Önnur vopnageymsla í ljósum logum í Rússlandi Samúel Karl Ólason skrifar 21. september 2024 07:58 Íbúar á svæðinu fönguðu stórar sprengingar á mynd í nótt og í morgun. Önnur stór vopnageymsla í Rússlandi stendur í ljósum logum eftir árás Úkraínumanna í nótt. Stórar sprengingar urðu í vopnageymslunni í nótt og hafa fleiri sést í morgun. Árásin var gerð í bænum Tikhoretsk í Krasnodar Krai-héraði í Rússlandi og er þetta í annað sinn á nokkrum dögum sem miklar sprengingar verða í vopnageymslu í Rússlandi. Líklegast var notað við dróna en hversu marga og hverskonar dróna notast var við liggur ekki fyrir. RIA fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, hefur eftir ríkisstjóra Krasnodar Krai að tveir drónar hafi verið skotnir niður og eldar hafi kviknað þegar brak úr þeim féll til jarðar. Það er það sama og sagt var fyrir nokkrum dögum þegar umfangsmikil drónaárás var gerð í Tver-héraði í Rússlandi. Úkraínumenn eru sagðir hafa gert aðra árás á vopnageymsluna í Tver í nótt. Verið er að flytja íbúa af svæðinu við vopnageymsluna í Krasnodar Krai en enn sem komið er hafa engar fregnir borist af mannfalli, samkvæmt frétt RIA. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir að 101 dróni frá Úkraínu hafi verið skotinn niður yfir Rússlandi í nótt. Blaðamaður Wall Street Journal segir fregnir hafa borist af því að Rússar hafi geymt eldflaugar frá Norður-Kóreu í Tikhoretsk en sömu fregnir bárust einnig af vopnageymslunni í Tver. Ukrainian drones visit another major Russian ammunition warehouse, this time in Tikhoretsk in northern Caucasus. Some reports say this is where Russia kept weapons supplied by North Korea. pic.twitter.com/DG5Fdjo8tv— Yaroslav Trofimov (@yarotrof) September 21, 2024 Sprengingar hafa enn heyrst í vopnageymslunni í morgun. /5. Detonation on the Tikhoretsk Munitions Storage Facility is still ongoing in the morning after tonight’s attack pic.twitter.com/jyPfQTm9z0— Special Kherson Cat 🐈🇺🇦 (@bayraktar_1love) September 21, 2024 Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Sjá meira
Árásin var gerð í bænum Tikhoretsk í Krasnodar Krai-héraði í Rússlandi og er þetta í annað sinn á nokkrum dögum sem miklar sprengingar verða í vopnageymslu í Rússlandi. Líklegast var notað við dróna en hversu marga og hverskonar dróna notast var við liggur ekki fyrir. RIA fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, hefur eftir ríkisstjóra Krasnodar Krai að tveir drónar hafi verið skotnir niður og eldar hafi kviknað þegar brak úr þeim féll til jarðar. Það er það sama og sagt var fyrir nokkrum dögum þegar umfangsmikil drónaárás var gerð í Tver-héraði í Rússlandi. Úkraínumenn eru sagðir hafa gert aðra árás á vopnageymsluna í Tver í nótt. Verið er að flytja íbúa af svæðinu við vopnageymsluna í Krasnodar Krai en enn sem komið er hafa engar fregnir borist af mannfalli, samkvæmt frétt RIA. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir að 101 dróni frá Úkraínu hafi verið skotinn niður yfir Rússlandi í nótt. Blaðamaður Wall Street Journal segir fregnir hafa borist af því að Rússar hafi geymt eldflaugar frá Norður-Kóreu í Tikhoretsk en sömu fregnir bárust einnig af vopnageymslunni í Tver. Ukrainian drones visit another major Russian ammunition warehouse, this time in Tikhoretsk in northern Caucasus. Some reports say this is where Russia kept weapons supplied by North Korea. pic.twitter.com/DG5Fdjo8tv— Yaroslav Trofimov (@yarotrof) September 21, 2024 Sprengingar hafa enn heyrst í vopnageymslunni í morgun. /5. Detonation on the Tikhoretsk Munitions Storage Facility is still ongoing in the morning after tonight’s attack pic.twitter.com/jyPfQTm9z0— Special Kherson Cat 🐈🇺🇦 (@bayraktar_1love) September 21, 2024
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Sjá meira