Meta úthýsir rússneskum ríkisfjölmiðlum Kjartan Kjartansson skrifar 18. september 2024 11:11 Meta er eigandi nokkurra stærstu samfélagsmiðla heims eins og Facebook og Instagram. Rússneskir ríkisfjölmiðlar fá ekki lengur að leika lausum hala þar með áróður frá Kreml. AP/Jeff Chiu Rússneskir ríkisfjölmiðlar eru ekki lengur velkomnir á samfélagsmiðlum Meta vegna óheiðarlegra vinnubragða þeirra við að breiða út áróður fyrir stjórnvöld í Kreml. Bandarísk stjórnvöld tilkynntu um refsiaðgerðir gegn einum fjölmiðlinum í síðustu viku. Rossiya Segodnya, RT og tengdir miðlar verða bannaðir á samfélagsmiðlum Meta, þar á meðal Facebook og Instagram, um allan heim á næstu dögum. Í tilkynningu vísar Meta til þess að miðlarnir taki þátt í áróðursherferð. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að Bandaríkjastjórn lagði refsiaðgerðir á RT og sakaði fjölmiðilinn um að vera framlengingu á rússnesku leyniþjónustunni sem taki þátt í stríði Rússa í Úkraínu og undirróðursherferð gegn vestrænum lýðræðisríkjum. RT hafi meðal annars staðið að baki fjáröflun til að kaupa búnað fyrir rússneska hermenn í Úkraínu. Þá reki RT vefsíður sem séu látnar líta út eins og alvörufréttavefsíður í Evrópu, Afríku, Suður-Ameríku og víðar. Þær dreifi í raun rússneskum ríkisáróðri og upplýsingafalsi. Segja vestræn ríki í rasskellingarkeppni Rússnesku fjölmiðlarnir og stjórnvöld brugðust ókvæða við ákvörðun Meta. Dmitrí Peskov, talsmaður stjórnar Vladímírs Pútín, sagði fyrirtækið koma óorði á sjálft sig. Ákvörðunin geri það erfiðara að bæta samskipti Meta við rússnesk yfirvöld. Meta er skilgreint sem öfgasamtök af rússneskum stjórnvöldum og lokað er fyrir aðgang að bæði Facebook og Instagram í Rússlandi. RT sakaði vestræn ríki um að eiga í keppni sín á milli um hver gæti „rassskellt“ RT fastar til þess að reyna að líta betur út sjálf, að því er kemur fram í frétt AP-fréttastofunnar. Rossiya Segodnya, sem er móðurfélag ríkisfréttastofunnar RIA Novosti og Sputnik, sagði að ákvörðun Meta hefði ekki áhrif á starfsemi þess. Það ætli að halda sínu striki. Ætlar að komast í kringum refsiaðgerðirnar Ríkismiðlarnir sættu ýmsum takmörkunum á miðlum Meta fyrir. Frá 2020 hafa færslur miðlanna verið merktar með sérstökum merkimiða fyrir ríkismiðla. Tveimur árum síðar var þeim bannað að kaupa auglýsingar á miðlunum og efni þeirra rataði síður í efnisveitur samfélagsmiðlanna. Þá lokaði Meta fyrir aðgang að rásum RT og Spútnik í Evrópu eftir að refsiaðgerðir Evrópusambandsins gegn þeim tóku gildi. Margarita Simonyan, aðalritstjóri RT og Rossiya Segodnya, með Vladímír Pútín Rússlandsforseta þegar hann veitti henni heiðursverðlaun í desember 2022.Vísir/EPA Aðalritstjóri RT, sem Bandaríkjastjórn segir virkan þátttakanda í áróðursherferð stjórnvalda í Kreml, hét því að finna glufur og komast í kringum refsiaðgerðir gegn fjölmiðlinum fyrr í þessum mánuði. Það var í kjölfar þess að bandarísk yfirvöld ákærðu tvo starfsmenn RT fyrir peningaþvætti í tengslum við leynilegar greiðslur til bandarískrar íhaldssamrar hlaðvarpsveitu til þess að framleiða áróður í þágu rússneskra stjórnvalda á ensku. „Þau loka á okkur og við förum í gegnum gluggann. Ef þau loka glugganum förum við í gegnum loftgöt og við sjáum hvaða holur eru í stofnunum Bandaríkja Norður-Ameríku,“ sagði Margarita Simonyan frá RT. Hún talaði jafnframt fyrir því að rússnesk stjórnvöld sparkaði bandarískum fjölmiðlum og tæknirisum úr landi, þar á meðal Alphabet, sem á Google og Youtube, og Meta, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Líkti hún þeim jafnframt við óvinaherdeild. Meta Facebook Rússland Samfélagsmiðlar Fjölmiðlar Tengdar fréttir Rúmar fimmtíu milljónir á mánuði fyrir Rússaáróður Forsvarsmenn dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna sökuðu í gær ráðamenn í Rússland um að verja milljónum dala til áróðursherferða gegnum ríkismiðil Rússlands, RT (sem áður hét Russia Today). Áróðrinum var ætlað að hjálpa Donald Trump við forsetaframboð hans og grafa undan stuðningi Bandaríkjamanna við Úkraínu. 5. september 2024 14:06 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Fleiri fréttir Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Sjá meira
Rossiya Segodnya, RT og tengdir miðlar verða bannaðir á samfélagsmiðlum Meta, þar á meðal Facebook og Instagram, um allan heim á næstu dögum. Í tilkynningu vísar Meta til þess að miðlarnir taki þátt í áróðursherferð. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að Bandaríkjastjórn lagði refsiaðgerðir á RT og sakaði fjölmiðilinn um að vera framlengingu á rússnesku leyniþjónustunni sem taki þátt í stríði Rússa í Úkraínu og undirróðursherferð gegn vestrænum lýðræðisríkjum. RT hafi meðal annars staðið að baki fjáröflun til að kaupa búnað fyrir rússneska hermenn í Úkraínu. Þá reki RT vefsíður sem séu látnar líta út eins og alvörufréttavefsíður í Evrópu, Afríku, Suður-Ameríku og víðar. Þær dreifi í raun rússneskum ríkisáróðri og upplýsingafalsi. Segja vestræn ríki í rasskellingarkeppni Rússnesku fjölmiðlarnir og stjórnvöld brugðust ókvæða við ákvörðun Meta. Dmitrí Peskov, talsmaður stjórnar Vladímírs Pútín, sagði fyrirtækið koma óorði á sjálft sig. Ákvörðunin geri það erfiðara að bæta samskipti Meta við rússnesk yfirvöld. Meta er skilgreint sem öfgasamtök af rússneskum stjórnvöldum og lokað er fyrir aðgang að bæði Facebook og Instagram í Rússlandi. RT sakaði vestræn ríki um að eiga í keppni sín á milli um hver gæti „rassskellt“ RT fastar til þess að reyna að líta betur út sjálf, að því er kemur fram í frétt AP-fréttastofunnar. Rossiya Segodnya, sem er móðurfélag ríkisfréttastofunnar RIA Novosti og Sputnik, sagði að ákvörðun Meta hefði ekki áhrif á starfsemi þess. Það ætli að halda sínu striki. Ætlar að komast í kringum refsiaðgerðirnar Ríkismiðlarnir sættu ýmsum takmörkunum á miðlum Meta fyrir. Frá 2020 hafa færslur miðlanna verið merktar með sérstökum merkimiða fyrir ríkismiðla. Tveimur árum síðar var þeim bannað að kaupa auglýsingar á miðlunum og efni þeirra rataði síður í efnisveitur samfélagsmiðlanna. Þá lokaði Meta fyrir aðgang að rásum RT og Spútnik í Evrópu eftir að refsiaðgerðir Evrópusambandsins gegn þeim tóku gildi. Margarita Simonyan, aðalritstjóri RT og Rossiya Segodnya, með Vladímír Pútín Rússlandsforseta þegar hann veitti henni heiðursverðlaun í desember 2022.Vísir/EPA Aðalritstjóri RT, sem Bandaríkjastjórn segir virkan þátttakanda í áróðursherferð stjórnvalda í Kreml, hét því að finna glufur og komast í kringum refsiaðgerðir gegn fjölmiðlinum fyrr í þessum mánuði. Það var í kjölfar þess að bandarísk yfirvöld ákærðu tvo starfsmenn RT fyrir peningaþvætti í tengslum við leynilegar greiðslur til bandarískrar íhaldssamrar hlaðvarpsveitu til þess að framleiða áróður í þágu rússneskra stjórnvalda á ensku. „Þau loka á okkur og við förum í gegnum gluggann. Ef þau loka glugganum förum við í gegnum loftgöt og við sjáum hvaða holur eru í stofnunum Bandaríkja Norður-Ameríku,“ sagði Margarita Simonyan frá RT. Hún talaði jafnframt fyrir því að rússnesk stjórnvöld sparkaði bandarískum fjölmiðlum og tæknirisum úr landi, þar á meðal Alphabet, sem á Google og Youtube, og Meta, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Líkti hún þeim jafnframt við óvinaherdeild.
Meta Facebook Rússland Samfélagsmiðlar Fjölmiðlar Tengdar fréttir Rúmar fimmtíu milljónir á mánuði fyrir Rússaáróður Forsvarsmenn dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna sökuðu í gær ráðamenn í Rússland um að verja milljónum dala til áróðursherferða gegnum ríkismiðil Rússlands, RT (sem áður hét Russia Today). Áróðrinum var ætlað að hjálpa Donald Trump við forsetaframboð hans og grafa undan stuðningi Bandaríkjamanna við Úkraínu. 5. september 2024 14:06 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Fleiri fréttir Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Sjá meira
Rúmar fimmtíu milljónir á mánuði fyrir Rússaáróður Forsvarsmenn dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna sökuðu í gær ráðamenn í Rússland um að verja milljónum dala til áróðursherferða gegnum ríkismiðil Rússlands, RT (sem áður hét Russia Today). Áróðrinum var ætlað að hjálpa Donald Trump við forsetaframboð hans og grafa undan stuðningi Bandaríkjamanna við Úkraínu. 5. september 2024 14:06