Framboð Baldurs þurfti að endurgreiða styrki sem fóru yfir hámark Kjartan Kjartansson skrifar 20. september 2024 18:48 Forsetaframbjóðandinn Baldur Þórhallsson með Felix Bergssyni eiginmanni sínum á kjörstað 1. júní. Anton Brink Baldur Þórhallsson þurfti að endurgreiða félögum sem styrktu forsetaframboð hans um samtals 800.000 krónur. Eigendur félaganna töldust tengdir öðrum félögum sem styrktu framboðið og því var heildarframlag þeirra fram yfir lögbundið hámark. Af þeim forsetaframbjóðendum sem þurftu að standa skil á uppgjöri til ríkisendurskoðunar er Baldur sá eini sem hefur enn ekki fengið staðfestingu á skilunum, tuttugu dögum eftir að skilafrestur rann út. Ástæðan er athugasemdir sem ríkisendurskoðun gerði við uppgjörið sem framboðið skilaði upphaflega. Valgeir Magnússon, kosningastjóri Baldurs, segir að athugasemdirnar hafi varðað framlög frá félögum sem töldust tengdir samkvæmt lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka. Tengdum aðilum ber að telja framlög sín saman en hámarksupphæð framlaga er 400.000 krónur fyrir bæði lögaðila og einstaklinga. Valgeir Magnússon, kosningastjóri Baldurs Þórhallssonar.Vísir/Vilhelm Tvö dæmi voru þannig um að tvö tengd félög hefðu gefið hámarksupphæðina hvort og þannig tvöfalt meira en þeim var heimilt samkvæmt lögum. Valgeir segir að helmingur styrkjanna hafi nú verið endurgreiddur, alls 800.000 krónur. Ríkisútvarpið sagði fyrst frá endurgreiðslunum. „Það tók bara svo langa tíma því við vorum búin að ganga frá og loka bankareikningum. Við þurftum að sækja aftur um bankareikning til þess að geta gert þetta með löglegum hætti og sýnt kvittanir til ríkisendurskoðunar eins og við áttum að gera,“ segir Valgeir. Alls nam kostnaður við framboð Baldurs um tuttugu milljónum króna, að sögn Valgeirs. Framboð Baldurs var þannig það fimmta dýrasta. Baldur var í fimmta sæti í kosningunum með 8,4 prósent atkvæða. Valgeir segir að langstærstur hluti framlaganna til framboðsins hafi verið frá einstaklingum sem styrktu það um á bilinu fimm til fimmtán þúsund krónur. Forsetakosningar 2024 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Sjá meira
Af þeim forsetaframbjóðendum sem þurftu að standa skil á uppgjöri til ríkisendurskoðunar er Baldur sá eini sem hefur enn ekki fengið staðfestingu á skilunum, tuttugu dögum eftir að skilafrestur rann út. Ástæðan er athugasemdir sem ríkisendurskoðun gerði við uppgjörið sem framboðið skilaði upphaflega. Valgeir Magnússon, kosningastjóri Baldurs, segir að athugasemdirnar hafi varðað framlög frá félögum sem töldust tengdir samkvæmt lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka. Tengdum aðilum ber að telja framlög sín saman en hámarksupphæð framlaga er 400.000 krónur fyrir bæði lögaðila og einstaklinga. Valgeir Magnússon, kosningastjóri Baldurs Þórhallssonar.Vísir/Vilhelm Tvö dæmi voru þannig um að tvö tengd félög hefðu gefið hámarksupphæðina hvort og þannig tvöfalt meira en þeim var heimilt samkvæmt lögum. Valgeir segir að helmingur styrkjanna hafi nú verið endurgreiddur, alls 800.000 krónur. Ríkisútvarpið sagði fyrst frá endurgreiðslunum. „Það tók bara svo langa tíma því við vorum búin að ganga frá og loka bankareikningum. Við þurftum að sækja aftur um bankareikning til þess að geta gert þetta með löglegum hætti og sýnt kvittanir til ríkisendurskoðunar eins og við áttum að gera,“ segir Valgeir. Alls nam kostnaður við framboð Baldurs um tuttugu milljónum króna, að sögn Valgeirs. Framboð Baldurs var þannig það fimmta dýrasta. Baldur var í fimmta sæti í kosningunum með 8,4 prósent atkvæða. Valgeir segir að langstærstur hluti framlaganna til framboðsins hafi verið frá einstaklingum sem styrktu það um á bilinu fimm til fimmtán þúsund krónur.
Forsetakosningar 2024 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Sjá meira