Selenskíj heimsótti lykilríki og þakkaði fyrir vopnin Kjartan Kjartansson skrifar 23. september 2024 10:47 Selenskíj (f.m.) í Skotfæraverksmiðju Bandaríkjahers í Scranton í Pennsylvaníu sunnudaginn 22. september 2024. AP/Bandaríkjaher Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, þakkaði starfsmönnum vopnaverksmiðju í Pennsylvaníu fyrir skotfæri sem þeir framleiða fyrir Úkraínuher í heimsókn í gær. Pennsylvanía gæti ráðið úrslitum um hver verður næsti forseti Bandaríkjanna. Skotfæraverksmiðjan í Scranton í Pennsylvaníu er ein fárra sem eftir eru í Bandaríkjunum sem framleiða 155 millímetra sprengikúlur fyrir stórskotalið. Bandaríkjastjórn hefur sent Úkraínumönnum meira en þrjár milljónir slíkra kúlna frá því að innrás Rússa hófst fyrir meira en tveimur og hálfu ári. Sprengjukúlurnar fyrir stórskotalið sem eru framleiddar í Scranton. Úkraínumenn fóru í gegnum sex til átta þúsund slíkar kúlur á dag á tímabili í stríðinu.AP/Ted Shaffrey Selenskíj, sem er staddur í Bandaríkjunum vegna allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna, heimsótti verksmiðjuna í gær. Matt Cartwright, fulltrúadeildarþingmaður demókrata, sem fylgdi Selenskíj segir skilaboð úkraínska forsetans þar hafa verið einföld: „Þakka ykkur fyrir, og við þurfum á meiru að halda.“ „Það er á stöðum sem þessum þar sem maður finnur sannarlega til þess að lýðræðisríki geti haldið velli. Þökk sé fólki sem þessu, í Úkraínu, í Bandaríkjunum og öllum bandalagsríkjunum, sem vinna þrotlaust að því að tryggja að mannslíf séu varin,“ skrifaði Selenskíj síðar á samfélagsmiðlinum X. Scranton, Pennsylvania. I visited a plant that manufactures 155 mm artillery shells. Now, for our warriors who are defending not only our country, not only Ukraine, the plant will be ramping up production.I began my visit to the United States by expressing my gratitude to all… pic.twitter.com/OXnvqHclkM— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) September 22, 2024 AP-fréttastofan segir að Úkraínumenn hafi skotið svo mörgum sprengikúlum á tímabili og byrjað var að ganga verulega á birgðir Bandaríkjamanna sem óttuðust að þær dygðu ekki Bandaríkjaher í neyð. Því var gripið til aðgerða til þess að auka framleiðsluna og ræsa gamlar verksmiðjur. Það skapar störf á stöðum eins og Scranton. Nokkrir heimamenn af austurevrópskum uppuna fögnuðu Selenskíj með úkraínskum fánum fyrir utan verksmiðjuna.AP/Laurence Kesterson Heimsókn Selenskíj vekur ekki síst athygli vegna þess hversu mikilvæg Pennsylvaníu er í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í nóvember. Úrslitin þar gætu hæglega ráðið því hvort þeirra Kamölu Harris eða Donald Trump verður forseti. Afar mjótt er á munum á milli þeirra í Pennsylvaníu en Harris mælist með naumt forskot. Stjórn Joes Biden, þar sem Harris er varaforseti, hefur stutt einarðlega við bakið á Úkraínumönnum í vörn þeirra gegn innrás Rússa. Trump og Repúblikanaflokkurinn hefur aftur á móti ítrekað lýst yfir efasemdum um áframhaldandi stuðning við stjórn Selenskíj. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
Skotfæraverksmiðjan í Scranton í Pennsylvaníu er ein fárra sem eftir eru í Bandaríkjunum sem framleiða 155 millímetra sprengikúlur fyrir stórskotalið. Bandaríkjastjórn hefur sent Úkraínumönnum meira en þrjár milljónir slíkra kúlna frá því að innrás Rússa hófst fyrir meira en tveimur og hálfu ári. Sprengjukúlurnar fyrir stórskotalið sem eru framleiddar í Scranton. Úkraínumenn fóru í gegnum sex til átta þúsund slíkar kúlur á dag á tímabili í stríðinu.AP/Ted Shaffrey Selenskíj, sem er staddur í Bandaríkjunum vegna allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna, heimsótti verksmiðjuna í gær. Matt Cartwright, fulltrúadeildarþingmaður demókrata, sem fylgdi Selenskíj segir skilaboð úkraínska forsetans þar hafa verið einföld: „Þakka ykkur fyrir, og við þurfum á meiru að halda.“ „Það er á stöðum sem þessum þar sem maður finnur sannarlega til þess að lýðræðisríki geti haldið velli. Þökk sé fólki sem þessu, í Úkraínu, í Bandaríkjunum og öllum bandalagsríkjunum, sem vinna þrotlaust að því að tryggja að mannslíf séu varin,“ skrifaði Selenskíj síðar á samfélagsmiðlinum X. Scranton, Pennsylvania. I visited a plant that manufactures 155 mm artillery shells. Now, for our warriors who are defending not only our country, not only Ukraine, the plant will be ramping up production.I began my visit to the United States by expressing my gratitude to all… pic.twitter.com/OXnvqHclkM— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) September 22, 2024 AP-fréttastofan segir að Úkraínumenn hafi skotið svo mörgum sprengikúlum á tímabili og byrjað var að ganga verulega á birgðir Bandaríkjamanna sem óttuðust að þær dygðu ekki Bandaríkjaher í neyð. Því var gripið til aðgerða til þess að auka framleiðsluna og ræsa gamlar verksmiðjur. Það skapar störf á stöðum eins og Scranton. Nokkrir heimamenn af austurevrópskum uppuna fögnuðu Selenskíj með úkraínskum fánum fyrir utan verksmiðjuna.AP/Laurence Kesterson Heimsókn Selenskíj vekur ekki síst athygli vegna þess hversu mikilvæg Pennsylvaníu er í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í nóvember. Úrslitin þar gætu hæglega ráðið því hvort þeirra Kamölu Harris eða Donald Trump verður forseti. Afar mjótt er á munum á milli þeirra í Pennsylvaníu en Harris mælist með naumt forskot. Stjórn Joes Biden, þar sem Harris er varaforseti, hefur stutt einarðlega við bakið á Úkraínumönnum í vörn þeirra gegn innrás Rússa. Trump og Repúblikanaflokkurinn hefur aftur á móti ítrekað lýst yfir efasemdum um áframhaldandi stuðning við stjórn Selenskíj.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira