Orkunýlendan Ísland? Bjarni Jónsson skrifar 22. september 2024 08:01 Kapphlaupið um Ísland er í algleymingi, náttúru og auðlindir þjóðarinnar. Um landið sveima lukkuriddarar og leppar erlendra stórfyrirtækja og ríkjasambanda, ásamt fleira landsölufólki og íslenskum meðhlauppsmönnum. Uppkaup á landi, útsendarar að festa landspildur og ósnortna náttúru fyrir hrikaleg áform um stórfelda uppsetningu vindmylla og vindmyllugarða í andlit fólks víðsvegar um landið. Það er mikið undir áður en komið verður á þá böndum. Landgæðum og náttúru fórnað fyrir óseðjandi orkuþörf Evrópu? Það er öllum ljóst að það sem stendur til að framleiða af vindorku er langt umfram það sem Ísland er að fara að nýta. Svo vitum við einnig að á móti þarf að skaffa mikla vatnsaflsorku, langt umfram þarfir landsmanna, til þess að mæta jöfnunarþörf á móti þessari vindorku. Sökkva fjölmörgum nýjum svæðum fyrir virkjanir. Hvað á þá að gera við alla þessa orku, því lítið verður notað af henni á Íslandi? Svarið blasir við, henni er ætlað að seðja óþrjótandi orkuþörf Evrópu og öxulvelda Evrópusambandsins í gegnum sæstreng og einnig eftir því sem tækninni fleygir fram, framleiðslu eldsneytis með raforku, svo sem vetnis eða annars rafeldsneytis í formi ammóníaks, metanóls eða metans sem síðan verði flutt úr landi. Ekki heimild í íslenskum lögum til lagningar sæstrengs Leiðin virtist greidd fyrir þessi erlendu öfl og ESB blokkina framhjá íslenskum lögum með samþykkt orkupakka 3 og Þingsályktun um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku. Fleiri fengu hinsvegar, kalda fætur við afgreiðslu málsins og á elleftu stundu var bætt við ákvæði um að „Ekki verður ráðist í tengingu raforkukerfis landsins við raforkukerfi annars lands í gegnum sæstreng nema að undangengnu samþykki Alþingis“ Ekki hefur samt hægt á umsvifum og fyrirgangi þessara erlendu aðila, ríkja, fyrirtækja og fulltrúa þeirra við að greiða sínum áformum leið á Íslandi og útsendarar þeirra og samstarfsmenn vel tengdir inn í stjórnmálin á Íslandi. Þar er treyst á að slíkum fyrirvara verði hrundið með nýrri samþykkt Alþingis þegar það verður þeim hliðhollara; eða að þeim verði opnuð leið með annarri lagasetningu og ákvörðunum. Samþykkt á bókun 35. Leiðin greidd fyrir ESB að breyta Íslandi í orkunýlendu? Margir eru einmitt furðu losnir yfir þeirri ákefð sem nú er lögð í að samþykkja bókun 35 við EES samninginn sem felur í sér að setja ákvæði inn í íslensk lög til að geta tekið evrópskar reglur fram yfir íslenskar lagareglur öllum stundum og hvað búi þar undir. Ekkert hefur enn komið fram sem skýrir hvers vegna það liggi svo á að afgreiða frumvarp vegna bókunar 35 í samningnum um Evrópska efnahagssvæðið eftir tíðindalítil 30 ár. Bent hefur verið á að verði hún samþykkt verður leiðin greidd fyrir Evrópusambandið að ganga hömlulaust að orkuauðlindum og náttúru Íslands. Skiptir það máli? Höfundur er Alþingismaður og varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Jónsson Orkumál Vinstri græn Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Kapphlaupið um Ísland er í algleymingi, náttúru og auðlindir þjóðarinnar. Um landið sveima lukkuriddarar og leppar erlendra stórfyrirtækja og ríkjasambanda, ásamt fleira landsölufólki og íslenskum meðhlauppsmönnum. Uppkaup á landi, útsendarar að festa landspildur og ósnortna náttúru fyrir hrikaleg áform um stórfelda uppsetningu vindmylla og vindmyllugarða í andlit fólks víðsvegar um landið. Það er mikið undir áður en komið verður á þá böndum. Landgæðum og náttúru fórnað fyrir óseðjandi orkuþörf Evrópu? Það er öllum ljóst að það sem stendur til að framleiða af vindorku er langt umfram það sem Ísland er að fara að nýta. Svo vitum við einnig að á móti þarf að skaffa mikla vatnsaflsorku, langt umfram þarfir landsmanna, til þess að mæta jöfnunarþörf á móti þessari vindorku. Sökkva fjölmörgum nýjum svæðum fyrir virkjanir. Hvað á þá að gera við alla þessa orku, því lítið verður notað af henni á Íslandi? Svarið blasir við, henni er ætlað að seðja óþrjótandi orkuþörf Evrópu og öxulvelda Evrópusambandsins í gegnum sæstreng og einnig eftir því sem tækninni fleygir fram, framleiðslu eldsneytis með raforku, svo sem vetnis eða annars rafeldsneytis í formi ammóníaks, metanóls eða metans sem síðan verði flutt úr landi. Ekki heimild í íslenskum lögum til lagningar sæstrengs Leiðin virtist greidd fyrir þessi erlendu öfl og ESB blokkina framhjá íslenskum lögum með samþykkt orkupakka 3 og Þingsályktun um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku. Fleiri fengu hinsvegar, kalda fætur við afgreiðslu málsins og á elleftu stundu var bætt við ákvæði um að „Ekki verður ráðist í tengingu raforkukerfis landsins við raforkukerfi annars lands í gegnum sæstreng nema að undangengnu samþykki Alþingis“ Ekki hefur samt hægt á umsvifum og fyrirgangi þessara erlendu aðila, ríkja, fyrirtækja og fulltrúa þeirra við að greiða sínum áformum leið á Íslandi og útsendarar þeirra og samstarfsmenn vel tengdir inn í stjórnmálin á Íslandi. Þar er treyst á að slíkum fyrirvara verði hrundið með nýrri samþykkt Alþingis þegar það verður þeim hliðhollara; eða að þeim verði opnuð leið með annarri lagasetningu og ákvörðunum. Samþykkt á bókun 35. Leiðin greidd fyrir ESB að breyta Íslandi í orkunýlendu? Margir eru einmitt furðu losnir yfir þeirri ákefð sem nú er lögð í að samþykkja bókun 35 við EES samninginn sem felur í sér að setja ákvæði inn í íslensk lög til að geta tekið evrópskar reglur fram yfir íslenskar lagareglur öllum stundum og hvað búi þar undir. Ekkert hefur enn komið fram sem skýrir hvers vegna það liggi svo á að afgreiða frumvarp vegna bókunar 35 í samningnum um Evrópska efnahagssvæðið eftir tíðindalítil 30 ár. Bent hefur verið á að verði hún samþykkt verður leiðin greidd fyrir Evrópusambandið að ganga hömlulaust að orkuauðlindum og náttúru Íslands. Skiptir það máli? Höfundur er Alþingismaður og varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis.
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar