Kompany svarar fyrir sig: „Líkurnar mínar voru 0,000 eitthvað“ Sindri Sverrisson skrifar 18. september 2024 13:01 Vincent Kompany fylgist með leiknum við Dinamo Zagreb í München í gærkvöld. Getty/Marco Steinbrenner Vincent Kompany, stjóri Bayern München, nýtti tækifærið í gærkvöld til að svara þeim sem efast hafa um að hann ráði við starfið, sem hann fékk óvænt í hendurnar í sumar. Eftir frábæran feril sem leikmaður hefur Kompany, sem er 38 ára, aðeins stýrt Anderlecht heima í Belgíu og svo Burnley sem hann fór með upp og niður úr ensku úrvalsdeildinni. Eftir langa leit Bayern að nýjum stjóra fékk þýski risinn Kompany samt til sín og hafa margir talið að það eigi eftir að reynast mistök. Kompany byrjar hins vegar vel í starfi og í gær vann Bayern 9-2 sigur gegn Dinamo Zagreb í fyrsta Evrópuleiknum undir hans stjórn. „Á maður bara að hætta að trúa á sjálfan sig út af einhverju sem annað fólk segir?“ svaraði Kompany á blaðamannafundi í gær. „Ég skal segja ykkur eitt snöggvast, til þess að sanna mál mitt. Ég fæddist í Brussel og pabbi minn var flóttamaður frá Kongó. Hverjar voru líkurnar mínar á að spila í ensku úrvalsdeildinni, vinna eitthvað sem leikmaður og spila fyrir landsliðið? Líkurnar mínar voru 0,000 eitthvað. Núna er ég þjálfari,“ sagði Kompany. „Hugarfarið snýst um að halda áfram og ef manni mistekst þá bara mistekst manni, og ef maður nær árangri þá nær maður árangri. En maður getur alltaf gert betur. Það er alltaf hægt að finna eitthvað á netinu, svo að ég tek því nú ekki persónulega,“ sagði Kompany. Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Sjáðu öll mörkin og fáránlegan leikaraskap Rüdigers Alls voru heil 28 mörk skoruð á fyrsta Meistaradeildarkvöldi nýrrar leiktíðar í gær, þegar sex leikir fóru fram. Bombuna í Lissabon, fernu Harry Kane, miðvarðaskalla Liverpool og öll hin mörkin, ásamt fleiru, má nú sjá á Vísi. 18. september 2024 10:00 Kane markahæsti Englendingurinn í mun færri leikjum en Rooney Harry Kane setti meira en eitt met þegar hann skoraði fjögur mörk í 9-2 sigri Bayern Munchen gegn Dinamo Zagreb. 17. september 2024 23:01 Ellefu mörk skoruð í stórsigri Bayern München Bayern München vann stórsigur gegn Dinamo Zagreb og Sporting CP hélt út tveggja marka sigur gegn Lille í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar. 17. september 2024 21:11 Öskraði ítrekað á Jóhann: „Hættu þessu fokking væli“ Jóhann Berg Guðmundsson fær svo sannarlega að heyra það frá þáverandi knattspyrnustjóra sínum, Vincent Kompany, í nýjum heimildarþáttum um enska liðið Burnley sem sýndir eru á Sky. Kompany hraunar yfir Jóhann á æfingu og segir hann tuða allt of mikið. 12. ágúst 2024 10:00 Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Mallorca - Barcelona | Börsungar vilja aftur á sigurbraut Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Sjá meira
Eftir frábæran feril sem leikmaður hefur Kompany, sem er 38 ára, aðeins stýrt Anderlecht heima í Belgíu og svo Burnley sem hann fór með upp og niður úr ensku úrvalsdeildinni. Eftir langa leit Bayern að nýjum stjóra fékk þýski risinn Kompany samt til sín og hafa margir talið að það eigi eftir að reynast mistök. Kompany byrjar hins vegar vel í starfi og í gær vann Bayern 9-2 sigur gegn Dinamo Zagreb í fyrsta Evrópuleiknum undir hans stjórn. „Á maður bara að hætta að trúa á sjálfan sig út af einhverju sem annað fólk segir?“ svaraði Kompany á blaðamannafundi í gær. „Ég skal segja ykkur eitt snöggvast, til þess að sanna mál mitt. Ég fæddist í Brussel og pabbi minn var flóttamaður frá Kongó. Hverjar voru líkurnar mínar á að spila í ensku úrvalsdeildinni, vinna eitthvað sem leikmaður og spila fyrir landsliðið? Líkurnar mínar voru 0,000 eitthvað. Núna er ég þjálfari,“ sagði Kompany. „Hugarfarið snýst um að halda áfram og ef manni mistekst þá bara mistekst manni, og ef maður nær árangri þá nær maður árangri. En maður getur alltaf gert betur. Það er alltaf hægt að finna eitthvað á netinu, svo að ég tek því nú ekki persónulega,“ sagði Kompany.
Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Sjáðu öll mörkin og fáránlegan leikaraskap Rüdigers Alls voru heil 28 mörk skoruð á fyrsta Meistaradeildarkvöldi nýrrar leiktíðar í gær, þegar sex leikir fóru fram. Bombuna í Lissabon, fernu Harry Kane, miðvarðaskalla Liverpool og öll hin mörkin, ásamt fleiru, má nú sjá á Vísi. 18. september 2024 10:00 Kane markahæsti Englendingurinn í mun færri leikjum en Rooney Harry Kane setti meira en eitt met þegar hann skoraði fjögur mörk í 9-2 sigri Bayern Munchen gegn Dinamo Zagreb. 17. september 2024 23:01 Ellefu mörk skoruð í stórsigri Bayern München Bayern München vann stórsigur gegn Dinamo Zagreb og Sporting CP hélt út tveggja marka sigur gegn Lille í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar. 17. september 2024 21:11 Öskraði ítrekað á Jóhann: „Hættu þessu fokking væli“ Jóhann Berg Guðmundsson fær svo sannarlega að heyra það frá þáverandi knattspyrnustjóra sínum, Vincent Kompany, í nýjum heimildarþáttum um enska liðið Burnley sem sýndir eru á Sky. Kompany hraunar yfir Jóhann á æfingu og segir hann tuða allt of mikið. 12. ágúst 2024 10:00 Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Mallorca - Barcelona | Börsungar vilja aftur á sigurbraut Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Sjá meira
Sjáðu öll mörkin og fáránlegan leikaraskap Rüdigers Alls voru heil 28 mörk skoruð á fyrsta Meistaradeildarkvöldi nýrrar leiktíðar í gær, þegar sex leikir fóru fram. Bombuna í Lissabon, fernu Harry Kane, miðvarðaskalla Liverpool og öll hin mörkin, ásamt fleiru, má nú sjá á Vísi. 18. september 2024 10:00
Kane markahæsti Englendingurinn í mun færri leikjum en Rooney Harry Kane setti meira en eitt met þegar hann skoraði fjögur mörk í 9-2 sigri Bayern Munchen gegn Dinamo Zagreb. 17. september 2024 23:01
Ellefu mörk skoruð í stórsigri Bayern München Bayern München vann stórsigur gegn Dinamo Zagreb og Sporting CP hélt út tveggja marka sigur gegn Lille í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar. 17. september 2024 21:11
Öskraði ítrekað á Jóhann: „Hættu þessu fokking væli“ Jóhann Berg Guðmundsson fær svo sannarlega að heyra það frá þáverandi knattspyrnustjóra sínum, Vincent Kompany, í nýjum heimildarþáttum um enska liðið Burnley sem sýndir eru á Sky. Kompany hraunar yfir Jóhann á æfingu og segir hann tuða allt of mikið. 12. ágúst 2024 10:00