Óásættanlegt að vísa NPA-vandanum alfarið til sveitarfélaga Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. september 2024 20:50 Heiða Björg Hilmisdóttir er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísir/Arnar Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir fatlað fólk með NPA-samninga ekki geta beðið lengur eftir þjónustu en að það sé óásættanlegt að ríkið vísi málinu alfarið til sveitarfélaganna og á þá við ummæli félagsmálaráðherra frá í dag. Heiða Björg Heimisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að bæði sveitarfélög og ríki þurfi að taka ábyrgð á bágri stöðu í málaflokknum og að brýnt sé að komast að samkomulagi sem allra fyrst. Málaflokkurinn ekki fjármagnaður „Það er alveg ljóst, og öllum ljóst, að málaflokkurinn er ekki fjármagnaður og það fjármagn sem fylgdi til sveitarfélaganna með málaflokknum hafa ekki dugað og það er eitthvað sem við þurfum að laga og breyta og það er vel hægt,“ segir Heiða en samkvæmt núgildandi fyrirkomulagi er ríkinu skylt að fjármagna 25 prósent í hverjum samningi og sveitarfélögum 75 prósent. Í samtali við fréttastofu í dag segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra að ríkið hafi fjármagnað sinn hluta af öllum þeim samningum sem komið hafa á borð ráðuneytisins. Hann sé sammála því að ekki sé ásættanlegt að fólk sé fast á biðlistum árum saman en að hann vonist til þess að fjármögnunarvandi sveitarfélaganna leysist. Samkomulag á eftir áætlun Ekki hefur borist til tals að auka framlag ríkisins til NPA-samninga en ráðuneytið hefur verið í stöðugu samtali við sveitarfélögin um málið að sögn ráðherra. „Við erum með fjóra hópa nú í gangi sem eru að horfa í framtíðina. Í lok síðasta árs náðum við að semja um fortíðina, fram til loka ársins 2021, þar sem sveitarfélögin hafa lagt mun meira fjármagn í þá þjónustu sem fatlað fólk er að fá þar sem NPA er ein af þeim þjónustuleiðum sem stendur fötluðu fólki til boða,“ segir Heiða Björg. „Við sammæltumst um það þá að við myndum ljúka framhaldinu fyrir lok þessa árs. Það var miðað við júní, nú er kominn september. Ég veit að það er tilbúin skýrsla og ég er tilbúin til að setjast niður hvenær sem er og sitja eins lengi og þarf til þess að ræða okkur niður á einhverja niðurstöðu.“ Málefni fatlaðs fólks Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sveitarstjórnarmál Heilbrigðismál Félagsmál Tengdar fréttir Með banvænan sjúkdóm í stöðugri baráttu við Kópavogsbæ Maður með MND hefur í þrjú ár þurft að berjast við Kópavogsbæ til að fá fulla ummönun vegna veikinda hans. Hann er hræddur um að kerfið sé að ganga frá eiginkonu hans sem er eini stuðningurinn sem hann fær. 21. september 2024 19:20 Biðin óásættanleg og vill skýr svör frá ríkinu Allt of margir bíða eftir lögbundinni NPA þjónustu frá sveitarfélögunum og er staðan algjörlega óásættanleg. Þetta segir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sveitarfélögin fari fram á skýr svör frá ríkinu um hvort fjármagna eigi málaflokkinn eða ekki. 20. september 2024 12:03 Sveitarfélögin krefja ríkið svara um NPA Í hádegisfréttum verður rætt við formann Sambands íslenskra sveitarfélaga sem segir biðina eftir NPA þjónustu ólíðandi og kallar eftir skýrum svörum frá ríkinu um hvort til standi að fjármagna þjónustuna að fullu eður ei. 20. september 2024 11:40 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Heiða Björg Heimisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að bæði sveitarfélög og ríki þurfi að taka ábyrgð á bágri stöðu í málaflokknum og að brýnt sé að komast að samkomulagi sem allra fyrst. Málaflokkurinn ekki fjármagnaður „Það er alveg ljóst, og öllum ljóst, að málaflokkurinn er ekki fjármagnaður og það fjármagn sem fylgdi til sveitarfélaganna með málaflokknum hafa ekki dugað og það er eitthvað sem við þurfum að laga og breyta og það er vel hægt,“ segir Heiða en samkvæmt núgildandi fyrirkomulagi er ríkinu skylt að fjármagna 25 prósent í hverjum samningi og sveitarfélögum 75 prósent. Í samtali við fréttastofu í dag segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra að ríkið hafi fjármagnað sinn hluta af öllum þeim samningum sem komið hafa á borð ráðuneytisins. Hann sé sammála því að ekki sé ásættanlegt að fólk sé fast á biðlistum árum saman en að hann vonist til þess að fjármögnunarvandi sveitarfélaganna leysist. Samkomulag á eftir áætlun Ekki hefur borist til tals að auka framlag ríkisins til NPA-samninga en ráðuneytið hefur verið í stöðugu samtali við sveitarfélögin um málið að sögn ráðherra. „Við erum með fjóra hópa nú í gangi sem eru að horfa í framtíðina. Í lok síðasta árs náðum við að semja um fortíðina, fram til loka ársins 2021, þar sem sveitarfélögin hafa lagt mun meira fjármagn í þá þjónustu sem fatlað fólk er að fá þar sem NPA er ein af þeim þjónustuleiðum sem stendur fötluðu fólki til boða,“ segir Heiða Björg. „Við sammæltumst um það þá að við myndum ljúka framhaldinu fyrir lok þessa árs. Það var miðað við júní, nú er kominn september. Ég veit að það er tilbúin skýrsla og ég er tilbúin til að setjast niður hvenær sem er og sitja eins lengi og þarf til þess að ræða okkur niður á einhverja niðurstöðu.“
Málefni fatlaðs fólks Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sveitarstjórnarmál Heilbrigðismál Félagsmál Tengdar fréttir Með banvænan sjúkdóm í stöðugri baráttu við Kópavogsbæ Maður með MND hefur í þrjú ár þurft að berjast við Kópavogsbæ til að fá fulla ummönun vegna veikinda hans. Hann er hræddur um að kerfið sé að ganga frá eiginkonu hans sem er eini stuðningurinn sem hann fær. 21. september 2024 19:20 Biðin óásættanleg og vill skýr svör frá ríkinu Allt of margir bíða eftir lögbundinni NPA þjónustu frá sveitarfélögunum og er staðan algjörlega óásættanleg. Þetta segir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sveitarfélögin fari fram á skýr svör frá ríkinu um hvort fjármagna eigi málaflokkinn eða ekki. 20. september 2024 12:03 Sveitarfélögin krefja ríkið svara um NPA Í hádegisfréttum verður rætt við formann Sambands íslenskra sveitarfélaga sem segir biðina eftir NPA þjónustu ólíðandi og kallar eftir skýrum svörum frá ríkinu um hvort til standi að fjármagna þjónustuna að fullu eður ei. 20. september 2024 11:40 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Með banvænan sjúkdóm í stöðugri baráttu við Kópavogsbæ Maður með MND hefur í þrjú ár þurft að berjast við Kópavogsbæ til að fá fulla ummönun vegna veikinda hans. Hann er hræddur um að kerfið sé að ganga frá eiginkonu hans sem er eini stuðningurinn sem hann fær. 21. september 2024 19:20
Biðin óásættanleg og vill skýr svör frá ríkinu Allt of margir bíða eftir lögbundinni NPA þjónustu frá sveitarfélögunum og er staðan algjörlega óásættanleg. Þetta segir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sveitarfélögin fari fram á skýr svör frá ríkinu um hvort fjármagna eigi málaflokkinn eða ekki. 20. september 2024 12:03
Sveitarfélögin krefja ríkið svara um NPA Í hádegisfréttum verður rætt við formann Sambands íslenskra sveitarfélaga sem segir biðina eftir NPA þjónustu ólíðandi og kallar eftir skýrum svörum frá ríkinu um hvort til standi að fjármagna þjónustuna að fullu eður ei. 20. september 2024 11:40