Innlent

Yazan fær efnis­­með­­ferð og tal­stöðvar sprengdar

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Sindri Sindrason segir kvöldfréttir.
Sindri Sindrason segir kvöldfréttir.

Yazan Tamimi, ellefu ára palestínskur drengur með vöðvahrörnunarsjúkdóminn Duchenne, og fjölskylda hans verða ekki flutt af landi brott fyrir laugardag. Þau munu þá geta krafist efnislegrar meðferðar á máli sínu.

 Við förum yfir málið í kvöldfréttum og fáum Jón Sigurðsson, lögmaður og formaður FTA, til að rýna í stöðuna í beinni útsendingu.

Á þriðja tug hafa farist í Líbanon síðan í gær í talstöðva og símboðasprengingum. Hryðjuverkasamtökin Hezbollah hafa kennt Ísraelsmönnum um og spenna eykst enn á svæðinu.

Þrettán hundraðasti rampurinn var vígður á leikskóla í Breiðholtinu. Við kíktum við og fengum að heyra í ungum dreng sem nýtur góðs af nýja rampinum.

Svo eru það nokkrir ungir tónlistarmenn sem feta í fótspor listamanna á borð við Bubba Morthens, með nýju lagi sem þau gáfu út á dögunum.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×