Fólk hafi samband við lögreglu í stað þess að deila sögum á netinu Vésteinn Örn Pétursson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 18. september 2024 16:21 Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar. Vísir/Arnar Maðurinn sem grunaður er um að hafa banað tíu ára dóttur sinni á sunnudag var yfirheyrður nú síðdegis. Yfirlögregluþjónn hvetur fólk sem hefur haldbærar upplýsingar, sem hafi þýðingu fyrir rannsókn málsins, til að koma með þær til lögreglu. Þar eigi þær heima, en ekki í sögusögnum sem gangi manna á milli á internetinu. „Við töluðum við hann í dag. Hann var yfirheyrður nú fyrir stuttu,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar í samtali við fréttastofu. Hann segir yfirheyrslur hafa gengið ágætlega, án þess að geta farið nánar út í framburð mannsins. Spurður hvort maðurinn hafi játað að hafa orðið dóttur sinni að bana ítrekaði Grímur að hann gæti ekki farið út í það sem fram hefði komið við yfirheyrslur. „En eins og ég hef sagt áður, þá hringdi hann sjálfur inn með upplýsingar á sunnudaginn,“ segir Grímur. Kanna hvað manninum gekk til Hann segir að bifreið sem talið sé að maðurinn hafi verið á hafi fundist nálægt vettvanginum þar sem maðurinn var handtekinn. Verið sé að rannsaka hvar verknaðurinn sjálfur átti sér stað. Hluti af rannsókninni sé að upplýsa um ásetning mannsins, og rannsókninni miði ágætlega. „Það er ekki tímabært að fara neitt út í það hver var ásetningur eða afstaða þess sem grunaður er til þessa verknaðar.“ Byggja á staðreyndum Sögusagnir hafa gengið manna á milli, um að málið tengist skipulagðri glæpastarfsemi, og fleiri eigi þátt í málinu en maðurinn sem er í haldi lögreglu. Grímur segir engar upplýsingar um aðkomu annarra en mannsins hafa borist lögreglu, sem hægt sé að telja til staðreynda. „Ég verð að segja það almennt séð um sögusagnir, að við getum ekki leyft okkur að eyða tíma í að elta þær. Hins vegar segi ég það að ef fólk hefur upplýsingar um að einhver annar tengist þessu máli heldur en sá sem við höfum handtekið, þá hvet ég fólk til að koma með slíkar upplýsingar til lögreglunnar. Þar eiga þær heima, en ekki í sögusögnum á internetinu.“ Við rannsóknir á sakamálum geti komið upp upplýsingar sem beini þeim í aðrar áttir. „En á þessu stigi höfum við engar upplýsingar um það að aðrir séu viðriðnir þetta mál en sá sem hefur verið handtekinn.“ Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Lögreglumál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fleiri fréttir Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sjá meira
„Við töluðum við hann í dag. Hann var yfirheyrður nú fyrir stuttu,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar í samtali við fréttastofu. Hann segir yfirheyrslur hafa gengið ágætlega, án þess að geta farið nánar út í framburð mannsins. Spurður hvort maðurinn hafi játað að hafa orðið dóttur sinni að bana ítrekaði Grímur að hann gæti ekki farið út í það sem fram hefði komið við yfirheyrslur. „En eins og ég hef sagt áður, þá hringdi hann sjálfur inn með upplýsingar á sunnudaginn,“ segir Grímur. Kanna hvað manninum gekk til Hann segir að bifreið sem talið sé að maðurinn hafi verið á hafi fundist nálægt vettvanginum þar sem maðurinn var handtekinn. Verið sé að rannsaka hvar verknaðurinn sjálfur átti sér stað. Hluti af rannsókninni sé að upplýsa um ásetning mannsins, og rannsókninni miði ágætlega. „Það er ekki tímabært að fara neitt út í það hver var ásetningur eða afstaða þess sem grunaður er til þessa verknaðar.“ Byggja á staðreyndum Sögusagnir hafa gengið manna á milli, um að málið tengist skipulagðri glæpastarfsemi, og fleiri eigi þátt í málinu en maðurinn sem er í haldi lögreglu. Grímur segir engar upplýsingar um aðkomu annarra en mannsins hafa borist lögreglu, sem hægt sé að telja til staðreynda. „Ég verð að segja það almennt séð um sögusagnir, að við getum ekki leyft okkur að eyða tíma í að elta þær. Hins vegar segi ég það að ef fólk hefur upplýsingar um að einhver annar tengist þessu máli heldur en sá sem við höfum handtekið, þá hvet ég fólk til að koma með slíkar upplýsingar til lögreglunnar. Þar eiga þær heima, en ekki í sögusögnum á internetinu.“ Við rannsóknir á sakamálum geti komið upp upplýsingar sem beini þeim í aðrar áttir. „En á þessu stigi höfum við engar upplýsingar um það að aðrir séu viðriðnir þetta mál en sá sem hefur verið handtekinn.“
Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Lögreglumál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fleiri fréttir Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sjá meira