Við förum yfir málið í kvöldfréttum og fáum Jón Sigurðsson, lögmaður og formaður FTA, til að rýna í stöðuna í beinni útsendingu.
Á þriðja tug hafa farist í Líbanon síðan í gær í talstöðva og símboðasprengingum. Hryðjuverkasamtökin Hezbollah hafa kennt Ísraelsmönnum um og spenna eykst enn á svæðinu.
Þrettán hundraðasti rampurinn var vígður á leikskóla í Breiðholtinu. Við kíktum við og fengum að heyra í ungum dreng sem nýtur góðs af nýja rampinum.
Svo eru það nokkrir ungir tónlistarmenn sem feta í fótspor listamanna á borð við Bubba Morthens, með nýju lagi sem þau gáfu út á dögunum.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.