Gera umfangsmiklar árásir í Líbanon Samúel Karl Ólason skrifar 19. september 2024 14:03 Herforingjar Ísrael tilkynntu í dag árásir gegn Hezbollah í suðurhluta Líbanon. Ísraelski herinn Forvarsmenn ísraelska hersins hafa tilkynnt nýjar árásir gegn Hezbollah-samtökunum í suðurhluta Líbanon. Formaður herforingjaráðs Ísraels segist hafa samþykkt aðgerðaáætlun fyrir herinn í norðurhluta Ísrael. Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvað felst í þessari aðgerðaáætlun en háværar umræður um mögulega innrás í Líbanon hafa átt sér stað innan stjórnvalda Ísrael á undanförnum dögum. Sjá einnig: Herforingi kallar eftir innrás í Líbanon Fregnir hafa borist af umfangsmiklum loftárásum í Líbanon en þær hófust á öðrum tímanum í dag. Just before #Hezbollah secretary-general is scheduled today to deliver his speech after the exploding pager attack by #Israel, the IDF announces it is now attacking Hezbollah targets in Lebanon to damage and destroy the organization's terrorist capabilities and military… pic.twitter.com/G1zjYGmy4C— Jason Brodsky (@JasonMBrodsky) September 19, 2024 Herforingjar segja markmið þessara árása að grafa undan hernaðargetu Hezbollah og granda neðanjarðargöngum þeirra og byrgjum. Þannig eigi að gera um sjötíu þúsund Ísraelum sem hafa þurft að flýja heimili sín í norðurhluta Ísrael kleift að snúa aftur heim. Meðlimir Hezbollah hafa gert tíðar árásir með eldflaugum og drónum á bæi og byggðir í norðanverðu Ísrael. ⭕️The IDF is currently striking Hezbollah targets in Lebanon to degrade Hezbollah’s terrorist capabilities and infrastructure. For decades, Hezbollah has weaponized civilian homes, dug tunnels beneath them and used civilians as human shields—having turned southern Lebanon into…— Israel Defense Forces (@IDF) September 19, 2024 Þessar árásir koma í kjölfar þess að þúsundir símboða og talstöðva í notkun Hezbollah sprungu í loft upp í dag og í gær. Allt að þrjú þúsund manns særðust í þessum sprengingum. Herþotur eru sagðar á flugi yfir Beirút, höfuðborg Líbanon. Israeli jets flying low over Beirut during Hezbollah leader Hassan Nasrallah's speech. pic.twitter.com/yl5077S5G1— Moshe Schwartz (backup) (@MosheReports) September 19, 2024 Í ávarpi sem Hassan Nasrallah, æðsti leiðtogi Hezbollah, hélt í dag sagði hann mögulegt að kalla árásir síðustu daga stríðsyfirlýsingu. Hann gekk þó ekki svo langt að fullyrða að svo væri. Hann hélt því einnig fram að leiðtogum Hezbollah hefðu borist skilaboð um að þeir ættu að hætta árásum sínum á norðanvert Ísrael. Hann sagði að það yrði ekki gert, fyrr en í fyrsta lagi eftir að Ísraelar hættu hernaði sínum á Gasaströndinni og Vesturbakkanum. Nasrallah sagðist vonast eftir því að Ísraelar gerðu innrás í suðurhluta Líbanon. Hann hét því að slík innrás myndi ekki hafa þær afleiðingar að áðurnefnt fólk gæti snúið aftur til síns heima í Ísrael. Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Hryðjuverkastarfsemi Hernaður Tengdar fréttir 20 létust og 450 slösuðust þegar talstöðvarnar sprungu Að minnsta kosti 20 létust og 450 særðust þegar talstöðvar liðsmanna Hezbollah sprungu í borgum Líbanon í gær, degi eftir að tólf létust og 2.800 særðust þegar sama gerðist með símboða. 19. september 2024 06:34 Talstöðvar springa einnig í Beirút Degi eftir að fjölmargir símboðar í notkun meðal meðlima Hezbollah-samtakanna í Líbanon og Sýrlandi sprungu, gerðist það sama með talstöðvar þeirra. Sprengingar hafa átt sér stað víðsvegar um Beirút og annarsstaðar í Líbanon. 18. september 2024 14:37 Símboðarnir sagðir koma frá ungversku skúffufélagi Forsvarsmenn taívanska fyrirtækisins Gold Apollo, eins stærsta framleiðanda símboða heims, segjast ekki hafa framleitt tækin sem sprungu í Líbanon og Sýrlandi í gær. Þess í stað hafi tækin verið framleidd af ungversku fyrirtæki sem kallast BAC Consulting Kft. eftir að samningur var gerður milli fyrirtækjanna. 18. september 2024 11:22 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Fleiri fréttir Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Sjá meira
Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvað felst í þessari aðgerðaáætlun en háværar umræður um mögulega innrás í Líbanon hafa átt sér stað innan stjórnvalda Ísrael á undanförnum dögum. Sjá einnig: Herforingi kallar eftir innrás í Líbanon Fregnir hafa borist af umfangsmiklum loftárásum í Líbanon en þær hófust á öðrum tímanum í dag. Just before #Hezbollah secretary-general is scheduled today to deliver his speech after the exploding pager attack by #Israel, the IDF announces it is now attacking Hezbollah targets in Lebanon to damage and destroy the organization's terrorist capabilities and military… pic.twitter.com/G1zjYGmy4C— Jason Brodsky (@JasonMBrodsky) September 19, 2024 Herforingjar segja markmið þessara árása að grafa undan hernaðargetu Hezbollah og granda neðanjarðargöngum þeirra og byrgjum. Þannig eigi að gera um sjötíu þúsund Ísraelum sem hafa þurft að flýja heimili sín í norðurhluta Ísrael kleift að snúa aftur heim. Meðlimir Hezbollah hafa gert tíðar árásir með eldflaugum og drónum á bæi og byggðir í norðanverðu Ísrael. ⭕️The IDF is currently striking Hezbollah targets in Lebanon to degrade Hezbollah’s terrorist capabilities and infrastructure. For decades, Hezbollah has weaponized civilian homes, dug tunnels beneath them and used civilians as human shields—having turned southern Lebanon into…— Israel Defense Forces (@IDF) September 19, 2024 Þessar árásir koma í kjölfar þess að þúsundir símboða og talstöðva í notkun Hezbollah sprungu í loft upp í dag og í gær. Allt að þrjú þúsund manns særðust í þessum sprengingum. Herþotur eru sagðar á flugi yfir Beirút, höfuðborg Líbanon. Israeli jets flying low over Beirut during Hezbollah leader Hassan Nasrallah's speech. pic.twitter.com/yl5077S5G1— Moshe Schwartz (backup) (@MosheReports) September 19, 2024 Í ávarpi sem Hassan Nasrallah, æðsti leiðtogi Hezbollah, hélt í dag sagði hann mögulegt að kalla árásir síðustu daga stríðsyfirlýsingu. Hann gekk þó ekki svo langt að fullyrða að svo væri. Hann hélt því einnig fram að leiðtogum Hezbollah hefðu borist skilaboð um að þeir ættu að hætta árásum sínum á norðanvert Ísrael. Hann sagði að það yrði ekki gert, fyrr en í fyrsta lagi eftir að Ísraelar hættu hernaði sínum á Gasaströndinni og Vesturbakkanum. Nasrallah sagðist vonast eftir því að Ísraelar gerðu innrás í suðurhluta Líbanon. Hann hét því að slík innrás myndi ekki hafa þær afleiðingar að áðurnefnt fólk gæti snúið aftur til síns heima í Ísrael.
Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Hryðjuverkastarfsemi Hernaður Tengdar fréttir 20 létust og 450 slösuðust þegar talstöðvarnar sprungu Að minnsta kosti 20 létust og 450 særðust þegar talstöðvar liðsmanna Hezbollah sprungu í borgum Líbanon í gær, degi eftir að tólf létust og 2.800 særðust þegar sama gerðist með símboða. 19. september 2024 06:34 Talstöðvar springa einnig í Beirút Degi eftir að fjölmargir símboðar í notkun meðal meðlima Hezbollah-samtakanna í Líbanon og Sýrlandi sprungu, gerðist það sama með talstöðvar þeirra. Sprengingar hafa átt sér stað víðsvegar um Beirút og annarsstaðar í Líbanon. 18. september 2024 14:37 Símboðarnir sagðir koma frá ungversku skúffufélagi Forsvarsmenn taívanska fyrirtækisins Gold Apollo, eins stærsta framleiðanda símboða heims, segjast ekki hafa framleitt tækin sem sprungu í Líbanon og Sýrlandi í gær. Þess í stað hafi tækin verið framleidd af ungversku fyrirtæki sem kallast BAC Consulting Kft. eftir að samningur var gerður milli fyrirtækjanna. 18. september 2024 11:22 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Fleiri fréttir Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Sjá meira
20 létust og 450 slösuðust þegar talstöðvarnar sprungu Að minnsta kosti 20 létust og 450 særðust þegar talstöðvar liðsmanna Hezbollah sprungu í borgum Líbanon í gær, degi eftir að tólf létust og 2.800 særðust þegar sama gerðist með símboða. 19. september 2024 06:34
Talstöðvar springa einnig í Beirút Degi eftir að fjölmargir símboðar í notkun meðal meðlima Hezbollah-samtakanna í Líbanon og Sýrlandi sprungu, gerðist það sama með talstöðvar þeirra. Sprengingar hafa átt sér stað víðsvegar um Beirút og annarsstaðar í Líbanon. 18. september 2024 14:37
Símboðarnir sagðir koma frá ungversku skúffufélagi Forsvarsmenn taívanska fyrirtækisins Gold Apollo, eins stærsta framleiðanda símboða heims, segjast ekki hafa framleitt tækin sem sprungu í Líbanon og Sýrlandi í gær. Þess í stað hafi tækin verið framleidd af ungversku fyrirtæki sem kallast BAC Consulting Kft. eftir að samningur var gerður milli fyrirtækjanna. 18. september 2024 11:22