Gummi Emil feginn að ekki fór verr eftir misheppnaðan sveppatúr Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. september 2024 10:21 Gummi Emil segir mikla mildi að ekki fór verr og þakkar lögreglu og heilbrigðisstarfsfólki. Vísir Guðmundur Emil Jóhannsson, einkaþjálfari og áhrifavaldur, hefur stigið fram og greint frá því að hann sé maðurinn sem var handtekinn á Suðurlandsvegi í gær, þar sem hann gekk nakinn í veg fyrir bíla. Í færslu á Instagram segist Guðmundur, oftast þekktur sem Gummi Emil, sjá sér þann kost vænstan að upplýsa almenning um það sem gerðist í gær. Hann hafi ákveðið að fara í svokallaðan „sveppatúr“ ásamt tveimur öðrum. „Þetta átti að standa frá ca 8:00 um morgun til kl 14:00. Þetta gera menn og konur til að leita innávið og hefur oft á tíðum skilað góðum árangri,“ skrifar Guðmundur. View this post on Instagram A post shared by Guðmundur Emil Hercules Jóhannsson (@gummiemil) Í þessum aðstæðum sé nauðsynlegt að fólk sé undir eftirliti einhverra sem séu alsgáðir og vel með á nótunum. „Það varð ekki raunin á þessum örlagaríka sunnudegi og það sem gerðist frá því ég tek þessa sveppi og ég ranka við mér á bráðadeild Landspítalans er mér nánast hulið. Það sem ég veit eftirá er að lögreglan bjargar mér af Suðurlandsvegi þar sem ég geng alsnakinn eftir miðjum veginum,“ skrifar Guðmundur. Þakklátur lögreglu og heilbrigðisstarfsfólki Hann segir mikla mildi að ekki fór verr fyrir honum eða öðrum. Hann sé þakklátur löggæslu og starfsfólki bráðamóttöku fyrir hjálp þeirra. „Það er nokkuð ljóst að ekki verður farið í svona meðferð á næstunni og verður að brýna fyrir fólki að takast ekki á við ferðalag sem þetta nema með fagaðilum sem kunna til verka því í þetta sinn er það alger guðsmildi að ekki fór verr.“ Hann bætir við að auðvitað sé best að anda djúpt að sér góða loftinu hér á Íslandi, og láta þar staðar numið, auk þess sem hann þakkar skilning fólks. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Gekk nakinn í veg fyrir bíla á Suðurlandsvegi Maður sem gekk nakinn eftir Suðurlandsvegi milli Rauðhóla og afleggjarans að Hólmsheiði var fluttur af lögreglu á bráðamóttökuna vegna andlegs ástands. 22. september 2024 15:20 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Sjá meira
Í færslu á Instagram segist Guðmundur, oftast þekktur sem Gummi Emil, sjá sér þann kost vænstan að upplýsa almenning um það sem gerðist í gær. Hann hafi ákveðið að fara í svokallaðan „sveppatúr“ ásamt tveimur öðrum. „Þetta átti að standa frá ca 8:00 um morgun til kl 14:00. Þetta gera menn og konur til að leita innávið og hefur oft á tíðum skilað góðum árangri,“ skrifar Guðmundur. View this post on Instagram A post shared by Guðmundur Emil Hercules Jóhannsson (@gummiemil) Í þessum aðstæðum sé nauðsynlegt að fólk sé undir eftirliti einhverra sem séu alsgáðir og vel með á nótunum. „Það varð ekki raunin á þessum örlagaríka sunnudegi og það sem gerðist frá því ég tek þessa sveppi og ég ranka við mér á bráðadeild Landspítalans er mér nánast hulið. Það sem ég veit eftirá er að lögreglan bjargar mér af Suðurlandsvegi þar sem ég geng alsnakinn eftir miðjum veginum,“ skrifar Guðmundur. Þakklátur lögreglu og heilbrigðisstarfsfólki Hann segir mikla mildi að ekki fór verr fyrir honum eða öðrum. Hann sé þakklátur löggæslu og starfsfólki bráðamóttöku fyrir hjálp þeirra. „Það er nokkuð ljóst að ekki verður farið í svona meðferð á næstunni og verður að brýna fyrir fólki að takast ekki á við ferðalag sem þetta nema með fagaðilum sem kunna til verka því í þetta sinn er það alger guðsmildi að ekki fór verr.“ Hann bætir við að auðvitað sé best að anda djúpt að sér góða loftinu hér á Íslandi, og láta þar staðar numið, auk þess sem hann þakkar skilning fólks.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Gekk nakinn í veg fyrir bíla á Suðurlandsvegi Maður sem gekk nakinn eftir Suðurlandsvegi milli Rauðhóla og afleggjarans að Hólmsheiði var fluttur af lögreglu á bráðamóttökuna vegna andlegs ástands. 22. september 2024 15:20 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Sjá meira
Gekk nakinn í veg fyrir bíla á Suðurlandsvegi Maður sem gekk nakinn eftir Suðurlandsvegi milli Rauðhóla og afleggjarans að Hólmsheiði var fluttur af lögreglu á bráðamóttökuna vegna andlegs ástands. 22. september 2024 15:20