Liðsfélagi Arnórs með bitför eftir andstæðing Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. september 2024 22:45 Milutin Osmajic virtist bíta Owen Beck í leik Preston og Blackburn í dag. Dave Howarth - CameraSport via Getty Images Milutin Osmajic, liðsfélagi Stefáns Teits Þórðarsonar hjá Preston North End í ensku B-deildinni, gæti verið á leið í langt bann fyrir að bíta andstæðing sinn í leik liðsins gegn Blackburn Rovers í dag. Preston og Blackburn gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust í ensku B-deildinni í dag, í leik þar sem Stefán Teitur sat á bekknum allan tímann. Arnór Sigurðsson er leikmaður Blackburn, en hann var ekki í leikmannahópi liðsins í leik dagsins. Owen Beck, sem leikur með Blacburn á láni frá Liverpool, var sendur af velli með beint rautt spjald á 89. mínútu í leik liðsins gegn Preston fyrir að ráðast að Duane Holmes, leikmanni Preston. Í kjölfarið brutust út mikil læti og að þeim loknum reyndi Beck að útskýra fyrir dómaranum að hann hefði verið bitinn í látunum. Beck sakaði áðurnefndan Osmajic um verknaðinn og fékk Svartfellingurinn að lokum að líta gult spjald. Preston’s Osmajic has literally tried to take a chunk out of his neck!!!🤯🤯🤯Yellow card given… #rovers #pnefc pic.twitter.com/BXWndo4f9s— The 44 ⚽️ (@The_Forty_Four) September 22, 2024 Í endursýningum í sjónvarpi, sem má sjá á X-færslunni hér fyrir ofan, má sjá þegar Osmajic virðist bíta Beck af miklu afli í bakið. „Owen er með stórt bitfar aftan á hálsinum og það er skammarlegt að dómarinn hafi ekki séð atvikið,“ sagði John Eustace, þjálfari Blackburn, í viðtali eftir leikinn. Gera má ráð fyrir því að Osmajic eigi yfir höfði sér langt bann fyrir verknaðinn, en Luis Suarez, þá leikmaður Liverpool, fékk tíu leikja bann fyrir að bíta Branislav Ivanovic í leik gegn Chelsea árið 2013. Enski boltinn Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Preston og Blackburn gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust í ensku B-deildinni í dag, í leik þar sem Stefán Teitur sat á bekknum allan tímann. Arnór Sigurðsson er leikmaður Blackburn, en hann var ekki í leikmannahópi liðsins í leik dagsins. Owen Beck, sem leikur með Blacburn á láni frá Liverpool, var sendur af velli með beint rautt spjald á 89. mínútu í leik liðsins gegn Preston fyrir að ráðast að Duane Holmes, leikmanni Preston. Í kjölfarið brutust út mikil læti og að þeim loknum reyndi Beck að útskýra fyrir dómaranum að hann hefði verið bitinn í látunum. Beck sakaði áðurnefndan Osmajic um verknaðinn og fékk Svartfellingurinn að lokum að líta gult spjald. Preston’s Osmajic has literally tried to take a chunk out of his neck!!!🤯🤯🤯Yellow card given… #rovers #pnefc pic.twitter.com/BXWndo4f9s— The 44 ⚽️ (@The_Forty_Four) September 22, 2024 Í endursýningum í sjónvarpi, sem má sjá á X-færslunni hér fyrir ofan, má sjá þegar Osmajic virðist bíta Beck af miklu afli í bakið. „Owen er með stórt bitfar aftan á hálsinum og það er skammarlegt að dómarinn hafi ekki séð atvikið,“ sagði John Eustace, þjálfari Blackburn, í viðtali eftir leikinn. Gera má ráð fyrir því að Osmajic eigi yfir höfði sér langt bann fyrir verknaðinn, en Luis Suarez, þá leikmaður Liverpool, fékk tíu leikja bann fyrir að bíta Branislav Ivanovic í leik gegn Chelsea árið 2013.
Enski boltinn Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira