Yazan ekki fluttur úr landi og fær efnismeðferð Árni Sæberg skrifar 18. september 2024 16:33 Yazan verður ekki fluttur af landi brott. Vísir Yazan Tamimi og fjölskylda verða ekki flutt úr landi fyrir laugardag og munu því öðlast rétt til efnislegrar meðferðar á umsókn þeirra um alþjóðlega vernd hér á landi. Þetta segir í fréttatilkynningu frá Ríkislögreglustjóra. Þar segir að að baki hverrar fylgdar sé mikill undirbúningur, til að mynda náið samráð við yfirvöld í móttökuríki til að tryggja öryggi, aðbúnað og faglega móttöku. „Miðað við þann tímaramma sem almennt er gefinn til undirbúnings er ljóst að ekki verður af flutningi fjölskyldunnar að svo komnu þar sem frá og með næstkomandi laugardegi, þann 21. september, mun fjölskyldan geta óskað eftir efnislegri meðferð umsóknar sinnar um alþjóðlega vernd hér á landi.“ Hætt við á síðustu stundu Fjölskyldan var á aðfaranótt mánudags flutt af fylgdar- og heimferðadeild Ríkislögreglustjóra til Keflavíkur, þaðan sem átti að fljúga henni til Spánar, þar sem hún hafði fengið vegabréfsáritun við komuna til Evrópu. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra ákvað svo snemma morguns á mánudag að fyrirskipa frestun brottflutningsins að beiðni Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Vildi ræða málið og Yazan fer ekki fet Guðmundur Ingi hafði óskað eftir því að brottflutningnum yrði frestað þar til mál Yazans hefði verið rætt á ríkisstjórnarfundi. Nú er ljóst að frestun brottflutningsins gerir það að verkum að fjölskyldan fær efnislega meðferð umsóknar sinnar um alþjóðlega vernd hér á landi, frekar en á Spáni. Mál Yazans Flóttafólk á Íslandi Lögreglumál Tengdar fréttir Tileinkuðu söng við heilbrigðisráðuneytið Yazan Samstöðukór fyrir frjálsri Palestínu kom saman og söng fyrir utan Heilbrigðisráðuneytið í morgun. Kórinn vakti athygli á stöðu heilbrigðismála í Palestínu í yfirlýsingu sinni og tileinkaði sönginn Yazan Tamimi, ellefu ára langveika drengnum sem enn stendur til að vísa úr landi. Heilbrigðisráðherra hlýddi ekki á sönginn. 18. september 2024 13:37 „Reglur samfélagsins mega ekki vera ómanneskjulegar“ Guðrún Karls Helgudóttir biskup Íslands segir lög sem heimili lögreglu að fara inn á spítala til að sækja barn um miðja nótt „ólög og ómanneskjuleg“. Guðrún segir tímabært fyrir samfélagið að staldra við og skoða betur hvernig það geti verið manneskjulegra og í meiri kærleika. 18. september 2024 07:57 Hvorki verið að fylgja fólki né fara með það heim Uppgjafaprófessor í íslenskri málfræði furðar sig á nýju nafni deildar Ríkislögreglustjóra sem framfylgir brottvísunum hælisleitenda, sem ekki fá hæli hér á landi. Deildin hét áður stoðdeild en heitir nú heimferða- og fylgdadeild. 17. september 2024 16:59 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fleiri fréttir Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Sjá meira
Þetta segir í fréttatilkynningu frá Ríkislögreglustjóra. Þar segir að að baki hverrar fylgdar sé mikill undirbúningur, til að mynda náið samráð við yfirvöld í móttökuríki til að tryggja öryggi, aðbúnað og faglega móttöku. „Miðað við þann tímaramma sem almennt er gefinn til undirbúnings er ljóst að ekki verður af flutningi fjölskyldunnar að svo komnu þar sem frá og með næstkomandi laugardegi, þann 21. september, mun fjölskyldan geta óskað eftir efnislegri meðferð umsóknar sinnar um alþjóðlega vernd hér á landi.“ Hætt við á síðustu stundu Fjölskyldan var á aðfaranótt mánudags flutt af fylgdar- og heimferðadeild Ríkislögreglustjóra til Keflavíkur, þaðan sem átti að fljúga henni til Spánar, þar sem hún hafði fengið vegabréfsáritun við komuna til Evrópu. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra ákvað svo snemma morguns á mánudag að fyrirskipa frestun brottflutningsins að beiðni Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Vildi ræða málið og Yazan fer ekki fet Guðmundur Ingi hafði óskað eftir því að brottflutningnum yrði frestað þar til mál Yazans hefði verið rætt á ríkisstjórnarfundi. Nú er ljóst að frestun brottflutningsins gerir það að verkum að fjölskyldan fær efnislega meðferð umsóknar sinnar um alþjóðlega vernd hér á landi, frekar en á Spáni.
Mál Yazans Flóttafólk á Íslandi Lögreglumál Tengdar fréttir Tileinkuðu söng við heilbrigðisráðuneytið Yazan Samstöðukór fyrir frjálsri Palestínu kom saman og söng fyrir utan Heilbrigðisráðuneytið í morgun. Kórinn vakti athygli á stöðu heilbrigðismála í Palestínu í yfirlýsingu sinni og tileinkaði sönginn Yazan Tamimi, ellefu ára langveika drengnum sem enn stendur til að vísa úr landi. Heilbrigðisráðherra hlýddi ekki á sönginn. 18. september 2024 13:37 „Reglur samfélagsins mega ekki vera ómanneskjulegar“ Guðrún Karls Helgudóttir biskup Íslands segir lög sem heimili lögreglu að fara inn á spítala til að sækja barn um miðja nótt „ólög og ómanneskjuleg“. Guðrún segir tímabært fyrir samfélagið að staldra við og skoða betur hvernig það geti verið manneskjulegra og í meiri kærleika. 18. september 2024 07:57 Hvorki verið að fylgja fólki né fara með það heim Uppgjafaprófessor í íslenskri málfræði furðar sig á nýju nafni deildar Ríkislögreglustjóra sem framfylgir brottvísunum hælisleitenda, sem ekki fá hæli hér á landi. Deildin hét áður stoðdeild en heitir nú heimferða- og fylgdadeild. 17. september 2024 16:59 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fleiri fréttir Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Sjá meira
Tileinkuðu söng við heilbrigðisráðuneytið Yazan Samstöðukór fyrir frjálsri Palestínu kom saman og söng fyrir utan Heilbrigðisráðuneytið í morgun. Kórinn vakti athygli á stöðu heilbrigðismála í Palestínu í yfirlýsingu sinni og tileinkaði sönginn Yazan Tamimi, ellefu ára langveika drengnum sem enn stendur til að vísa úr landi. Heilbrigðisráðherra hlýddi ekki á sönginn. 18. september 2024 13:37
„Reglur samfélagsins mega ekki vera ómanneskjulegar“ Guðrún Karls Helgudóttir biskup Íslands segir lög sem heimili lögreglu að fara inn á spítala til að sækja barn um miðja nótt „ólög og ómanneskjuleg“. Guðrún segir tímabært fyrir samfélagið að staldra við og skoða betur hvernig það geti verið manneskjulegra og í meiri kærleika. 18. september 2024 07:57
Hvorki verið að fylgja fólki né fara með það heim Uppgjafaprófessor í íslenskri málfræði furðar sig á nýju nafni deildar Ríkislögreglustjóra sem framfylgir brottvísunum hælisleitenda, sem ekki fá hæli hér á landi. Deildin hét áður stoðdeild en heitir nú heimferða- og fylgdadeild. 17. september 2024 16:59