Segodnya, sem er móðurfélag ríkisfréttastofunnar RIA Novosti og Sputnik, sagði að ákvörðun Meta hefði ekki áhrif á starfsemi þess. Það ætli að halda sínu striki. Ætlar að komast í kringum refsiaðgerðirnar Ríkismiðlarnir sættu ýmsum takmörkunum á miðlum Meta fyrir. Frá 2020 hafa færslur miðlanna verið merktar með sérstökum merkimiða fyrir ríkismiðla. Tveimur árum síðar var þeim bannað að kaupa auglýsingar á miðlunum og efni þeirra rataði síður í efnisveitur samfélagsmiðlanna. Þá lokaði Meta fyrir aðgang að rásum RT og Spútnik í Evrópu eftir að refsiaðgerðir Evrópusambandsins gegn þeim tóku gildi. Margarita Simonyan, aðalritstjóri RT og Rossiya Segodnya, með Vladímír Pútín Rússlandsforseta þegar hann veitti henni heiðursverðlaun í desember 2022.Vísir/EPA Aðalritstjóri RT, sem Bandaríkjastjórn segir virkan þátttakanda í áróðursherferð stjórnvalda í Kreml, hét því að finna glufur og komast í kringum refsiaðgerðir gegn fjölmiðlinum fyrr í þessum mánuði. Það var í kjölfar þess að bandarísk yfirvöld ákærðu tvo starfsmenn RT fyrir peningaþvætti í tengslum við leynilegar greiðslur til bandarískrar íhaldssamrar hlaðvarpsveitu til þess að framleiða áróður í þágu rússneskra stjórnvalda á ensku. „Þau loka á okkur og við förum í gegnum gluggann. Ef þau loka glugganum förum við í gegnum loftgöt og við sjáum hvaða holur eru í stofnunum Bandaríkja Norður-Ameríku,“ sagði Margarita Simonyan frá RT. Hún talaði jafnframt fyrir því að rússnesk stjórnvöld sparkaði bandarískum fjölmiðlum og tæknirisum úr landi, þar á meðal Alphabet, sem á Google og Youtube, og Meta, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Líkti hún þeim jafnframt við óvinaherdeild. Meta Facebook Rússland Samfélagsmiðlar Fjölmiðlar Tengdar fréttir Rúmar fimmtíu milljónir á mánuði fyrir Rússaáróður Forsvarsmenn dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna sökuðu í gær ráðamenn í Rússland um að verja milljónum dala til áróðursherferða gegnum ríkismiðil Rússlands, RT (sem áður hét Russia Today). Áróðrinum var ætlað að hjálpa Donald Trump við forsetaframboð hans og grafa undan stuðningi Bandaríkjamanna við Úkraínu. 5. september 2024 14:06 Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fleiri fréttir Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Sjá meira
Rossiya Segodnya, RT og tengdir miðlar verða bannaðir á samfélagsmiðlum Meta, þar á meðal Facebook og Instagram, um allan heim á næstu dögum. Í tilkynningu vísar Meta til þess að miðlarnir taki þátt í áróðursherferð. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að Bandaríkjastjórn lagði refsiaðgerðir á RT og sakaði fjölmiðilinn um að vera framlengingu á rússnesku leyniþjónustunni sem taki þátt í stríði Rússa í Úkraínu og undirróðursherferð gegn vestrænum lýðræðisríkjum. RT hafi meðal annars staðið að baki fjáröflun til að kaupa búnað fyrir rússneska hermenn í Úkraínu. Þá reki RT vefsíður sem séu látnar líta út eins og alvörufréttavefsíður í Evrópu, Afríku, Suður-Ameríku og víðar. Þær dreifi í raun rússneskum ríkisáróðri og upplýsingafalsi. Segja vestræn ríki í rasskellingarkeppni Rússnesku fjölmiðlarnir og stjórnvöld brugðust ókvæða við ákvörðun Meta. Dmitrí Peskov, talsmaður stjórnar Vladímírs Pútín, sagði fyrirtækið koma óorði á sjálft sig. Ákvörðunin geri það erfiðara að bæta samskipti Meta við rússnesk yfirvöld. Meta er skilgreint sem öfgasamtök af rússneskum stjórnvöldum og lokað er fyrir aðgang að bæði Facebook og Instagram í Rússlandi. RT sakaði vestræn ríki um að eiga í keppni sín á milli um hver gæti „rassskellt“ RT fastar til þess að reyna að líta betur út sjálf, að því er kemur fram í frétt AP-fréttastofunnar. Rossiya Segodnya, sem er móðurfélag ríkisfréttastofunnar RIA Novosti og Sputnik, sagði að ákvörðun Meta hefði ekki áhrif á starfsemi þess. Það ætli að halda sínu striki. Ætlar að komast í kringum refsiaðgerðirnar Ríkismiðlarnir sættu ýmsum takmörkunum á miðlum Meta fyrir. Frá 2020 hafa færslur miðlanna verið merktar með sérstökum merkimiða fyrir ríkismiðla. Tveimur árum síðar var þeim bannað að kaupa auglýsingar á miðlunum og efni þeirra rataði síður í efnisveitur samfélagsmiðlanna. Þá lokaði Meta fyrir aðgang að rásum RT og Spútnik í Evrópu eftir að refsiaðgerðir Evrópusambandsins gegn þeim tóku gildi. Margarita Simonyan, aðalritstjóri RT og Rossiya Segodnya, með Vladímír Pútín Rússlandsforseta þegar hann veitti henni heiðursverðlaun í desember 2022.Vísir/EPA Aðalritstjóri RT, sem Bandaríkjastjórn segir virkan þátttakanda í áróðursherferð stjórnvalda í Kreml, hét því að finna glufur og komast í kringum refsiaðgerðir gegn fjölmiðlinum fyrr í þessum mánuði. Það var í kjölfar þess að bandarísk yfirvöld ákærðu tvo starfsmenn RT fyrir peningaþvætti í tengslum við leynilegar greiðslur til bandarískrar íhaldssamrar hlaðvarpsveitu til þess að framleiða áróður í þágu rússneskra stjórnvalda á ensku. „Þau loka á okkur og við förum í gegnum gluggann. Ef þau loka glugganum förum við í gegnum loftgöt og við sjáum hvaða holur eru í stofnunum Bandaríkja Norður-Ameríku,“ sagði Margarita Simonyan frá RT. Hún talaði jafnframt fyrir því að rússnesk stjórnvöld sparkaði bandarískum fjölmiðlum og tæknirisum úr landi, þar á meðal Alphabet, sem á Google og Youtube, og Meta, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Líkti hún þeim jafnframt við óvinaherdeild.
Meta Facebook Rússland Samfélagsmiðlar Fjölmiðlar Tengdar fréttir Rúmar fimmtíu milljónir á mánuði fyrir Rússaáróður Forsvarsmenn dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna sökuðu í gær ráðamenn í Rússland um að verja milljónum dala til áróðursherferða gegnum ríkismiðil Rússlands, RT (sem áður hét Russia Today). Áróðrinum var ætlað að hjálpa Donald Trump við forsetaframboð hans og grafa undan stuðningi Bandaríkjamanna við Úkraínu. 5. september 2024 14:06 Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fleiri fréttir Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Sjá meira
Rúmar fimmtíu milljónir á mánuði fyrir Rússaáróður Forsvarsmenn dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna sökuðu í gær ráðamenn í Rússland um að verja milljónum dala til áróðursherferða gegnum ríkismiðil Rússlands, RT (sem áður hét Russia Today). Áróðrinum var ætlað að hjálpa Donald Trump við forsetaframboð hans og grafa undan stuðningi Bandaríkjamanna við Úkraínu. 5. september 2024 14:06