Maður margra storma íhugar stöðu sína Heimir Már Pétursson skrifar 21. september 2024 08:00 Bjarni Benediktsson hefur gegnt embætti formanns Sjálfstæðisflokksins í fimmtán ár, næst lengst allra á eftir Ólafi Thors sem var formaður í 27 ár. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson hefur í fyrsta sinn opinberlega greint frá því að hann íhugi nú stöðu sína eftir fimmtán ár í formannsstóli Sjálfstæðisflokksins. Hann geri sér grein fyrir að dagur ákvörðunar renni upp innan hálfs árs, eða fyrir landsfund flokksins sem fram fer um mánaðamótin febrúar-mars á næsta ári. Ef til vill væri kominn tími til að hleypa nýju blóði inn í forystu flokksins. Óhætt er að segja að þessi fimmtíu og fjögurra ára gamli Garðbæingur hafi marga fjöruna sopið frá því hann tók við forystunni í Sjálfstæðisflokknum í brunarústum efnahagshrunsins árið 2009. Það voru örlagatímar sem breyttu landslagi íslenskra stjórnmála og grófu undan trausti almennings á stjórnmálunum almennt og þeim sem fremst fara á þeim vígvelli. Nú fimmtán árum síðar getur Sjálfstæðisflokkurinn ekki lengur vænst fjörutíu prósenta fylgis í alþingiskosningum. Það sem meira er, Samfylkingin sem sat í sögulegri stjórn með Sjálfstæðisflokknum þegar hrunið dundi yfir hvarf næstum af sviði stjórnmálanna og útlit fyrir að draumur félagshyggjufólks um stóran jafnaðar- og kvenfrelsisflokk væri farinn fyrir lítið. Í dag hefur gæfuhjólið snúist í könnunum alla vega og Samfylkingin hefur um missera skeið notið fylgis sem Sjálfstæðisflokkurinn átti að venjast í áratugi, en mælist nú ítrekað með á bilinu 14 til 20 prósenta fylgi. Bjarni stendur á tímamótum eftir 21 ár á Alþingi. Eftir ár rennur út annað kjörtímabil hinar ólíklegu ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Ríkisstjórnin er vægast sagt óvinsæl meðal þorra landsmanna og framundan er kosningavetur á Alþingi. Bjarni er þreyttur á tali um fjörutíu prósenta fylgi Sjálfstæðisflokksins á áratugum áður. Hið pólitíska landslag á Íslandi hafi gjörbreyst frá því flokkurinn átti að venjast slíku fylgi.Vísir/Vilhelm „Jú vissulega eru mælingarnar mjög slæmar fyrir okkur um þessar mundir. En ég er að vísu orðinn mjög þreyttur á því að menn vísi í fjörutíu prósenta fylgi Sjálfstæðisflokksins. Þetta eru tölur sem áttu við fyrir þó nokkuð löngu,“ sagði Bjarni í Samtalinu með Heimi Má á Vísi á fimmtudag. Það er rétt hjá Bjarna að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki fengið fjörutíu prósenta fylgi alla þessa öld, eða frá því í kosningunum 1999 þegar hann fékk 40,7 prósent. Þá hafði flokkurinn verið í ríkisstjórn með Framsóknarflokknum undir forsæti Davíðs Oddssonar í eitt kjörtímabil sem Davíð og Halldór Ásgrímsson þáverandi formaður Framsóknarflokksins endurnýuðu að loknum kosningunum 2003. Fylgið seig með sól Davíðs og hrundi hjá Geir Í kosningunum 2003 var sólin tekin að hníga í forsæti Davíðs þegar flokkurinn fékk 33,7 prósent atkvæða. Undir forystu Geirs H. Haarde sótti flokkurinn á í kosningunum 2007, ári fyrir sögulegt hrun efnahagslífsins, og fékk 36,6 prósent atkvæða. Eftir hrun hefur Sjálfstæðisflokkurinn aldrei farið yfir 30 prósent í kosningum en komst næst því undir forystu Bjarna í kosningunum 2016 þegar flokkurinn fékk 29 prósent atkvæða. „Við höfum séð mikla uppstokkun í flokkaflórunni á Íslandi. Fyrrverandi varaformaður flokksins og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins gengu út úr flokknum og mynduðu nýjan flokk. Svo hafa fjölmargar aðrar breytingar orðið á flokkasamsetningunni bæði inni á þingi og almennt í landsmálunum. Þannig að mér finnst menn vera að tala inn í allt annan tíma,“ sagði Bjarni í Samtalinu. Frá því hann tók við formennskunni hafi fylgi Sjálfstæðisflokksins legið á bilinu 23,6 til 29 prósent í kosningum. Í síðustu kosningum hefði flokkurinn hlotið rúmlega 24 prósent atkvæða. „Þannig að við höfum notið stuðnings um fjórðungs landsmanna að jafnaði þennan tíma sem ég hef verið að stýra. Allt upp í 29 prósent.“ Flokkurinn mældist með minna fylgi, en hann hafi áður mælst með minna fylgi en síðan varð raunin í kosningum. „Maður getur ekki verið í þessu starfi, þessu forystuhlutverki og látið hjartsláttinn ráðst af skoðanakönnunum. Þá værum við stöðugt með allt í einhverjum eltingarleik við skoðanakannanir,“ segir Bjarni. Menn verði að vita hvaða verkefnum þeir ætli að sinna og halda sínu striki. Gjörbreytt pólitískt landslag Það hefur ekki farið fram hjá neinum að ósamkomulag hefur verið um fjölda mála innan ríkisstjórnarinnar og Bjarni dregur enga fjöður yfir það. Mest hefur borið á skeytasendingum á milli þingmanna Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins og skyldi kannski engan undra eins ólíkir og flokkarnir eru í fjölmörgum stefnumálum sínum. „Ef við horfum aðeins um öxl og spyrjum okkur hvaðan við erum að koma. Þá vorum við með snemmbúnar kosningar árið 2016. Síðan gerðist það aftur 2017 eins og þú vitnaðir til í inngangi og mér fannst eiginlega nóg komið þá,“ segir Bjarni þegar hann rifjar upp aðdraganda þess að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur var mynduð haustið 2017. Það hefur oft gustað hressilega um ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks þau sjö ár sem flokkarnir hafa starfað saman.Vísir/Vilhelm „Á þessum tíma eru að verða til nýir flokkar og við erum í fyrsta skipti ítrekað með átta flokka á þinginu. Hvað þýðir þetta? Þetta þýðir að menn þurfa að vera tilbúnir til að leggja eitthvað á sig til að halda saman stjórn og láta hana lifa út kjörtímabil. Það þýðir málamiðlanir, klárlega,“ segir Bjarni. „Ég tel að ég hafi gengið gríðarlega langt til að reyna að koma á einhverjum stöðugleika í stjórnmálunum. Með því í fyrsta lagi að samþykkja að VG myndi leiða ríkisstjórn sem Sjálfstæðisflokkurinn, stærsti flokkurinn, sat í. Við fundum leið að því markmiði að koma saman ríkisstjórn.“ Ekki auðvelt að endurnýja stjórnarsamstarfið Flokkarnir hafi haft mjög ríflegan meirihluta. Að loknu kjörtímabili hefði forystufólk flokkanna sagt að ef þeir fengju áfram umboð yrði það þeirra fyrsta verk að setjast niður og ræða málin. „Var það eitthvað auðvelt, nei. Það var bara mjög erfitt og snúið mál að setja saman stjórnarsáttmála. En hvað er maður að reyna að gera? Maður er að reyna að láta gott af sér leiða á grundvelli stefnumála sem við förum fyrir í samvinnu við aðra,“ segir Bjarni og leggur áherslu á samvinnu í þessu samhengi. Veruleikinn í íslenskum stjórnmálum væri að þrjá flokka þyrfti að minnsta kosti til að mynda ríkisstjórn. En tveggja flokka stjórnir voru algengastar alla 20. öldina en þá voru flokkar á Alþingi lengst af fjórir til fimm. Vísir/Vilhelm „Við finnum mjög fyrir gagnrýni frá okkar flokksmönnum og þeir lýsa óánægju sinni með því að segja við getum ekki stutt flokkinn ef hann semur um þetta við VG. Og ég heyri þessar raddir og tek eftir því að það sama á við hjá VG.“ Stjórnmálamenn verði þá kannski að velta fyrir sér hvað væri til ráða. „Er þetta ákall um færri flokka á þingi, um breytingar hreinlega á kosningafyrirkomulagi, jafvel kjördæmaskipan. Ég er reyndar þeirrar skoðunar að þar ættu að verða breytingar. En það liggur ljóst fyrir að ef ekki verða miklar breytingar á hvernig þessir hlutir raðast borið saman við síðustu kosningar að menn eru þá að horfa upp á þriggja, fjögurra flokka stjórnir og jafnvel fimm flokka stjórnir hafa verið viðraðar á undanförnum árum,“ segir forsætisráðherra. Þetta væri gríðarlega krefjandi verkefni. Vill vera hreinn og beinn í samskiptum Þrátt fyrir yfirlýsingar formanna Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks fyrir kosningarnar 2021 um samtal þeirra um áframhaldandi samstarf héldu þeir meirihluta í kosningunum voru aðrir möguleikar í stöðunni. Sjálfstæðisflokkurinn hefði til að mynda getað tekið upp viðræður við Framsóknarflokkinn og Viðreisn eða Flokk fólksins um myndun ríkisstjórnar. „Við skulum bara segja það eins og er, ég er ekki einn í Sjálfstæðisflokknum. Það eru þingmenn, fyrrverandi þingmenn og trúnaðarfólk út um allt. Það er fólk að tala saman um ýmislegt og maður heyrir alls konar raddir um að þessi hafi sagt hitt og þetta. Ég vil nú bara vera þekktur af því að vera hreinn og beinn í því sem ég er að gera í minni pólitík. Þegar ég segist ætla að ræða við fólk um að láta reyna á hvort við náum saman, þá er ég í því samtali. Ég fer ekki að alvöru að ræða við aðra á meðan ég er að þykjast vera að mynda ríkisstjórn,“ segir Bjarni. Það er líka ljóst að mikið traust skapaðist milli Bjarna, Katrínar Jakobsdóttur og Sigurðar Inga Jóhannssonar og annars helsta forystufólks flokkanna þriggja við myndun fyrri ríkisstjórnar þeirra og það traust hefur haldist þau sjö ár sem flokkarnir hafa unnið saman. Það var létt yfir formönnum stjórnarflokkanna þegar þau endurnýjuðu stjórnarsamstarfið að loknum kosningum 2021. Hvað sem fólki kann að finnast um samstarf þessara flokka er öruggt að samstarf þeirra fer í sögubækurnar.Vísir/Vilhelm „Þannig að við settum frekar undir okkur hausinn. Auðvitað ræddum við þetta líka í þingflokknum og ég hugsaði með sjálfum mér hvað væri líklegast til árangurs. Niðurstaðan var sú að við komum saman stjórnarsáttmála,“ segir Bjarni. Stjórnarflokkarnir hefðu síðan lent í ýmsum krefjandi aðstæðum. Markmið eða leiðarljós í umhverfismálum En hvað var erfiðast við að endurnýja stjórnarsamstarfið við hina flokkanna og þá kannski sérstaklega Vinstri græn? „Við getum kannski sagt að Vinstri græn hafa alltaf viljað spenna bogann mjög hátt þegar kemur að markmiðum í umhverfismálum. Við ræddum það á mjög löngum fundum hvort þetta væru markmið sem við værum raunverulega að reyna að ná eða hvort þetta væri til að hafa sem einhverja stjörnu til að elta og reyna að fara í þá átt. Þetta getur verið dálítið snúið því skilaboðin verða að vera mjög skýr. Hvort þú ætlar að fórna öllu til að ná markmiðinu eða hvort þetta á að vera leiðarljós,“ segir Bjarni um viðræðurnar sem fram fóru um endurnýjun stjórnarsamstarfsins eftir kosningarnar 2021. Flokkarnir hefðu nokkuð ólíka sýn á þessa hluti en hafi fundið leið til að ná niðurstöðu. Þá hefðu auðvitað einnig verið ólíkar áherslur til að mynda í orkumálum. „Það sama á kannski við um hversu langt á að ganga í hinum ýmsu félagslegu úrræðum á kostnað ríkissjóðs. Umfram það að leita leiða til að hagræða og halda aftur af vexti ríkisútgjaldanna. En maður á ekki að kvarta undan því að þurfa að finna út úr svona hlutum. Þetta er hluti af starfinu. Það þarf bara að finna leiðir. Láta hlutina ganga upp,“ segir formaður Sjálfstæðisflokksins. „Að sjálfsögðu má það ekki gerast þannig að þú takir öll þín prinsipp mál og skolir þeim niður í ræsið. Menn þurfa að taka tillit til hvers annars. Þegar á heildarmyndina er litið ætla ég bara fá að segja þetta: Mér finnst of mikið gert úr ágreiningi á milli flokkanna vegan þess að það er ágætt traust á milli allra forystumanna flokkanna, ráðherranna. Það er skilningur á að við erum að koma úr sitt hvorri áttinni. Það er ástæða fyrir því að við höfum starfað saman í sjö ár,“ segir formaður Sjálfstæðisflokksins. Og nú þegar hann er sestur í stól forsætisráðherra hvílir ábyrgðin helst á honum að treysta liðsheildina. Það má líka ætla að hann hafi metnað til að stýra stjórnarsamstarfi alla leið í höfn þannig að arfleið hans verði ekki sú að ríkisstjórnir undir hans forystu lifi ekki út kjörtímabilið, burt séð frá niðurstöðum kannana undanfarin misseri um slægt fylgi stjórnarflokkanna. Þegar samherjar tala samstarfið niður Það getur hins vegar verið erfitt að halda svo ólíku liði saman. Að efla leikgleðina ef svo má segja, baráttuandann og kannski baráttuvilja þessara þriggja flokka í þeim mótvindi sem ríkisstjórnin er í. Ekki hvað síst þegar einstakir stjórnarþingmenn skjóta niður málflutning og frumvörp ráðherra í samstarfsflokkum og taka þátt í að svæfa stjórnarmál í nefndum. Hefur þú aldrei þurft að slá á puttana á neinum? „Ég spyr stundum þingmennina mína; ef þið ætlið að tala niður stjórnarsamstarfið, af hverju ættu okkar fylgismenn þá að styðja stjórnarsamstarfið. Þið þurfið að sjá hvort glasið er hálffullt eða hálftómt. Stundum náum við ekki öllu okkar fram,“ segir Bjarni. Glíman við verðbólgu og háa vexti væri grafalverlegt mál. En almennt væru Íslendingar að ná miklum framförum sem væri ástæða þess að svo margir vildu koma til Íslands til að vinna. „Hagvöxtur hefur verið mikill og lífskjör eru í fremstu röð. Við megum ekki láta verðbólguna í augnablikinu og vaxtastigið algerlega yfirskyggja allt það sem gengur vel,“ segir forsætisráðherra. Ný sóknarfæri væru að skapast í atvinnulífinu. Þar væri hægt að benda á landeldið og hvað væri að gerast til dæmis í lyfjaframleiðslunni hjá Alvotech og í hugbúnaðargeiranum. Nýsköpunar- og þróunarstarf hafi aldrei verið blómlegra á Íslandi en um þessar mundir og hvergi betra að vera sem nýsköpunarfyrirtæki. „Það eru svo mörg dæmi um hluti sem eru að ganga með okkur. Erlend staða okkar Íslendinga. Við höfum núna um nokkurra ára skeið átt mun meiri eignir í útlöndum en skuldir. Það var aldrei þannig,“ segir fjármálaráðherrann fyrrverandi til tíu ára greinilega sáttur við stöðu atvinnulífsins og þjóðarbúsins. Eiginfjárstaða heimilanna hafi þrátt fyrir háa vexti aldrei verið sterkari og mjög margt ungt fólk komist inn á húsnæðismarkaðinn. Hins vegar hefur forsytufólk innan verkalýðshreyfingarinnar og fleiri bent á að hvorki fjöldi fólks á lægstu laununum né ungt fólk sem keypti húsnæði rétt fyrir mikla hækkun vaxtanna éti ekki meðaltöl í auknum kaupmætti. Talar eins og krati Ríkisstjórnin ákvað að koma fyrir síðustu kjarasamningum með 80 milljarða framlagi á næstu fjórum árum. Frá hægri hefur ríkisstjórnin síðan mátt þola gagnrýni um þenslu ríkisútgjalda sem hafi stuðlað að verðbólgu og hækkun vaxta. Bjarni segir útgjöld ríkissjóðs sem hlutfall af landsframleiðslu lítið hafa breyst yfir langan tíma. „Ég hef setið undir ámæli frá mönnum eins og Stefáni Ólafssyni og Kristrún Frostadóttir hefur meira að segja verið með svipaðan málflutning. Og það er ráðstefna núna í háskólanum um niðurskurðarstefnuna sem hér hafi tröllriðið öllu undanfarin misseri og áratugi reyndar. Um að við höfum látið ríkisútgjöld sem hluta af landsfamleiðslu falla.“ Tölurnar sýndu vissulega að ríkisútgjöld hefðu ekki vaxið í takt við efnhagsumsvifin í heild. Undanfarið hafi verið dregið úr framlögum ríkisins til efnahagsumsvifa sem birtist í bættri afkomu ríkissjóðs og aðhaldi. „Við þurfum líka að spyrja okkur til hvers við erum að þessu öllu. Til hvers erum við að hafa skatta, sjá um sjúkrahús og örorkukerfi, ellilífeyriskerfi og svo framvegis. Erum við ánægð að geta staðið betur með ellilífeyrisþegum í dag en við gerðum 1978, ég tala nú ekki um 2013. Miklu betur,“ segir forsætisráðherra. Hér hafi hagvöxtur verið mikill og Ísland að vaxa langt umfram önnur lönd. Ríkið væri því ekki að kæfa atvinnulífið sem blómstraði eins og aldrei fyrr. Það væru að verða til svo mörg störf að flytja þyrfti fólk til landsins. „Ríkissjóður hefur notað ávinninginn af þessu til að standa betur með unga fólkinu sem þú varst að tala um. Með því að stórbæta barnabótakerfið, fara í húsnæðisbætur fyrir þá sem eru á leigumarkaði. Við erum með stofnstyrki, erum búin að koma upp nýjum húsnæðisúrræðum,“ segir Bjarni. Hlutdeildarlánin væru hluti af þessu. Ríkisstjórnin hefði gert mjög margt til að standa vel með unga fólkinu í landinu. „Lægri tekjuskattur hefur verið innleiddur í tíð þessarar ríkisstjórnar. Var sérstakt kosningamál hjá mér. Hefur sérstaklega nýst tekjulágu fólki og millitekjufólki,“ segir formaður Sjálfstæðisflokksins. Þú talar eins og formaður í sósíal demókratískum flokki. Bjarni talaði af sannfæringu um eflingu velferðarkerfisins í Samtalinu. Hann þvertók þó fyrir það að hann talaði eins og krati.Vísir/Vilhelm „Nei, ég geri það alls ekki. Sjálfstæðisstefnan hefur aldrei snúist um annað en þetta kjarnaatriði; kraftmikið atvinnulíf er forsenda velferðarinnar. Það sem skilur okkur frá sósíal demókrötunum er að þeir hafa aldrei séð mikilvægi atvinnulífsins og lágra skatta. Til að fólk fái að njóta sín, fái einhverja viðspyrnu og geti blómstrað á eigin forsendum. Þeir eru með allt of mikla áherslu á miðstýringu og útdeilingu bóta af alls konar tagi endalaust. Kæfa þess vegan atvinnulífið, ná ekki hagvexti og koma ríkissjóði að jafnaði í halla. Við höfum alltaf staðið fyrir velferð en sagt að hún byggi á kröftugu atvinnulífi,“ segir Bjarni. Íhugar að kalla þetta gott næsta vor Það leynist engum að hinn 54 ára gamli forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins brennur enn fyrir stefnumálum hreyfingar sinnar. Eftir fimmtán ár á formannsstóli er engu að síður farið að bera á því innan flokksins að þar finnist sumum tími til kominn að þessi fyrrverandi leikmaður Stjörnunnar í Garðabæ fari að leggja sína pólitísku hlaupaskó á hilluna. Bjarni hefur staðið mótframboð af sér hingað til. Síðast var hann endurkjörinn með ríflega 59 prósentum atkvæða þegar Guðlaugur Þór Þórðarson bauð sig fram gegn honum fyrir landsfund flokksins í nóvember 2022. Bjarni íhugar að bjóða sig ekki fram til forystu á ný í Sjálfstæðisflokknum fyrir landsfund flokksins um mánaðamótin febrúar-mars á næsta ári. Þá verður hefur hann gegnt formannsembættinu í tæp sextán ár.Vísir/Vilhelm Boðað hefur verið til landsfundar um mánaðamótin febrúar mars á næsta ári eða eftir sex mánuði. Þá verður stutt eftir af vorþingi, síðasta þingi ríkisstjórnarinnar, hvort sem hún ákveður að boða til kosninga að vori eða hausti en kjörtímabilinu lýkur ekki formlega fyrr en 25. september á næsta ári. Eins og áður sagði hefur Bjarni verið formaður Sjálfstæðisflokksins í fimmtán ár. Lengur en Davíð Oddsson sem var formaður í fjórtán ár. Ertu búinn að ákveða hvað þú gerir sjálfur? „Það er bara eitthvað sem er að bærast innra með mér, hvað ég eigi nákvæmlega að gera. Auðvitað horfi ég á flokkinn minn og ég spyr mig hvað hentar flokknum best við þessar aðstæður. Er rétt að gera breytingu og hleypa nýju blóði í forystuna til að fá góða viðspyrnu,“ segir formaðurinn Eftir tuttugu og eitt ár á þingi segist hann enn fullur af þreki og finni engan mun á sér hvað það varðar frá því fyrir fimm eða tíu árum. Hann væri á fullu í sínum verkefnum sem ættu hug hans allan. „Þetta er auðvitað líka persónuleg ákvörðun sem maður þarf að taka sem allir hljóta að skilja. Ég hef verið eins og þú segir formaður lengi. Ég útiloka það ekki að halda áfram,“ segir Bjarni. „Ég er bara mjög heiðarlegur með að ég er að hugsa þetta. Ég er fyrst og fremst að fara út í daginn sem forsætisráðherra í ríkisstjórn sem hefur stór verkefni í fanginu. Það hefur hug minn allan. Ég veit að þessi dagsetning mun koma og ég mun þurfa að gefa það upp áður en að henni kemur hvað ég ætla að gera. Ef ég finn þörfina til að halda áfram að berjast fyrir okkar stefnumálum og ég hef stuðninginn frá mínu fólki getur bara vel verið að ég geri það. En það er ekki útilokað að ég telji að það sé komið að því að aðrir taki við og ég snúi mér að einhverju öðru. Mér finnst það engin katastrófa,“ segir formaðurinn. Ertu búinn að gera allt sem þig langað að gera í pólitík? „Maður er aldrei búinn. Veistu það að maður fer heim á hverjum einasta degi og spyr sig af hverju er maður ekki búinn að koma meiru í verk. Vegna þess að verkefnin fæðast á hverjum degi. Þú slekkur aldrei á síðasta verkefninu. Þau koma alltaf upp, stanslaust.“ Þingmenn innan stjórnarflokkanna hafa lýst því yfir að það sé ólíklegt að þeir starfi allir þrír áfram eftir næstu kosningar. Ef Bjarni ákveður að taka slaginn eina ferðina enn, með hverjum vildi hann þá starfa að loknum kosningum? „Flokkum sem geta fundið einhvern samhljóm með okkur um helstu stefnumálin. Það getur verið mismunandi eftir aðstæðum í hvað skiptir mestu máli að setja krafta sína. Ég sagði í vor; efnahagsmál, vextir og verðbólga. Orkan og hælisleitendamálin. Þetta verður í forgrunni núna eftir að ég kem inn sem forsætisráðherra.“ Hann sjái að fyrir kosningar væru menn farnir að boða ýmislegt. Samfylkingin ætlaði að stórauka útgjöld í heilbrigðismál og hækka skatta til þess. Aðrir kæmu með eitthvað annað. Menn þyrftu síðan að finna samhljóm þegar kæmi að myndun ríkisstjórnar. „Í mínum huga er þetta bara þannig; gerðu það vel sem þú ert að reka undir merkjum ríkisins. Gerðu það með hagkvæmum og skilvirkum hætti þannig að þú farir vel með skattfé borgaranna. Ekki hafa skatta of háa á einstaklinga og atvinnustarfsemi. Þá verða til verðmæti í þessu landi því tækifærin eru botnlaus,“ segir Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Samtalið Tengdar fréttir Útilokar ekki að snúa sér að öðrum verkefnum Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segist vera velta eigin framtíð í stjórnmálum fyrir sér. Hann segist ekki vera búinn að ákveða hvað hann ætli að gera á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem fer fram í vor. 19. september 2024 15:51 Forsætisráðherra mætir fyrstur manna í Samtalið Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins mætir fyrstur manna í Samtalið hjá Heimi Má Péturssyni fréttamanni í dag. Þátturinn verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan 14:00 og sýndur á Stöð 2 í kvöld klukkan 19:10. 19. september 2024 10:21 Mest lesið Vaktin: Hraunið að ná bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Fleiri fréttir Samfylking bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Hraunið að ná bílastæði Bláa lónsins Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Sjá meira
Óhætt er að segja að þessi fimmtíu og fjögurra ára gamli Garðbæingur hafi marga fjöruna sopið frá því hann tók við forystunni í Sjálfstæðisflokknum í brunarústum efnahagshrunsins árið 2009. Það voru örlagatímar sem breyttu landslagi íslenskra stjórnmála og grófu undan trausti almennings á stjórnmálunum almennt og þeim sem fremst fara á þeim vígvelli. Nú fimmtán árum síðar getur Sjálfstæðisflokkurinn ekki lengur vænst fjörutíu prósenta fylgis í alþingiskosningum. Það sem meira er, Samfylkingin sem sat í sögulegri stjórn með Sjálfstæðisflokknum þegar hrunið dundi yfir hvarf næstum af sviði stjórnmálanna og útlit fyrir að draumur félagshyggjufólks um stóran jafnaðar- og kvenfrelsisflokk væri farinn fyrir lítið. Í dag hefur gæfuhjólið snúist í könnunum alla vega og Samfylkingin hefur um missera skeið notið fylgis sem Sjálfstæðisflokkurinn átti að venjast í áratugi, en mælist nú ítrekað með á bilinu 14 til 20 prósenta fylgi. Bjarni stendur á tímamótum eftir 21 ár á Alþingi. Eftir ár rennur út annað kjörtímabil hinar ólíklegu ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Ríkisstjórnin er vægast sagt óvinsæl meðal þorra landsmanna og framundan er kosningavetur á Alþingi. Bjarni er þreyttur á tali um fjörutíu prósenta fylgi Sjálfstæðisflokksins á áratugum áður. Hið pólitíska landslag á Íslandi hafi gjörbreyst frá því flokkurinn átti að venjast slíku fylgi.Vísir/Vilhelm „Jú vissulega eru mælingarnar mjög slæmar fyrir okkur um þessar mundir. En ég er að vísu orðinn mjög þreyttur á því að menn vísi í fjörutíu prósenta fylgi Sjálfstæðisflokksins. Þetta eru tölur sem áttu við fyrir þó nokkuð löngu,“ sagði Bjarni í Samtalinu með Heimi Má á Vísi á fimmtudag. Það er rétt hjá Bjarna að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki fengið fjörutíu prósenta fylgi alla þessa öld, eða frá því í kosningunum 1999 þegar hann fékk 40,7 prósent. Þá hafði flokkurinn verið í ríkisstjórn með Framsóknarflokknum undir forsæti Davíðs Oddssonar í eitt kjörtímabil sem Davíð og Halldór Ásgrímsson þáverandi formaður Framsóknarflokksins endurnýuðu að loknum kosningunum 2003. Fylgið seig með sól Davíðs og hrundi hjá Geir Í kosningunum 2003 var sólin tekin að hníga í forsæti Davíðs þegar flokkurinn fékk 33,7 prósent atkvæða. Undir forystu Geirs H. Haarde sótti flokkurinn á í kosningunum 2007, ári fyrir sögulegt hrun efnahagslífsins, og fékk 36,6 prósent atkvæða. Eftir hrun hefur Sjálfstæðisflokkurinn aldrei farið yfir 30 prósent í kosningum en komst næst því undir forystu Bjarna í kosningunum 2016 þegar flokkurinn fékk 29 prósent atkvæða. „Við höfum séð mikla uppstokkun í flokkaflórunni á Íslandi. Fyrrverandi varaformaður flokksins og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins gengu út úr flokknum og mynduðu nýjan flokk. Svo hafa fjölmargar aðrar breytingar orðið á flokkasamsetningunni bæði inni á þingi og almennt í landsmálunum. Þannig að mér finnst menn vera að tala inn í allt annan tíma,“ sagði Bjarni í Samtalinu. Frá því hann tók við formennskunni hafi fylgi Sjálfstæðisflokksins legið á bilinu 23,6 til 29 prósent í kosningum. Í síðustu kosningum hefði flokkurinn hlotið rúmlega 24 prósent atkvæða. „Þannig að við höfum notið stuðnings um fjórðungs landsmanna að jafnaði þennan tíma sem ég hef verið að stýra. Allt upp í 29 prósent.“ Flokkurinn mældist með minna fylgi, en hann hafi áður mælst með minna fylgi en síðan varð raunin í kosningum. „Maður getur ekki verið í þessu starfi, þessu forystuhlutverki og látið hjartsláttinn ráðst af skoðanakönnunum. Þá værum við stöðugt með allt í einhverjum eltingarleik við skoðanakannanir,“ segir Bjarni. Menn verði að vita hvaða verkefnum þeir ætli að sinna og halda sínu striki. Gjörbreytt pólitískt landslag Það hefur ekki farið fram hjá neinum að ósamkomulag hefur verið um fjölda mála innan ríkisstjórnarinnar og Bjarni dregur enga fjöður yfir það. Mest hefur borið á skeytasendingum á milli þingmanna Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins og skyldi kannski engan undra eins ólíkir og flokkarnir eru í fjölmörgum stefnumálum sínum. „Ef við horfum aðeins um öxl og spyrjum okkur hvaðan við erum að koma. Þá vorum við með snemmbúnar kosningar árið 2016. Síðan gerðist það aftur 2017 eins og þú vitnaðir til í inngangi og mér fannst eiginlega nóg komið þá,“ segir Bjarni þegar hann rifjar upp aðdraganda þess að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur var mynduð haustið 2017. Það hefur oft gustað hressilega um ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks þau sjö ár sem flokkarnir hafa starfað saman.Vísir/Vilhelm „Á þessum tíma eru að verða til nýir flokkar og við erum í fyrsta skipti ítrekað með átta flokka á þinginu. Hvað þýðir þetta? Þetta þýðir að menn þurfa að vera tilbúnir til að leggja eitthvað á sig til að halda saman stjórn og láta hana lifa út kjörtímabil. Það þýðir málamiðlanir, klárlega,“ segir Bjarni. „Ég tel að ég hafi gengið gríðarlega langt til að reyna að koma á einhverjum stöðugleika í stjórnmálunum. Með því í fyrsta lagi að samþykkja að VG myndi leiða ríkisstjórn sem Sjálfstæðisflokkurinn, stærsti flokkurinn, sat í. Við fundum leið að því markmiði að koma saman ríkisstjórn.“ Ekki auðvelt að endurnýja stjórnarsamstarfið Flokkarnir hafi haft mjög ríflegan meirihluta. Að loknu kjörtímabili hefði forystufólk flokkanna sagt að ef þeir fengju áfram umboð yrði það þeirra fyrsta verk að setjast niður og ræða málin. „Var það eitthvað auðvelt, nei. Það var bara mjög erfitt og snúið mál að setja saman stjórnarsáttmála. En hvað er maður að reyna að gera? Maður er að reyna að láta gott af sér leiða á grundvelli stefnumála sem við förum fyrir í samvinnu við aðra,“ segir Bjarni og leggur áherslu á samvinnu í þessu samhengi. Veruleikinn í íslenskum stjórnmálum væri að þrjá flokka þyrfti að minnsta kosti til að mynda ríkisstjórn. En tveggja flokka stjórnir voru algengastar alla 20. öldina en þá voru flokkar á Alþingi lengst af fjórir til fimm. Vísir/Vilhelm „Við finnum mjög fyrir gagnrýni frá okkar flokksmönnum og þeir lýsa óánægju sinni með því að segja við getum ekki stutt flokkinn ef hann semur um þetta við VG. Og ég heyri þessar raddir og tek eftir því að það sama á við hjá VG.“ Stjórnmálamenn verði þá kannski að velta fyrir sér hvað væri til ráða. „Er þetta ákall um færri flokka á þingi, um breytingar hreinlega á kosningafyrirkomulagi, jafvel kjördæmaskipan. Ég er reyndar þeirrar skoðunar að þar ættu að verða breytingar. En það liggur ljóst fyrir að ef ekki verða miklar breytingar á hvernig þessir hlutir raðast borið saman við síðustu kosningar að menn eru þá að horfa upp á þriggja, fjögurra flokka stjórnir og jafnvel fimm flokka stjórnir hafa verið viðraðar á undanförnum árum,“ segir forsætisráðherra. Þetta væri gríðarlega krefjandi verkefni. Vill vera hreinn og beinn í samskiptum Þrátt fyrir yfirlýsingar formanna Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks fyrir kosningarnar 2021 um samtal þeirra um áframhaldandi samstarf héldu þeir meirihluta í kosningunum voru aðrir möguleikar í stöðunni. Sjálfstæðisflokkurinn hefði til að mynda getað tekið upp viðræður við Framsóknarflokkinn og Viðreisn eða Flokk fólksins um myndun ríkisstjórnar. „Við skulum bara segja það eins og er, ég er ekki einn í Sjálfstæðisflokknum. Það eru þingmenn, fyrrverandi þingmenn og trúnaðarfólk út um allt. Það er fólk að tala saman um ýmislegt og maður heyrir alls konar raddir um að þessi hafi sagt hitt og þetta. Ég vil nú bara vera þekktur af því að vera hreinn og beinn í því sem ég er að gera í minni pólitík. Þegar ég segist ætla að ræða við fólk um að láta reyna á hvort við náum saman, þá er ég í því samtali. Ég fer ekki að alvöru að ræða við aðra á meðan ég er að þykjast vera að mynda ríkisstjórn,“ segir Bjarni. Það er líka ljóst að mikið traust skapaðist milli Bjarna, Katrínar Jakobsdóttur og Sigurðar Inga Jóhannssonar og annars helsta forystufólks flokkanna þriggja við myndun fyrri ríkisstjórnar þeirra og það traust hefur haldist þau sjö ár sem flokkarnir hafa unnið saman. Það var létt yfir formönnum stjórnarflokkanna þegar þau endurnýjuðu stjórnarsamstarfið að loknum kosningum 2021. Hvað sem fólki kann að finnast um samstarf þessara flokka er öruggt að samstarf þeirra fer í sögubækurnar.Vísir/Vilhelm „Þannig að við settum frekar undir okkur hausinn. Auðvitað ræddum við þetta líka í þingflokknum og ég hugsaði með sjálfum mér hvað væri líklegast til árangurs. Niðurstaðan var sú að við komum saman stjórnarsáttmála,“ segir Bjarni. Stjórnarflokkarnir hefðu síðan lent í ýmsum krefjandi aðstæðum. Markmið eða leiðarljós í umhverfismálum En hvað var erfiðast við að endurnýja stjórnarsamstarfið við hina flokkanna og þá kannski sérstaklega Vinstri græn? „Við getum kannski sagt að Vinstri græn hafa alltaf viljað spenna bogann mjög hátt þegar kemur að markmiðum í umhverfismálum. Við ræddum það á mjög löngum fundum hvort þetta væru markmið sem við værum raunverulega að reyna að ná eða hvort þetta væri til að hafa sem einhverja stjörnu til að elta og reyna að fara í þá átt. Þetta getur verið dálítið snúið því skilaboðin verða að vera mjög skýr. Hvort þú ætlar að fórna öllu til að ná markmiðinu eða hvort þetta á að vera leiðarljós,“ segir Bjarni um viðræðurnar sem fram fóru um endurnýjun stjórnarsamstarfsins eftir kosningarnar 2021. Flokkarnir hefðu nokkuð ólíka sýn á þessa hluti en hafi fundið leið til að ná niðurstöðu. Þá hefðu auðvitað einnig verið ólíkar áherslur til að mynda í orkumálum. „Það sama á kannski við um hversu langt á að ganga í hinum ýmsu félagslegu úrræðum á kostnað ríkissjóðs. Umfram það að leita leiða til að hagræða og halda aftur af vexti ríkisútgjaldanna. En maður á ekki að kvarta undan því að þurfa að finna út úr svona hlutum. Þetta er hluti af starfinu. Það þarf bara að finna leiðir. Láta hlutina ganga upp,“ segir formaður Sjálfstæðisflokksins. „Að sjálfsögðu má það ekki gerast þannig að þú takir öll þín prinsipp mál og skolir þeim niður í ræsið. Menn þurfa að taka tillit til hvers annars. Þegar á heildarmyndina er litið ætla ég bara fá að segja þetta: Mér finnst of mikið gert úr ágreiningi á milli flokkanna vegan þess að það er ágætt traust á milli allra forystumanna flokkanna, ráðherranna. Það er skilningur á að við erum að koma úr sitt hvorri áttinni. Það er ástæða fyrir því að við höfum starfað saman í sjö ár,“ segir formaður Sjálfstæðisflokksins. Og nú þegar hann er sestur í stól forsætisráðherra hvílir ábyrgðin helst á honum að treysta liðsheildina. Það má líka ætla að hann hafi metnað til að stýra stjórnarsamstarfi alla leið í höfn þannig að arfleið hans verði ekki sú að ríkisstjórnir undir hans forystu lifi ekki út kjörtímabilið, burt séð frá niðurstöðum kannana undanfarin misseri um slægt fylgi stjórnarflokkanna. Þegar samherjar tala samstarfið niður Það getur hins vegar verið erfitt að halda svo ólíku liði saman. Að efla leikgleðina ef svo má segja, baráttuandann og kannski baráttuvilja þessara þriggja flokka í þeim mótvindi sem ríkisstjórnin er í. Ekki hvað síst þegar einstakir stjórnarþingmenn skjóta niður málflutning og frumvörp ráðherra í samstarfsflokkum og taka þátt í að svæfa stjórnarmál í nefndum. Hefur þú aldrei þurft að slá á puttana á neinum? „Ég spyr stundum þingmennina mína; ef þið ætlið að tala niður stjórnarsamstarfið, af hverju ættu okkar fylgismenn þá að styðja stjórnarsamstarfið. Þið þurfið að sjá hvort glasið er hálffullt eða hálftómt. Stundum náum við ekki öllu okkar fram,“ segir Bjarni. Glíman við verðbólgu og háa vexti væri grafalverlegt mál. En almennt væru Íslendingar að ná miklum framförum sem væri ástæða þess að svo margir vildu koma til Íslands til að vinna. „Hagvöxtur hefur verið mikill og lífskjör eru í fremstu röð. Við megum ekki láta verðbólguna í augnablikinu og vaxtastigið algerlega yfirskyggja allt það sem gengur vel,“ segir forsætisráðherra. Ný sóknarfæri væru að skapast í atvinnulífinu. Þar væri hægt að benda á landeldið og hvað væri að gerast til dæmis í lyfjaframleiðslunni hjá Alvotech og í hugbúnaðargeiranum. Nýsköpunar- og þróunarstarf hafi aldrei verið blómlegra á Íslandi en um þessar mundir og hvergi betra að vera sem nýsköpunarfyrirtæki. „Það eru svo mörg dæmi um hluti sem eru að ganga með okkur. Erlend staða okkar Íslendinga. Við höfum núna um nokkurra ára skeið átt mun meiri eignir í útlöndum en skuldir. Það var aldrei þannig,“ segir fjármálaráðherrann fyrrverandi til tíu ára greinilega sáttur við stöðu atvinnulífsins og þjóðarbúsins. Eiginfjárstaða heimilanna hafi þrátt fyrir háa vexti aldrei verið sterkari og mjög margt ungt fólk komist inn á húsnæðismarkaðinn. Hins vegar hefur forsytufólk innan verkalýðshreyfingarinnar og fleiri bent á að hvorki fjöldi fólks á lægstu laununum né ungt fólk sem keypti húsnæði rétt fyrir mikla hækkun vaxtanna éti ekki meðaltöl í auknum kaupmætti. Talar eins og krati Ríkisstjórnin ákvað að koma fyrir síðustu kjarasamningum með 80 milljarða framlagi á næstu fjórum árum. Frá hægri hefur ríkisstjórnin síðan mátt þola gagnrýni um þenslu ríkisútgjalda sem hafi stuðlað að verðbólgu og hækkun vaxta. Bjarni segir útgjöld ríkissjóðs sem hlutfall af landsframleiðslu lítið hafa breyst yfir langan tíma. „Ég hef setið undir ámæli frá mönnum eins og Stefáni Ólafssyni og Kristrún Frostadóttir hefur meira að segja verið með svipaðan málflutning. Og það er ráðstefna núna í háskólanum um niðurskurðarstefnuna sem hér hafi tröllriðið öllu undanfarin misseri og áratugi reyndar. Um að við höfum látið ríkisútgjöld sem hluta af landsfamleiðslu falla.“ Tölurnar sýndu vissulega að ríkisútgjöld hefðu ekki vaxið í takt við efnhagsumsvifin í heild. Undanfarið hafi verið dregið úr framlögum ríkisins til efnahagsumsvifa sem birtist í bættri afkomu ríkissjóðs og aðhaldi. „Við þurfum líka að spyrja okkur til hvers við erum að þessu öllu. Til hvers erum við að hafa skatta, sjá um sjúkrahús og örorkukerfi, ellilífeyriskerfi og svo framvegis. Erum við ánægð að geta staðið betur með ellilífeyrisþegum í dag en við gerðum 1978, ég tala nú ekki um 2013. Miklu betur,“ segir forsætisráðherra. Hér hafi hagvöxtur verið mikill og Ísland að vaxa langt umfram önnur lönd. Ríkið væri því ekki að kæfa atvinnulífið sem blómstraði eins og aldrei fyrr. Það væru að verða til svo mörg störf að flytja þyrfti fólk til landsins. „Ríkissjóður hefur notað ávinninginn af þessu til að standa betur með unga fólkinu sem þú varst að tala um. Með því að stórbæta barnabótakerfið, fara í húsnæðisbætur fyrir þá sem eru á leigumarkaði. Við erum með stofnstyrki, erum búin að koma upp nýjum húsnæðisúrræðum,“ segir Bjarni. Hlutdeildarlánin væru hluti af þessu. Ríkisstjórnin hefði gert mjög margt til að standa vel með unga fólkinu í landinu. „Lægri tekjuskattur hefur verið innleiddur í tíð þessarar ríkisstjórnar. Var sérstakt kosningamál hjá mér. Hefur sérstaklega nýst tekjulágu fólki og millitekjufólki,“ segir formaður Sjálfstæðisflokksins. Þú talar eins og formaður í sósíal demókratískum flokki. Bjarni talaði af sannfæringu um eflingu velferðarkerfisins í Samtalinu. Hann þvertók þó fyrir það að hann talaði eins og krati.Vísir/Vilhelm „Nei, ég geri það alls ekki. Sjálfstæðisstefnan hefur aldrei snúist um annað en þetta kjarnaatriði; kraftmikið atvinnulíf er forsenda velferðarinnar. Það sem skilur okkur frá sósíal demókrötunum er að þeir hafa aldrei séð mikilvægi atvinnulífsins og lágra skatta. Til að fólk fái að njóta sín, fái einhverja viðspyrnu og geti blómstrað á eigin forsendum. Þeir eru með allt of mikla áherslu á miðstýringu og útdeilingu bóta af alls konar tagi endalaust. Kæfa þess vegan atvinnulífið, ná ekki hagvexti og koma ríkissjóði að jafnaði í halla. Við höfum alltaf staðið fyrir velferð en sagt að hún byggi á kröftugu atvinnulífi,“ segir Bjarni. Íhugar að kalla þetta gott næsta vor Það leynist engum að hinn 54 ára gamli forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins brennur enn fyrir stefnumálum hreyfingar sinnar. Eftir fimmtán ár á formannsstóli er engu að síður farið að bera á því innan flokksins að þar finnist sumum tími til kominn að þessi fyrrverandi leikmaður Stjörnunnar í Garðabæ fari að leggja sína pólitísku hlaupaskó á hilluna. Bjarni hefur staðið mótframboð af sér hingað til. Síðast var hann endurkjörinn með ríflega 59 prósentum atkvæða þegar Guðlaugur Þór Þórðarson bauð sig fram gegn honum fyrir landsfund flokksins í nóvember 2022. Bjarni íhugar að bjóða sig ekki fram til forystu á ný í Sjálfstæðisflokknum fyrir landsfund flokksins um mánaðamótin febrúar-mars á næsta ári. Þá verður hefur hann gegnt formannsembættinu í tæp sextán ár.Vísir/Vilhelm Boðað hefur verið til landsfundar um mánaðamótin febrúar mars á næsta ári eða eftir sex mánuði. Þá verður stutt eftir af vorþingi, síðasta þingi ríkisstjórnarinnar, hvort sem hún ákveður að boða til kosninga að vori eða hausti en kjörtímabilinu lýkur ekki formlega fyrr en 25. september á næsta ári. Eins og áður sagði hefur Bjarni verið formaður Sjálfstæðisflokksins í fimmtán ár. Lengur en Davíð Oddsson sem var formaður í fjórtán ár. Ertu búinn að ákveða hvað þú gerir sjálfur? „Það er bara eitthvað sem er að bærast innra með mér, hvað ég eigi nákvæmlega að gera. Auðvitað horfi ég á flokkinn minn og ég spyr mig hvað hentar flokknum best við þessar aðstæður. Er rétt að gera breytingu og hleypa nýju blóði í forystuna til að fá góða viðspyrnu,“ segir formaðurinn Eftir tuttugu og eitt ár á þingi segist hann enn fullur af þreki og finni engan mun á sér hvað það varðar frá því fyrir fimm eða tíu árum. Hann væri á fullu í sínum verkefnum sem ættu hug hans allan. „Þetta er auðvitað líka persónuleg ákvörðun sem maður þarf að taka sem allir hljóta að skilja. Ég hef verið eins og þú segir formaður lengi. Ég útiloka það ekki að halda áfram,“ segir Bjarni. „Ég er bara mjög heiðarlegur með að ég er að hugsa þetta. Ég er fyrst og fremst að fara út í daginn sem forsætisráðherra í ríkisstjórn sem hefur stór verkefni í fanginu. Það hefur hug minn allan. Ég veit að þessi dagsetning mun koma og ég mun þurfa að gefa það upp áður en að henni kemur hvað ég ætla að gera. Ef ég finn þörfina til að halda áfram að berjast fyrir okkar stefnumálum og ég hef stuðninginn frá mínu fólki getur bara vel verið að ég geri það. En það er ekki útilokað að ég telji að það sé komið að því að aðrir taki við og ég snúi mér að einhverju öðru. Mér finnst það engin katastrófa,“ segir formaðurinn. Ertu búinn að gera allt sem þig langað að gera í pólitík? „Maður er aldrei búinn. Veistu það að maður fer heim á hverjum einasta degi og spyr sig af hverju er maður ekki búinn að koma meiru í verk. Vegna þess að verkefnin fæðast á hverjum degi. Þú slekkur aldrei á síðasta verkefninu. Þau koma alltaf upp, stanslaust.“ Þingmenn innan stjórnarflokkanna hafa lýst því yfir að það sé ólíklegt að þeir starfi allir þrír áfram eftir næstu kosningar. Ef Bjarni ákveður að taka slaginn eina ferðina enn, með hverjum vildi hann þá starfa að loknum kosningum? „Flokkum sem geta fundið einhvern samhljóm með okkur um helstu stefnumálin. Það getur verið mismunandi eftir aðstæðum í hvað skiptir mestu máli að setja krafta sína. Ég sagði í vor; efnahagsmál, vextir og verðbólga. Orkan og hælisleitendamálin. Þetta verður í forgrunni núna eftir að ég kem inn sem forsætisráðherra.“ Hann sjái að fyrir kosningar væru menn farnir að boða ýmislegt. Samfylkingin ætlaði að stórauka útgjöld í heilbrigðismál og hækka skatta til þess. Aðrir kæmu með eitthvað annað. Menn þyrftu síðan að finna samhljóm þegar kæmi að myndun ríkisstjórnar. „Í mínum huga er þetta bara þannig; gerðu það vel sem þú ert að reka undir merkjum ríkisins. Gerðu það með hagkvæmum og skilvirkum hætti þannig að þú farir vel með skattfé borgaranna. Ekki hafa skatta of háa á einstaklinga og atvinnustarfsemi. Þá verða til verðmæti í þessu landi því tækifærin eru botnlaus,“ segir Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Samtalið Tengdar fréttir Útilokar ekki að snúa sér að öðrum verkefnum Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segist vera velta eigin framtíð í stjórnmálum fyrir sér. Hann segist ekki vera búinn að ákveða hvað hann ætli að gera á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem fer fram í vor. 19. september 2024 15:51 Forsætisráðherra mætir fyrstur manna í Samtalið Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins mætir fyrstur manna í Samtalið hjá Heimi Má Péturssyni fréttamanni í dag. Þátturinn verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan 14:00 og sýndur á Stöð 2 í kvöld klukkan 19:10. 19. september 2024 10:21 Mest lesið Vaktin: Hraunið að ná bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Fleiri fréttir Samfylking bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Hraunið að ná bílastæði Bláa lónsins Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Sjá meira
Útilokar ekki að snúa sér að öðrum verkefnum Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segist vera velta eigin framtíð í stjórnmálum fyrir sér. Hann segist ekki vera búinn að ákveða hvað hann ætli að gera á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem fer fram í vor. 19. september 2024 15:51
Forsætisráðherra mætir fyrstur manna í Samtalið Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins mætir fyrstur manna í Samtalið hjá Heimi Má Péturssyni fréttamanni í dag. Þátturinn verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan 14:00 og sýndur á Stöð 2 í kvöld klukkan 19:10. 19. september 2024 10:21