Uppgjörið: Keflavík - ÍR 2-3 | Keflvíkingar í úrslitaleikinn Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 22. september 2024 16:00 Sami Kamel í leik með Keflvíkingum. Keflavík er komið úrslit umspils um sæti í Bestu deild karla þrátt fyrir 2-3 tap fyrir ÍR á heimavelli í dag. Keflvíkingar unnu einvígið, 6-4 samanlagt. Keflavík leiddu einvígið með fjórum mörkum gegn einu fyrir leikinn í dag. Það voru ÍR-ingar sem byrjuðu leikinn af krafti og voru mun kraftmeiri en Keflvíkingar. Allar baráttur og 50/50 boltar féllu ÍR meginn og mátti sjá á Breiðhyltingum að þeir höfðu enn tröllatrú á verkefninu þrátt fyrir svarta stöðu. Það dró til tíðinda strax á 14. mínútu þegar ÍR sækja upp hægri vænginn og Róbert Elís Hlynsson reynir skot að marki sem fer í bakið á Guðjóni Mána Magnússyni og í netið. Það leið ekki langur tími á milli marka því strax tveim mínútum seinna var Guðjón Máni aftur á ferðinni fyrir ÍR og tvöfaldaði forystuna fyrir gestina eftir góðan undirbúning frá Gils Gíslasyni. ÍR réðu lögum og lofum í fyrri hálfleiknum og voru mun líklegri til þess að bæta frekar en Keflavík að koma með endurkomu. Það var á 35. mínútu sem Bragi Karl Bjarkason jafnaði svo einvígið fyrir ÍR þegar hann skoraði þriðja mark gestana. ÍR voru komnir 0-3 yfir í Keflavík og samanlagt var einvígið 4-4. Alveg undir lok hálfleiksins náðu Keflvíkingar að koma inn marki þar sem Ásgeir Helgi Orrason lyfti boltanum yfir Vilhelm Þráinn Sigurjónsson í marki ÍR og Kári Sigfússon kom á ferðinni á fjærstönina og henti sér með höfuðið í boltann og minnkaði munin í 1-3 fyrir ÍR. Þetta var það síðasta sem gerðist í fyrri hálfleiknum. Það var ekki alveg sami kraftur í ÍR í síðari hálfleiknum og voru það heimamenn í Keflavík sem mættu mun grimmari til leiks eftir hlé. Sami Kamel skoraði annað mark Keflavíkur eftir að hafa komið inn á sem varamaður á 69. mínútu leiksins og ÍR urðu núna að skora tvö mörk til að jafna einvígið. ÍR reyndu að henda öllu sem þeir áttu fram og reyna að komast aftur inn í einvígið en það dugði ekki til þrátt fyrir 2-3 sigur og Keflavík fara í úrslitaleikinn eftir 6-4 samanlagðan sigur. Sannkallaður leikur tveggja hálfleika. Atvik leiksins Fyrirgjöf frá Ásgeiri Helga Orrasyni sem Kári Sigfússon skallar inn af stuttu færi stuttu fyrir lok hálfleiksins breytti allri leikmynd fyrir síðari hálfleikinn. Stjörnur og skúrkar Kári Sigfússon var allt í öllu hjá Keflavík í dag. Skoraði gott mark til að ná forystunni aftur í einvíginu og lagði svo upp mark fyrir Sami Kamel. Ásgeir Helgi Orrason var einnig öflugur á miðjunni hjá Keflavík. ÍR voru stórkostlegir í fyrri hálfleiknum. Róbert Elís Hlynsson var mjög góður ásamt Guðjóni Mána Magnússyni sem skoraði fyrstu tvö mörk leiksins. Marc McAusland var stýrði sýnu liði einnig vel úr öftustu línu. Dómarinn Twana Khalid Ahmed sá um dómgæsluna í dag og honum til aðstoðar voru Antoníus Bjarki Halldórsson og Ronnarong Wongmahadthai. Virkilega vel dæmdur leikur hjá Twana og hans teymi. Fannst hann negla allar ákvarðanir og ekkert út á þeirra störf að setja. Stemingin og umgjörð Það var fínasta mæting í stúkuna í dag en það verður bara að viðurkennast að stuðningsmenn ÍR voru háværari. Það má vel hrósa þeim fyrir að fylgja sínu líði svona vel eftir. „Við getum alveg farið alla leið eins og öll önnur lið í þessari deild“ „Eðlilega fannst mér við vera betri í fyrri hálfleik. Við vorum 3-0 yfir þarna stutt í hálfleikinn og fáum á okkur mark á síðustu sekúndunni sem að gerði þetta aðeins erfiðara en við höfðum alveg fulla trú að í seinni hálfleik myndum við skora fleiri og ná að setja þetta í framlengingu eða vinna þetta þannig ég er bara hrikalega ánægður með liðið í dag.“ Sagði Árni Freyr Guðnason þjálfari ÍR eftir leikinn í dag. ÍR voru þremur mörkum undir í einvíginu fyrir leikinn í dag en ÍR mættu með miklum krafti í dag og náðu á tímabili að jafna einvígið. „Við töluðum um það fyrir leikinn að við ætluðum að reyna ná inn marki fyrsta korterið. Þegar fyrsta markið kom þá svona kemur skjálfti í hina og við vorum meðvitaðir um að það gæti gerst þannig við lögðum eiginlega alla áherslu á það að ná marki í byrjun og setja leikinn svolítið upp í loft og það virkaði vel.“ „Hrós á Keflavík að koma til baka og ég óska þeim bara til hamingju með að vera komnir áfram.“ Það var ekki alveg sami kraftur í ÍR liðinu í síðari hálfleiknum en hver var helsti munurinn á hálfleikjunum? „Fljótt á litið þá held ég að það hafi farið gríðarleg orka í fyrri hálfleikinn. Planið var að leggjast aðeins til baka eftir fyrstu tuttugu mínúturnar en mér fannst við vera með þá þannig við fórum áfram og komumst í 3-0 og ég held að við höfum kannski bara eytt of mikilli orku og svo fáum við höggið þarna að fá markið á okkur.“ „Keflavík skiptir tveimur frábærum mönnum inn á í hálfleik og styrkja liðið sitt. Þeir eru með gott lið og ég held að þetta hafi bara verið samspil af mörgum þáttum.“ Það voru ekki margir sem spáðu því fyrir mót að ÍR myndi enda í þeirri stöðu sem þeir enduðu en hverju langt getur þetta ÍR lið ná á næstu árum? „Við náðum umspilinu í ár og við hljótum að geta gert það aftur ef við gerum það núna. Núna þurfum við bara að safna í lið og halda mönnum. Það eru náttúrulega líklega einhverjir sem eru orðnir vinsæla stelpan á ballinu eftir gott sumar í sumar þannig við þurfum bara að styrkja okkur og styrkja umgjörðina og við getum alveg farið alla leið eins og öll önnur lið í þessari deild.“ Lengjudeild karla Keflavík ÍF ÍR
Keflavík er komið úrslit umspils um sæti í Bestu deild karla þrátt fyrir 2-3 tap fyrir ÍR á heimavelli í dag. Keflvíkingar unnu einvígið, 6-4 samanlagt. Keflavík leiddu einvígið með fjórum mörkum gegn einu fyrir leikinn í dag. Það voru ÍR-ingar sem byrjuðu leikinn af krafti og voru mun kraftmeiri en Keflvíkingar. Allar baráttur og 50/50 boltar féllu ÍR meginn og mátti sjá á Breiðhyltingum að þeir höfðu enn tröllatrú á verkefninu þrátt fyrir svarta stöðu. Það dró til tíðinda strax á 14. mínútu þegar ÍR sækja upp hægri vænginn og Róbert Elís Hlynsson reynir skot að marki sem fer í bakið á Guðjóni Mána Magnússyni og í netið. Það leið ekki langur tími á milli marka því strax tveim mínútum seinna var Guðjón Máni aftur á ferðinni fyrir ÍR og tvöfaldaði forystuna fyrir gestina eftir góðan undirbúning frá Gils Gíslasyni. ÍR réðu lögum og lofum í fyrri hálfleiknum og voru mun líklegri til þess að bæta frekar en Keflavík að koma með endurkomu. Það var á 35. mínútu sem Bragi Karl Bjarkason jafnaði svo einvígið fyrir ÍR þegar hann skoraði þriðja mark gestana. ÍR voru komnir 0-3 yfir í Keflavík og samanlagt var einvígið 4-4. Alveg undir lok hálfleiksins náðu Keflvíkingar að koma inn marki þar sem Ásgeir Helgi Orrason lyfti boltanum yfir Vilhelm Þráinn Sigurjónsson í marki ÍR og Kári Sigfússon kom á ferðinni á fjærstönina og henti sér með höfuðið í boltann og minnkaði munin í 1-3 fyrir ÍR. Þetta var það síðasta sem gerðist í fyrri hálfleiknum. Það var ekki alveg sami kraftur í ÍR í síðari hálfleiknum og voru það heimamenn í Keflavík sem mættu mun grimmari til leiks eftir hlé. Sami Kamel skoraði annað mark Keflavíkur eftir að hafa komið inn á sem varamaður á 69. mínútu leiksins og ÍR urðu núna að skora tvö mörk til að jafna einvígið. ÍR reyndu að henda öllu sem þeir áttu fram og reyna að komast aftur inn í einvígið en það dugði ekki til þrátt fyrir 2-3 sigur og Keflavík fara í úrslitaleikinn eftir 6-4 samanlagðan sigur. Sannkallaður leikur tveggja hálfleika. Atvik leiksins Fyrirgjöf frá Ásgeiri Helga Orrasyni sem Kári Sigfússon skallar inn af stuttu færi stuttu fyrir lok hálfleiksins breytti allri leikmynd fyrir síðari hálfleikinn. Stjörnur og skúrkar Kári Sigfússon var allt í öllu hjá Keflavík í dag. Skoraði gott mark til að ná forystunni aftur í einvíginu og lagði svo upp mark fyrir Sami Kamel. Ásgeir Helgi Orrason var einnig öflugur á miðjunni hjá Keflavík. ÍR voru stórkostlegir í fyrri hálfleiknum. Róbert Elís Hlynsson var mjög góður ásamt Guðjóni Mána Magnússyni sem skoraði fyrstu tvö mörk leiksins. Marc McAusland var stýrði sýnu liði einnig vel úr öftustu línu. Dómarinn Twana Khalid Ahmed sá um dómgæsluna í dag og honum til aðstoðar voru Antoníus Bjarki Halldórsson og Ronnarong Wongmahadthai. Virkilega vel dæmdur leikur hjá Twana og hans teymi. Fannst hann negla allar ákvarðanir og ekkert út á þeirra störf að setja. Stemingin og umgjörð Það var fínasta mæting í stúkuna í dag en það verður bara að viðurkennast að stuðningsmenn ÍR voru háværari. Það má vel hrósa þeim fyrir að fylgja sínu líði svona vel eftir. „Við getum alveg farið alla leið eins og öll önnur lið í þessari deild“ „Eðlilega fannst mér við vera betri í fyrri hálfleik. Við vorum 3-0 yfir þarna stutt í hálfleikinn og fáum á okkur mark á síðustu sekúndunni sem að gerði þetta aðeins erfiðara en við höfðum alveg fulla trú að í seinni hálfleik myndum við skora fleiri og ná að setja þetta í framlengingu eða vinna þetta þannig ég er bara hrikalega ánægður með liðið í dag.“ Sagði Árni Freyr Guðnason þjálfari ÍR eftir leikinn í dag. ÍR voru þremur mörkum undir í einvíginu fyrir leikinn í dag en ÍR mættu með miklum krafti í dag og náðu á tímabili að jafna einvígið. „Við töluðum um það fyrir leikinn að við ætluðum að reyna ná inn marki fyrsta korterið. Þegar fyrsta markið kom þá svona kemur skjálfti í hina og við vorum meðvitaðir um að það gæti gerst þannig við lögðum eiginlega alla áherslu á það að ná marki í byrjun og setja leikinn svolítið upp í loft og það virkaði vel.“ „Hrós á Keflavík að koma til baka og ég óska þeim bara til hamingju með að vera komnir áfram.“ Það var ekki alveg sami kraftur í ÍR liðinu í síðari hálfleiknum en hver var helsti munurinn á hálfleikjunum? „Fljótt á litið þá held ég að það hafi farið gríðarleg orka í fyrri hálfleikinn. Planið var að leggjast aðeins til baka eftir fyrstu tuttugu mínúturnar en mér fannst við vera með þá þannig við fórum áfram og komumst í 3-0 og ég held að við höfum kannski bara eytt of mikilli orku og svo fáum við höggið þarna að fá markið á okkur.“ „Keflavík skiptir tveimur frábærum mönnum inn á í hálfleik og styrkja liðið sitt. Þeir eru með gott lið og ég held að þetta hafi bara verið samspil af mörgum þáttum.“ Það voru ekki margir sem spáðu því fyrir mót að ÍR myndi enda í þeirri stöðu sem þeir enduðu en hverju langt getur þetta ÍR lið ná á næstu árum? „Við náðum umspilinu í ár og við hljótum að geta gert það aftur ef við gerum það núna. Núna þurfum við bara að safna í lið og halda mönnum. Það eru náttúrulega líklega einhverjir sem eru orðnir vinsæla stelpan á ballinu eftir gott sumar í sumar þannig við þurfum bara að styrkja okkur og styrkja umgjörðina og við getum alveg farið alla leið eins og öll önnur lið í þessari deild.“
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti