City er sakað um 115 brot á fjármálareglum ensku úrvalsdeildarinnar. Réttarhöld yfir félaginu hófust á mánudaginn.
City hafnar sök en Guardiola segir að andstæðingar félagsins vonist eftir að því verði refsað harðlega.
„Ég vil verja félagið mitt, sérstaklega á þessum tímum þegar allir búast ekki bara við að við verðum felldir heldur þurrkaðir af yfirborði jarðar,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi fyrir stórleikinn gegn Arsenal sem fer fram á Etihad í dag.
City hefur unnið Englandsmeistaratitilinn fjórum sinnum í röð og sex sinnum á síðustu sjö árum. Ef félagið verður fundið sekt um að hafa brotið fjármálareglur ensku úrvalsdeildarinnar gæti það verið svipt titlunum og fellt niður um deild.