Innlent

Lög­regla komin með á­gæta mynd af at­burðum

Árni Sæberg skrifar
Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri deild.
Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri deild. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur sig vera komna með ágæta mynd af atburðum í tengslum við andlát tíu ára stúlku sem fannst látin í Krýsuvík á sunnudagskvöld. Faðir stúlkunnar, sem grunaður er um að hafa ráðið henni bana, hefur ekki verið yfirheyrður síðan á sunnudag.

Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi. 

Hann segir að rannsókn málsins miði nokkuð vel og nokkrir hafi verið yfirheyrðir í tengslum við það, þó að faðirinn, Sigurður Fannar Þórsson, hafi ekki verið yfirheyrður síðan á sunnudag.

„Við erum komnir með ágæta mynd en við vinnum áfram að því að skýra heildarmyndina.“

Þá segir hann að krufningu líks stúlkunnar sé ekki lokið. Ekkert sé unnt að gefa upp um mögulegt morðvopn. Það verði sennilega gert ef og þegar ákæra verður gefin út í málinu.


Tengdar fréttir

Eyða ekki tíma í að eltast við sögu­sagnir

Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir lögregluna ekki ætla að eyða tíma í að eltast við sögusagnir í Krýsuvíkurmálinu þegar engar ábendingar eða sönnunargögn um annað en það sem faðirinn hefur sagt hafa borist lögreglu.

Sárnar hvernig fjölskyldunni bárust tíðindin hörmulegu

Systir karlmanns sem er í haldi lögreglu grunaður um að hafa orðið tíu ára dóttur sinni að bana segist sár yfir því hve seint nánustu aðstandendum í föðurlegg stúlkunnar voru færð tíðindin. Hún leggur áherslu á að feðginin hafi átt í mjög góðu sambandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×