Sýndi lögreglu löngutöng og var ekinn út af Árni Sæberg skrifar 20. september 2024 16:42 Sérsveitarmaður á Ford Explorer ók manninn út af veginum. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Vátryggingafélagið Sjóvá hefur verið dæmt til að greiða Ríkislögreglustjóra tjón sem varð af því þegar sérsveitarbíl var ekið á bíl manns sem ekið hafði á ofsahraða. Hann hafði sýnt lögreglumönnum „ósæmilega löngutöng“ á gatnamótum áður en eftirför hófst. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að Ríkislögreglustjóri hafi stefnt Sjóvá til greiðslu um 2,9 milljóna króna vegna tjóns á lögreglubifreið. Sjóvá hafi hafnað bótaskyldu í málinu en málsatvik hafi að meginstefnu verið óumdeild. Lögregla hafi að næturlagi í byrjun júní árið 2018 hugst hafa afskipti af ökumanni bifreiðar, sem tryggð var af Sjóvá, á Hringbraut í Reykjavík. Tildrög afskiptanna hafi verið þau að ökumaðurinn blikkaði ljósum og flautaði án tilefnis fyrir aftan lögreglubifreið. Að því loknu hafi hann ekið bifreiðinni hægra megin við lögreglubifreiðina, rétt upp löngutöng með ósæmilegum hætti og ekið svo brott og þá gegn rauðu ljósi. Lögregla hafi gefið ökumanninum merki með bláum blikkandi ljósum um að staðnæmast, en ökumaðurinn hafi þá aukið hraðann. Ágreiningslaust sé að ökumaðurinn hafi verið kominn á um 150 kílómetra hraða á klukkustund á Bústaðavegi, þar sem hámarkshraði er 60 kílómetrar. Ók á þreföldum hámarkshraða Lögreglumenn hafi óskað aðstoðar við eftirförina og bifreiðin þá náð hraðanum um 170 kílómetrar á klukkustund, þegar henni var ekið upp á Höfðabakkabrú og svo um tíma á móti umferð þannig að bifreiðar sem komu úr gagnstæðri átt þurftu að sveigja frá. Síðar hafi bifreiðin náð um 200 kílómetra hraða á klukkustund vestur eftir Vesturlandsvegi. Á þeim tímapunkti hafi varðstjóri heimilað að ekið yrði á bifreiðina til að stöðva för hennar. Síðar hafi bifreiðinni verið ekið á rúmlega þreföldum hámarkshraða austur Listabraut gegn rauðu ljósi. Bifreiðinni hafi síðan verið ekið aftur út á Vesturlandsveg. Á hringtorgi við Baugshlíð í Mosfellsbæ hafi ökumaður bifreiðarinnar beygt gegn akstursstefnu og virst ætla að snúa við vestur Vesturlandsveg, en þá hafi lögreglubifreið af gerðinni Ford Explorer verið ekið utan í bifreiðina með þeim afleiðingum að hún snerist við. Ökumaðurinn hafi þó ekki stöðvað heldur ekið þvert yfir umferðareyju og yfir á akbrautina austur Vesturlandsveg. Þegar komið var út í Kjós, rétt áður en komið er að Hvalfjarðarvegi, hafi ökumanninum tekist að keyra fram hjá naglamottu sem lögregla hafði komið fyrir. Slökkti ljósin til að nálgast ökumanninn Sérsveitarmaður, sá sami og hafði ekið á bíl ökumannsins á Vesturlandsvegi, þá gripið til til þess ráðs að slökkva á ljósum bifreiðarinnar. Við það hafi ökumaðurinn hægt á sér þannig að unnt varð að nálgast bifreiðina. Það hafi sérsveitarmaðurinn gert og síðan ekið á vinstra afturhorn bílsins, með þeim afleiðingum að hún snerist og fór út af veginum. Þar með hafi eftirförinni, sem þá hafði staðið í um þrjátíu mínútur, lokið. Við þetta hafi lögreglubifreiðin skemmst töluvert og viðgerðarkostnaður upp á 2.876.763 krónur fallið á Ríkissaksóknara. Alfarið ökumanninum að kenna Í niðurstöðukafla dómsins segir að eins atvikum háttar í málinu beri að fallast á með Ríkislögreglustjóra að eiginleg orsök árekstrarins hafi í reynd alfariðv erið ólögmæt háttsemi ökumanns bifreiðarinnar, sem hafi neitað að verða við ítrekuðum og lögmætum fyrirmælum lögreglu um að nema staðar. Með þeirri háttsemi ökumannsins hafi hann skapað aðstæður þar sem óhjákvæmilegt hafi verið að til árekstrar kæmi, það er að hann yrði stöðvaður með réttmætri valdbeitingu lögreglu. Háttsemi lögreglumannsins sem ók lögreglubifreiðinni yrði, að virtum atvikum öllum, ekki metin honum til sakar að nokkru leyti. Því var fallist á kröfu Ríkislögreglustjóra og Sjóvá dæmt til að greiða embættinu 2.876.763 krónur með vöxtum og dráttarvöxtum. Þá greiði Sjóvá Ríkislögreglustjóra 1,45 milljónir króna í málskostnað. Lögreglumál Dómsmál Tryggingar Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að Ríkislögreglustjóri hafi stefnt Sjóvá til greiðslu um 2,9 milljóna króna vegna tjóns á lögreglubifreið. Sjóvá hafi hafnað bótaskyldu í málinu en málsatvik hafi að meginstefnu verið óumdeild. Lögregla hafi að næturlagi í byrjun júní árið 2018 hugst hafa afskipti af ökumanni bifreiðar, sem tryggð var af Sjóvá, á Hringbraut í Reykjavík. Tildrög afskiptanna hafi verið þau að ökumaðurinn blikkaði ljósum og flautaði án tilefnis fyrir aftan lögreglubifreið. Að því loknu hafi hann ekið bifreiðinni hægra megin við lögreglubifreiðina, rétt upp löngutöng með ósæmilegum hætti og ekið svo brott og þá gegn rauðu ljósi. Lögregla hafi gefið ökumanninum merki með bláum blikkandi ljósum um að staðnæmast, en ökumaðurinn hafi þá aukið hraðann. Ágreiningslaust sé að ökumaðurinn hafi verið kominn á um 150 kílómetra hraða á klukkustund á Bústaðavegi, þar sem hámarkshraði er 60 kílómetrar. Ók á þreföldum hámarkshraða Lögreglumenn hafi óskað aðstoðar við eftirförina og bifreiðin þá náð hraðanum um 170 kílómetrar á klukkustund, þegar henni var ekið upp á Höfðabakkabrú og svo um tíma á móti umferð þannig að bifreiðar sem komu úr gagnstæðri átt þurftu að sveigja frá. Síðar hafi bifreiðin náð um 200 kílómetra hraða á klukkustund vestur eftir Vesturlandsvegi. Á þeim tímapunkti hafi varðstjóri heimilað að ekið yrði á bifreiðina til að stöðva för hennar. Síðar hafi bifreiðinni verið ekið á rúmlega þreföldum hámarkshraða austur Listabraut gegn rauðu ljósi. Bifreiðinni hafi síðan verið ekið aftur út á Vesturlandsveg. Á hringtorgi við Baugshlíð í Mosfellsbæ hafi ökumaður bifreiðarinnar beygt gegn akstursstefnu og virst ætla að snúa við vestur Vesturlandsveg, en þá hafi lögreglubifreið af gerðinni Ford Explorer verið ekið utan í bifreiðina með þeim afleiðingum að hún snerist við. Ökumaðurinn hafi þó ekki stöðvað heldur ekið þvert yfir umferðareyju og yfir á akbrautina austur Vesturlandsveg. Þegar komið var út í Kjós, rétt áður en komið er að Hvalfjarðarvegi, hafi ökumanninum tekist að keyra fram hjá naglamottu sem lögregla hafði komið fyrir. Slökkti ljósin til að nálgast ökumanninn Sérsveitarmaður, sá sami og hafði ekið á bíl ökumannsins á Vesturlandsvegi, þá gripið til til þess ráðs að slökkva á ljósum bifreiðarinnar. Við það hafi ökumaðurinn hægt á sér þannig að unnt varð að nálgast bifreiðina. Það hafi sérsveitarmaðurinn gert og síðan ekið á vinstra afturhorn bílsins, með þeim afleiðingum að hún snerist og fór út af veginum. Þar með hafi eftirförinni, sem þá hafði staðið í um þrjátíu mínútur, lokið. Við þetta hafi lögreglubifreiðin skemmst töluvert og viðgerðarkostnaður upp á 2.876.763 krónur fallið á Ríkissaksóknara. Alfarið ökumanninum að kenna Í niðurstöðukafla dómsins segir að eins atvikum háttar í málinu beri að fallast á með Ríkislögreglustjóra að eiginleg orsök árekstrarins hafi í reynd alfariðv erið ólögmæt háttsemi ökumanns bifreiðarinnar, sem hafi neitað að verða við ítrekuðum og lögmætum fyrirmælum lögreglu um að nema staðar. Með þeirri háttsemi ökumannsins hafi hann skapað aðstæður þar sem óhjákvæmilegt hafi verið að til árekstrar kæmi, það er að hann yrði stöðvaður með réttmætri valdbeitingu lögreglu. Háttsemi lögreglumannsins sem ók lögreglubifreiðinni yrði, að virtum atvikum öllum, ekki metin honum til sakar að nokkru leyti. Því var fallist á kröfu Ríkislögreglustjóra og Sjóvá dæmt til að greiða embættinu 2.876.763 krónur með vöxtum og dráttarvöxtum. Þá greiði Sjóvá Ríkislögreglustjóra 1,45 milljónir króna í málskostnað.
Lögreglumál Dómsmál Tryggingar Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira