Erlent

Þrír hand­teknir eftir skot­á­rás við skóla í Osló

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Lögreglan er með mikinn viðbúnað við Lindeskolen-grunnskólann. Myndin er úr safni.
Lögreglan er með mikinn viðbúnað við Lindeskolen-grunnskólann. Myndin er úr safni. Getty

Þrír hafa verið handteknir eftir skotárás við skóla í Groruddalen, norðaustur af Osló. Norska lögreglan leitar enn að einum einstaklingi sem er talinn hafa særst í árásinni.

Í norskum fjölmiðlum segir að nemendum og kennurum sé haldið inni í skólabyggingunni til að tryggja öryggi þeirra.

Verdens Gang hefur eftir aðgerðastjóra lögreglunnar að nemendur skólans hafi séð byssumennina og heyrt hvellina en lögreglan vill ekki gefa upp hvers konar skotvopn hafi verið notað.

Helsta forgangsverkefni lögreglunnar nú sé að finna þann einstakling sem kunni að hafa særst í árásinni.

Lögreglan er með mikinn viðbúnað við grunnskólann í Groruddalen, Lindeskolen, en talið er að skotárásin tengist átökum glæpagengja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×