Beðið eftir orkumálaráðherra Eggert Valur Guðmundsson og Gunnar Aron Ólason skrifa 23. september 2024 12:00 Í maí 2024 hófst vinna sveitarstjórnar Rangárþings ytra við að leita svara við matsspurningum um hagræn áhrif vindorkuvers við Vaðöldu (Búrfellslund). Spurningarnar voru sendar til Landsvirkjunar, Fjármálaráðuneytisins, Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins, og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Tilgangur spurninganna var m.a. að fá ítarlegar upplýsingar um hagræn áhrif vindorkuversins á nærsamfélagið, í samræmi við stefnu aðalskipulags sveitarfélagsins og vindorkustefnu þess. Landsvirkjun og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun svöruðu spurningunum fljótlega, eða í júní 2024, Fjármálaráðuneytið hafði svarað strax daginn eftir að fyrirspurnin barst, eða þann 24. maí. En Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur ekki enn svarað spurningunum núna þegar langt er liðið á septembermánuð. Spurningarnar sem sendar voru á Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið voru eftirfarandi: 1. Eru til gögn hjá ráðuneytinu er varða nýtingu orkunnar sem hlýst af Búrfellslundi (Vaðölduver)? 2. Verður orkan úr Búrfellslundi nýtt til orkuskipta eða nýrra orkufrekra verkefna? 3. Getur ráðuneytið skilgreint hvaða hagrænu áhrif yrðu fyrir sveitarfélagið Rangárþing ytra ef tillögur starfshóps um skattlagningu orkuvinnslu næðu fram að ganga? Sbr. skýrslu starfshópsins með viðaukum. 4. Hvað felst í samningi um þróun grænnar atvinnuuppbyggingar í sveitarfélaginu Ölfusi sem skrifað var undir 9. júní 2023 sbr.; https://www.stjornarradid.is/gogn/rit-og-skyrslur/stakt-rit/2023/06/09/Aform-um-graena-atvinnuuppbyggingu-i-Sveitarfelaginu-Olfusi/ Seinagangur ráðuneytisins tefur framvindu mála Þessi seinkun á svörum frá Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu veldur því að mikilvægar ákvarðanir um vindorkuverkefnið gætu tafist. Þrátt fyrir að framkvæmdaleyfi hafi verið samþykkt að hluta, vantar enn mat á heildaráhrifum verkefnisins á nærsamfélagið, þar á meðal þau efnahagslegu. Sveitarfélagið hefur sett fram stefnu um að tryggja jafnvægi milli umhverfisverndar og efnahagslegrar uppbyggingar, en slíkt jafnvægi verður aðeins tryggt ef upplýsingar frá öllum aðilum liggja fyrir. Það er því brýnt að Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið bregðist skjótt við og sendi svör við matsspurningunum svo að sveitarfélagið geti lokið þessari mikilvægu vinnu. Svörin eru grundvöllur þess að hægt sé að meta umfang verkefnisins og hvernig það muni gagnast samfélaginu til lengri tíma litið. Nærsamfélagið á skilið að fá skýra mynd af áhrifum og ávinningi þessara orkumannvirkja. Eggert Valur Guðmundsson er oddviti sveitarstjórnar Rangárþings ytra og Gunnar Aron Ólason formaður Skipulagsnefndar Rangárþings ytra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rangárþing ytra Orkumál Vindorkuver í Búrfellslundi Mest lesið Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem skrifar Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Í maí 2024 hófst vinna sveitarstjórnar Rangárþings ytra við að leita svara við matsspurningum um hagræn áhrif vindorkuvers við Vaðöldu (Búrfellslund). Spurningarnar voru sendar til Landsvirkjunar, Fjármálaráðuneytisins, Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins, og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Tilgangur spurninganna var m.a. að fá ítarlegar upplýsingar um hagræn áhrif vindorkuversins á nærsamfélagið, í samræmi við stefnu aðalskipulags sveitarfélagsins og vindorkustefnu þess. Landsvirkjun og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun svöruðu spurningunum fljótlega, eða í júní 2024, Fjármálaráðuneytið hafði svarað strax daginn eftir að fyrirspurnin barst, eða þann 24. maí. En Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur ekki enn svarað spurningunum núna þegar langt er liðið á septembermánuð. Spurningarnar sem sendar voru á Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið voru eftirfarandi: 1. Eru til gögn hjá ráðuneytinu er varða nýtingu orkunnar sem hlýst af Búrfellslundi (Vaðölduver)? 2. Verður orkan úr Búrfellslundi nýtt til orkuskipta eða nýrra orkufrekra verkefna? 3. Getur ráðuneytið skilgreint hvaða hagrænu áhrif yrðu fyrir sveitarfélagið Rangárþing ytra ef tillögur starfshóps um skattlagningu orkuvinnslu næðu fram að ganga? Sbr. skýrslu starfshópsins með viðaukum. 4. Hvað felst í samningi um þróun grænnar atvinnuuppbyggingar í sveitarfélaginu Ölfusi sem skrifað var undir 9. júní 2023 sbr.; https://www.stjornarradid.is/gogn/rit-og-skyrslur/stakt-rit/2023/06/09/Aform-um-graena-atvinnuuppbyggingu-i-Sveitarfelaginu-Olfusi/ Seinagangur ráðuneytisins tefur framvindu mála Þessi seinkun á svörum frá Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu veldur því að mikilvægar ákvarðanir um vindorkuverkefnið gætu tafist. Þrátt fyrir að framkvæmdaleyfi hafi verið samþykkt að hluta, vantar enn mat á heildaráhrifum verkefnisins á nærsamfélagið, þar á meðal þau efnahagslegu. Sveitarfélagið hefur sett fram stefnu um að tryggja jafnvægi milli umhverfisverndar og efnahagslegrar uppbyggingar, en slíkt jafnvægi verður aðeins tryggt ef upplýsingar frá öllum aðilum liggja fyrir. Það er því brýnt að Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið bregðist skjótt við og sendi svör við matsspurningunum svo að sveitarfélagið geti lokið þessari mikilvægu vinnu. Svörin eru grundvöllur þess að hægt sé að meta umfang verkefnisins og hvernig það muni gagnast samfélaginu til lengri tíma litið. Nærsamfélagið á skilið að fá skýra mynd af áhrifum og ávinningi þessara orkumannvirkja. Eggert Valur Guðmundsson er oddviti sveitarstjórnar Rangárþings ytra og Gunnar Aron Ólason formaður Skipulagsnefndar Rangárþings ytra.
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun