Ísraelar ráðast í umfangsmiklar loftárásir og hvetja íbúa til að flýja Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. september 2024 07:12 Reyk leggur frá þorpinu Kfar Rouman í Líbanon eftir loftárás Ísraelshers. AP/Hussein Malla Ísraelsher hefur hvatt íbúa í þorpum í suðurhluta Líbanon, sem kunna að búa nærri byggingum eða svæðum þar sem Hezbollah er með hernaðarinnviði, til að forða sér. Herinn hóf umfangsmiklar loftárásir á skotmörk í Líbanon í nótt, sökum vísbendinga um að Hezbollah væri að undirbúa árásir á skotmörk í Ísrael. Hezbollah-samtökin skutu yfir 100 eldflaugum á skotmörk í norðurhluta Ísrael í gærmorgun og lentu sumar nærri borginni Haifa. Þær aðgerðir komu í kjölfar árása Ísraelsmanna á Beirut á föstudag, þar sem 45 létust, þeirra á meðal nokkrir helstu leiðtogar Hezbollah. Ráðamenn í Ísrael segja hernaðaraðgerðir munu standa yfir þar til íbúum í norðurhluta landsins er óhætt að snúa heim en talsmenn Hezbollah hafa sagt á móti að þeir muni aldrei eiga afturkvæmt. IDF Spokesperson RAdm. Daniel Hagari exposing Hezbollah’s way of firing missiles from civilian homes, and how the IDF plans on dismantling it: pic.twitter.com/smkfjv6VDh— Israel Defense Forces (@IDF) September 23, 2024 Ísraelar hafa ekki útilokað að ráðast inn í Líbanon til að ná fram markmiðum sínum en varnarmálaráðherrann Yoav Gallant greindi frá því í morgun að hann hefði rætt við Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, í nótt. Gallant sagðist hafa veitt kollega sínum upplýsingar um mat Ísraelsmanna á þeirri hættu sem stafaði af Hezbollah og greint honum frá aðgerðum til að draga úr getu samtakanna til að ráðast gegn almenningi í Ísrael. Þá eru Gallant og Austin sagðir hafa rætt ástandið á svæðinu almennt og Íran og bandamenn Írana. Bandaríkjamenn segjast ekki hafa verið upplýstir um árásir síðustu viku, þar sem símboðar og talstöðvar sprungu. Ísraelar eru almennt taldir hafa staðið fyrir árásunum en hafa ekki lýst þeim á hendur sér. Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Sjá meira
Herinn hóf umfangsmiklar loftárásir á skotmörk í Líbanon í nótt, sökum vísbendinga um að Hezbollah væri að undirbúa árásir á skotmörk í Ísrael. Hezbollah-samtökin skutu yfir 100 eldflaugum á skotmörk í norðurhluta Ísrael í gærmorgun og lentu sumar nærri borginni Haifa. Þær aðgerðir komu í kjölfar árása Ísraelsmanna á Beirut á föstudag, þar sem 45 létust, þeirra á meðal nokkrir helstu leiðtogar Hezbollah. Ráðamenn í Ísrael segja hernaðaraðgerðir munu standa yfir þar til íbúum í norðurhluta landsins er óhætt að snúa heim en talsmenn Hezbollah hafa sagt á móti að þeir muni aldrei eiga afturkvæmt. IDF Spokesperson RAdm. Daniel Hagari exposing Hezbollah’s way of firing missiles from civilian homes, and how the IDF plans on dismantling it: pic.twitter.com/smkfjv6VDh— Israel Defense Forces (@IDF) September 23, 2024 Ísraelar hafa ekki útilokað að ráðast inn í Líbanon til að ná fram markmiðum sínum en varnarmálaráðherrann Yoav Gallant greindi frá því í morgun að hann hefði rætt við Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, í nótt. Gallant sagðist hafa veitt kollega sínum upplýsingar um mat Ísraelsmanna á þeirri hættu sem stafaði af Hezbollah og greint honum frá aðgerðum til að draga úr getu samtakanna til að ráðast gegn almenningi í Ísrael. Þá eru Gallant og Austin sagðir hafa rætt ástandið á svæðinu almennt og Íran og bandamenn Írana. Bandaríkjamenn segjast ekki hafa verið upplýstir um árásir síðustu viku, þar sem símboðar og talstöðvar sprungu. Ísraelar eru almennt taldir hafa staðið fyrir árásunum en hafa ekki lýst þeim á hendur sér.
Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Sjá meira