Áhyggjuefni að innri landamærin séu ekki betur tryggð Kjartan Kjartansson skrifar 19. september 2024 18:11 Úlfar Lúðvíksson er lögreglustjórinn á Suðurnesjum. Vísir/Baldur Hrafnkell Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir það áhyggjuefni að ekki hafi tekist að halda uppi öflugra eftirliti á innri landamærunum eftir að Ísland gekk í Schengen-samstarfið. Mikið álag sé á lögreglu vegna fjölda frávísunarmála á Keflavíkurflugvelli. Frávísunarmálin eru 622 talsins það sem af er ári en þau voru 439 í fyrra, að því er kemur fram í yfirlýsingu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum sem birtist á vefsíðu lögreglunnar í dag. Þar er þróunin í aðgerðum lögreglu og tollgæslu í slíkum málum frá því að Ísland hóf fulla þátttöku í Schengen-landamærasamstarfinu árið 2001 sögð „einstök“. „Það er út af fyrir sig áhyggjuefni að ekki hafi tekist betur til í áranna rás að halda uppi öflugra landamæreftirliti og þá ekki síst á innri landamærum,“ segir í yfirlýsingunni. Eftirlitið á innri landamærum Schengen-svæðisins skipti íslenska þjóð gríðarlega miklu máli þar sem hrikti í stoðum landamæraeftirlits í Evrópu. Áherslan hafi verið á ytri landamæri Schengen en innri landamærunum lítill gaumur gefinn. Húsnæði lögreglustjórans á Suðurnesjum í Reykjanesbæ hefur verið ónothæft í að verða ár vegna myglu sem fannst þar.Vísir/Vilhelm Einn Íslendingur af nítján sem sitja inni Lögreglan á Suðurnesjum býr við aðstöðuleysi þar sem aðeins hefur verið hægt að nota fangaklefa lögreglustöðvarinnar í Reykjanesbæ frá því í október í fyrra en stöðin er að öðru leyti ónothæf, að sögn lögreglustjórans. Ekki stendur til að endurbótum á stöðinni ljúki fyrr en í febrúar. Fátt bendi til þess að sú áætlun standist. Fram kemur að af þeim nítján sem sátu í gæsluvarðhaldi vegna aðgerða lögreglu, aðallega á Keflavíkurflugvelli, sé einn Íslendingur. Aðrir séu frá Gana, Egyptalandi, Frakklandi, Súrínam, Hollandi, Kanada, Georgíu, Marokkó, Tékklandi, Brasilíu og Kólumbíu. Flestir þeirra komi hingað frá öðru Evrópulandi. Ellefu þeirra sem sitja inni voru teknir vegna innflutnings á ólöglegum fíkniefnum. Aðrir vegna meintra brota á útlendingalögum og gruns um mansal. Lögreglan Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Tengdar fréttir Reyndist ekki faðir stúlknanna Tveir menn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna gruns um að hafa ætlað sér að hagnýta tvær stúlkur sem komu til landsins í mansali. Annar mannanna var skráður faðir stúlknanna í kerfum íslenskra stjórnvalda en rannsókn á lífsýnum leiddi í ljós að það var ekki rétt. 19. september 2024 12:52 Fangar í mygluðu húsnæði í Reykjanesbæ Lögreglustöðin á Hringbraut í Reykjanesbæ er ónothæf vegna myglu og raka. Fangagangur byggingarinnar er þó enn í notkun, en hann hefur verið einangraður frá öðrum rýmum hússins. Þar er bæði átt við um aðstöðu fanga sem og lögreglumanna á fangavakt. 9. janúar 2024 18:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri Sjá meira
Frávísunarmálin eru 622 talsins það sem af er ári en þau voru 439 í fyrra, að því er kemur fram í yfirlýsingu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum sem birtist á vefsíðu lögreglunnar í dag. Þar er þróunin í aðgerðum lögreglu og tollgæslu í slíkum málum frá því að Ísland hóf fulla þátttöku í Schengen-landamærasamstarfinu árið 2001 sögð „einstök“. „Það er út af fyrir sig áhyggjuefni að ekki hafi tekist betur til í áranna rás að halda uppi öflugra landamæreftirliti og þá ekki síst á innri landamærum,“ segir í yfirlýsingunni. Eftirlitið á innri landamærum Schengen-svæðisins skipti íslenska þjóð gríðarlega miklu máli þar sem hrikti í stoðum landamæraeftirlits í Evrópu. Áherslan hafi verið á ytri landamæri Schengen en innri landamærunum lítill gaumur gefinn. Húsnæði lögreglustjórans á Suðurnesjum í Reykjanesbæ hefur verið ónothæft í að verða ár vegna myglu sem fannst þar.Vísir/Vilhelm Einn Íslendingur af nítján sem sitja inni Lögreglan á Suðurnesjum býr við aðstöðuleysi þar sem aðeins hefur verið hægt að nota fangaklefa lögreglustöðvarinnar í Reykjanesbæ frá því í október í fyrra en stöðin er að öðru leyti ónothæf, að sögn lögreglustjórans. Ekki stendur til að endurbótum á stöðinni ljúki fyrr en í febrúar. Fátt bendi til þess að sú áætlun standist. Fram kemur að af þeim nítján sem sátu í gæsluvarðhaldi vegna aðgerða lögreglu, aðallega á Keflavíkurflugvelli, sé einn Íslendingur. Aðrir séu frá Gana, Egyptalandi, Frakklandi, Súrínam, Hollandi, Kanada, Georgíu, Marokkó, Tékklandi, Brasilíu og Kólumbíu. Flestir þeirra komi hingað frá öðru Evrópulandi. Ellefu þeirra sem sitja inni voru teknir vegna innflutnings á ólöglegum fíkniefnum. Aðrir vegna meintra brota á útlendingalögum og gruns um mansal.
Lögreglan Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Tengdar fréttir Reyndist ekki faðir stúlknanna Tveir menn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna gruns um að hafa ætlað sér að hagnýta tvær stúlkur sem komu til landsins í mansali. Annar mannanna var skráður faðir stúlknanna í kerfum íslenskra stjórnvalda en rannsókn á lífsýnum leiddi í ljós að það var ekki rétt. 19. september 2024 12:52 Fangar í mygluðu húsnæði í Reykjanesbæ Lögreglustöðin á Hringbraut í Reykjanesbæ er ónothæf vegna myglu og raka. Fangagangur byggingarinnar er þó enn í notkun, en hann hefur verið einangraður frá öðrum rýmum hússins. Þar er bæði átt við um aðstöðu fanga sem og lögreglumanna á fangavakt. 9. janúar 2024 18:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri Sjá meira
Reyndist ekki faðir stúlknanna Tveir menn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna gruns um að hafa ætlað sér að hagnýta tvær stúlkur sem komu til landsins í mansali. Annar mannanna var skráður faðir stúlknanna í kerfum íslenskra stjórnvalda en rannsókn á lífsýnum leiddi í ljós að það var ekki rétt. 19. september 2024 12:52
Fangar í mygluðu húsnæði í Reykjanesbæ Lögreglustöðin á Hringbraut í Reykjanesbæ er ónothæf vegna myglu og raka. Fangagangur byggingarinnar er þó enn í notkun, en hann hefur verið einangraður frá öðrum rýmum hússins. Þar er bæði átt við um aðstöðu fanga sem og lögreglumanna á fangavakt. 9. janúar 2024 18:31