Framarar flæktir í óskýrum reglum HSÍ: „Þetta er alveg galið dæmi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. september 2024 14:02 Hvað sem tautar og raular stýrir Einar Jónsson Fram gegn Gróttu í kvöld. Hann segist ekki geta annað en að taka framkvæmdastjóra HSÍ á orðinu, um að hann sé búinn að taka út leikbann sem fylgdi honum frá síðasta tímabili. vísir/anton Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Fram í handbolta, verður á hliðarlínunni þegar hans menn taka á móti Gróttu í Olís-deild karla í kvöld. Mikil reikistefna hefur verið um bann sem fylgdi honum frá síðasta tímabili þegar hann var einnig þjálfari kvennaliðs Fram. Einar var úrskurðaður í tveggja leikja bann eftir síðasta leik kvennaliðs Fram á síðasta tímabili. Eftir það hætti hann sem þjálfari kvennaliðsins en hélt áfram með karlaliðið. Reglur HSÍ eru hins vegar mjög óskýrar varðandi það hvar Einar ætti að taka bannið út. Í fyrsta leik Fram í Olís-deild karla, í 27-23 tapi fyrir Íslandsmeisturum FH, var Einar á hliðarlínunni. Hann var hins vegar ekki á bekknum þegar Fram rúllaði yfir Fjölni, 43-28, í 2. umferð. Að hans sögn gekk ekkert að fá svör frá HSÍ um hvar hann ætti að afplána bannið frá síðasta tímabili. „Það er stórfurðulegt því HSÍ gat ekki sjálfir gefið svör um það hvar ég ætti að vera í banni,“ sagði Einar í samtali við Vísi í dag. „Við erum búnir að krefja þá svara frá því fyrir fyrsta leik en þeir treystu sér sjálfir ekki til þess en hótuðu því alltaf að liðin sem við værum að mæta gætu og myndu örugglega kæra. Það er mjög sérstakt ástand að setja okkur í þá stöðu að taka ákvörðun hvar og hvenær ég ætti að vera í banni en eiga samt á hættu að vera kærðir og þetta færi fyrir dómstóla.“ Einar þjálfaði bæði karla- og kvennalið Fram á síðasta tímabili.vísir/hulda margrét Einar segir að enginn virðist hafa vitað hvar hann ætti að taka bannið út. „Reglugerðin hjá HSÍ er gölluð og þeir viðurkenndu það sjálfir. Við báðum um skýr svör, hvort ég væri í banni í meistaraflokki karla eða kvenna eða jafnvel 4. flokki karla þar sem ég er líka að þjálfa. Þeir treystu sér ekki til að svara því en héldu að ég væri í banni í meistaraflokki karla. Þetta er alveg galið dæmi,“ sagði Einar. Segir að Einar sé búinn að afplána bannið Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, var til viðtals í Handkastinu í gær þar sem hann viðurkenndi að reglur sambandsins um mál sem þessi væru óskýrar og lögfræðingar væru ekki á einu máli um það hvar Einar ætti að taka bannið út. Róbert telur hins vegar að þjálfarinn hafi afplánað bannið. „Að mínu mati er hann búinn að taka út leikbannið,“ sagði Róbert í Handkastinu. Hann segir bagalegt að reglurnar séu ekki skýrari en raun ber vitni en það standi til bóta. „Við erum búnir að taka þetta mál fyrir og gerðum það strax eftir að þessi óvissa kom upp. Reglurnar verða lagfærðar. Þetta eru sömu reglur hjá okkur og KSÍ og KKÍ, með sama orðalagi, og við öll þrjú sérsamböndin þurfum að laga okkar reglur því þetta er orðalag sem er ekki nægilega gott.“ Einar segir ekki annað að gera en að taka orð Róberts trúanlega og hann verður á bekknum þegar Fram fær Gróttu í heimsókn í kvöld. „Ég verð að taka hans orð fyrir því. Ef allt fer í vaskinn verðum við bara að vitna í framkvæmdastjórann í hlaðvarpi,“ sagði Einar í léttum dúr. Hann vonast eftir breytingum á þessum reglum og þær verði skýrari svo svona mál komi ekki upp í framtíðinni. „Þetta er eitthvað sem ÍSÍ og sérsamböndin þurfa að skoða. Það er ágætt að mitt mál verði til þess að þetta verði skoðað,“ sagði Einar að endingu. Olís-deild karla Olís-deild kvenna Fram HSÍ Mest lesið Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki Körfubolti „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Enski boltinn Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Handbolti Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Handbolti Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Fótbolti Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski boltinn „Þetta er bara byrjunin hjá mér“ Sport Fleiri fréttir Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa „Ég er svo ótrúlega stolt af þér pabbi“ Toppliðið keyrði yfir lærisveina Guðjóns Vals í lokin Einar Bragi og félagar unnu toppliðið Danska pressan óvægin: „Vandræðalegt, Danmörk!“ Sjá meira
Einar var úrskurðaður í tveggja leikja bann eftir síðasta leik kvennaliðs Fram á síðasta tímabili. Eftir það hætti hann sem þjálfari kvennaliðsins en hélt áfram með karlaliðið. Reglur HSÍ eru hins vegar mjög óskýrar varðandi það hvar Einar ætti að taka bannið út. Í fyrsta leik Fram í Olís-deild karla, í 27-23 tapi fyrir Íslandsmeisturum FH, var Einar á hliðarlínunni. Hann var hins vegar ekki á bekknum þegar Fram rúllaði yfir Fjölni, 43-28, í 2. umferð. Að hans sögn gekk ekkert að fá svör frá HSÍ um hvar hann ætti að afplána bannið frá síðasta tímabili. „Það er stórfurðulegt því HSÍ gat ekki sjálfir gefið svör um það hvar ég ætti að vera í banni,“ sagði Einar í samtali við Vísi í dag. „Við erum búnir að krefja þá svara frá því fyrir fyrsta leik en þeir treystu sér sjálfir ekki til þess en hótuðu því alltaf að liðin sem við værum að mæta gætu og myndu örugglega kæra. Það er mjög sérstakt ástand að setja okkur í þá stöðu að taka ákvörðun hvar og hvenær ég ætti að vera í banni en eiga samt á hættu að vera kærðir og þetta færi fyrir dómstóla.“ Einar þjálfaði bæði karla- og kvennalið Fram á síðasta tímabili.vísir/hulda margrét Einar segir að enginn virðist hafa vitað hvar hann ætti að taka bannið út. „Reglugerðin hjá HSÍ er gölluð og þeir viðurkenndu það sjálfir. Við báðum um skýr svör, hvort ég væri í banni í meistaraflokki karla eða kvenna eða jafnvel 4. flokki karla þar sem ég er líka að þjálfa. Þeir treystu sér ekki til að svara því en héldu að ég væri í banni í meistaraflokki karla. Þetta er alveg galið dæmi,“ sagði Einar. Segir að Einar sé búinn að afplána bannið Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, var til viðtals í Handkastinu í gær þar sem hann viðurkenndi að reglur sambandsins um mál sem þessi væru óskýrar og lögfræðingar væru ekki á einu máli um það hvar Einar ætti að taka bannið út. Róbert telur hins vegar að þjálfarinn hafi afplánað bannið. „Að mínu mati er hann búinn að taka út leikbannið,“ sagði Róbert í Handkastinu. Hann segir bagalegt að reglurnar séu ekki skýrari en raun ber vitni en það standi til bóta. „Við erum búnir að taka þetta mál fyrir og gerðum það strax eftir að þessi óvissa kom upp. Reglurnar verða lagfærðar. Þetta eru sömu reglur hjá okkur og KSÍ og KKÍ, með sama orðalagi, og við öll þrjú sérsamböndin þurfum að laga okkar reglur því þetta er orðalag sem er ekki nægilega gott.“ Einar segir ekki annað að gera en að taka orð Róberts trúanlega og hann verður á bekknum þegar Fram fær Gróttu í heimsókn í kvöld. „Ég verð að taka hans orð fyrir því. Ef allt fer í vaskinn verðum við bara að vitna í framkvæmdastjórann í hlaðvarpi,“ sagði Einar í léttum dúr. Hann vonast eftir breytingum á þessum reglum og þær verði skýrari svo svona mál komi ekki upp í framtíðinni. „Þetta er eitthvað sem ÍSÍ og sérsamböndin þurfa að skoða. Það er ágætt að mitt mál verði til þess að þetta verði skoðað,“ sagði Einar að endingu.
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Fram HSÍ Mest lesið Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki Körfubolti „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Enski boltinn Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Handbolti Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Handbolti Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Fótbolti Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski boltinn „Þetta er bara byrjunin hjá mér“ Sport Fleiri fréttir Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa „Ég er svo ótrúlega stolt af þér pabbi“ Toppliðið keyrði yfir lærisveina Guðjóns Vals í lokin Einar Bragi og félagar unnu toppliðið Danska pressan óvægin: „Vandræðalegt, Danmörk!“ Sjá meira