Að hætta að vera vandræðaleg í nýrri vinnu Rakel Sveinsdóttir skrifar 27. september 2024 07:00 Það er gaman að byrja í nýrri vinnu. En oft finnst okkur við hálf vandræðaleg fyrstu dagana og vikurnar. Sem er auðvitað eðlilegt. En þá er líka gott að hafa nokkur góð ráð í handraðanum. Vísir/Getty Já við þekkjum þetta öll: Byrjum í nýrri vinnu. Erum rosa spennt. Vitum að fyrstu vikurnar og mánuðirnir fara í að læra. Og kynnast fólkinu. Og já…. líka að vera svolítið feimin. Því þetta eru vikurnar þar sem við segjum minna en hlustum meira. Sama hvað síðar verður. Þegar við erum almennilega búin að koma okkur fyrir á þessum nýja og spennandi stað. Það eru nokkur góð ráð sem virka alltaf. Þótt þau séu stundum út fyrir þægindarammann. Til dæmis að reyna að vera dugleg að biðja samstarfsfólk um aðstoð og spyrja spurninga. Það bæði eflir okkur í nýjum verkefnum en er líka tækifæri til að kynnast fólkinu. Við föllum oft í þá gryfju að vera rosa upptekin í hádeginu fyrstu vikurnar. Förum út og borðum annars staðar. Jafnvel bara rúntum og kaupum okkur pylsu í lúgusjoppu. Til að yfirstíga feimnina og vandræðaganginn sem fyrst er samt betra að stíga skrefið og spyrja samstarfsfólkið: Hvar ætlið þið að borða í hádeginu? Er í lagi að ég komi líka….?Þótt það hljómi vandræðalega. Þrjú ágætis ráð eru síðan nefnd í umfjöllun FastCompany sem hægt er að styðjast við: 1. Að tala við vin Oft finnst okkur eins og allir séu svolítið að mæla okkur út og meta í nýju vinnunni. Staðreyndin er hins vegar sú að við erum oft ekki dómbær á eigin aðstæður. Þá er gott að ræða hlutina aðeins við vin, sem auðvitað getur líka verið makinn. Samtal við góðan vin fær okkur oft til að sjá hlutina í réttari ljósi. 2. Sættu þig við aðstæður Þetta á sérstaklega við um fólk sem er að klífa upp metorðastigann og er komið í nýja stjórnendastöðu. Fylgifiskurinn er oftar en ekki sá að þegar svo er, finnst fólki það hafa meira leyfi til að meta þig og mæla í bak og fyrir. Hvort þú valdir starfinu, kunnir eitthvað og svo framvegis. Horfðu á þetta sem tímabundna stöðu, samhliða því að láta verkin tala. 3. Hvað er það versta sem getur gerst? Þegar þú ert að upplifa augnablik þar sem þig kannski langar til að kasta einhverju inn í hópumræðuna, eða jafnvel að slá á létta strengi og svo framvegis, en finnur að þú bakkar og ert við það að hætta við er ágætt að hugsa með okkur: Hvað er það versta sem getur gerst? Því þótt við yrðum svolítið rjóð í kinnum eða fólk veltist ekki um af hlátri yfir brandaranum, þá eru allar líkur á því að í stóru myndinni væri það bara jákvætt fyrir þig að þora…. Góðu ráðin Tengdar fréttir Góð ráð gegn mánudagsvinnukvíðanum Þótt við séum ánægð í vinnunni okkar kannast margir við að finna fyrir kvíða þegar líður á helgarfríið, hnútur sem stækkar á sunnudagskvöldum og er ekki enn farinn þegar að við mætum til vinnu á mánudagsmorgni. 31. janúar 2022 07:01 Þrjú snilldarráð fyrir góð samskipti Góð samskipti eru alltaf lykilatriði. Hvort heldur sem er í leik eða starfi. Við viljum öll standa okkur sem best í góðum samskiptum en eigum það mögulega til að gleyma okkur. 12. janúar 2024 07:00 Andfúli vinnufélaginn og góð ráð Við erum andfúl á morgnana þegar að við vöknum en sem betur fer er það frá um leið og við höfum burstað tennurnar. Og þó. 19. ágúst 2022 07:01 Góð ráð fyrir lata starfsmenn Við eigum okkur öll okkar daga. Já, svona leti-daga. Mætum til vinnu og erum hálf löt allan daginn. Komum litlu í verk. Eigum erfitt með að einbeita okkur. Erum þreytt. Eða með hugann annars staðar. Sem betur fer, eru leti-dagarnir ekki viðvarandi. Daginn eftir mætum við til vinnu á ný, galvösk og brettum upp ermar. 12. júlí 2021 07:01 Starfsframinn: Góð ráð fyrir atvinnuviðtalið Inga Steinunn Arnardóttir ráðgjafi hjá Hagvangi fer hér yfir nokkur góð ráð fyrir fólk sem er að fara í atvinnuviðtal. Hún ráðleggur fólki að fara úr yfirhöfninni, þiggja vatnsglasið, vera íhaldssamt í klæðnaði, jákvætt og vel undirbúið. 2. mars 2020 09:00 Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Og já…. líka að vera svolítið feimin. Því þetta eru vikurnar þar sem við segjum minna en hlustum meira. Sama hvað síðar verður. Þegar við erum almennilega búin að koma okkur fyrir á þessum nýja og spennandi stað. Það eru nokkur góð ráð sem virka alltaf. Þótt þau séu stundum út fyrir þægindarammann. Til dæmis að reyna að vera dugleg að biðja samstarfsfólk um aðstoð og spyrja spurninga. Það bæði eflir okkur í nýjum verkefnum en er líka tækifæri til að kynnast fólkinu. Við föllum oft í þá gryfju að vera rosa upptekin í hádeginu fyrstu vikurnar. Förum út og borðum annars staðar. Jafnvel bara rúntum og kaupum okkur pylsu í lúgusjoppu. Til að yfirstíga feimnina og vandræðaganginn sem fyrst er samt betra að stíga skrefið og spyrja samstarfsfólkið: Hvar ætlið þið að borða í hádeginu? Er í lagi að ég komi líka….?Þótt það hljómi vandræðalega. Þrjú ágætis ráð eru síðan nefnd í umfjöllun FastCompany sem hægt er að styðjast við: 1. Að tala við vin Oft finnst okkur eins og allir séu svolítið að mæla okkur út og meta í nýju vinnunni. Staðreyndin er hins vegar sú að við erum oft ekki dómbær á eigin aðstæður. Þá er gott að ræða hlutina aðeins við vin, sem auðvitað getur líka verið makinn. Samtal við góðan vin fær okkur oft til að sjá hlutina í réttari ljósi. 2. Sættu þig við aðstæður Þetta á sérstaklega við um fólk sem er að klífa upp metorðastigann og er komið í nýja stjórnendastöðu. Fylgifiskurinn er oftar en ekki sá að þegar svo er, finnst fólki það hafa meira leyfi til að meta þig og mæla í bak og fyrir. Hvort þú valdir starfinu, kunnir eitthvað og svo framvegis. Horfðu á þetta sem tímabundna stöðu, samhliða því að láta verkin tala. 3. Hvað er það versta sem getur gerst? Þegar þú ert að upplifa augnablik þar sem þig kannski langar til að kasta einhverju inn í hópumræðuna, eða jafnvel að slá á létta strengi og svo framvegis, en finnur að þú bakkar og ert við það að hætta við er ágætt að hugsa með okkur: Hvað er það versta sem getur gerst? Því þótt við yrðum svolítið rjóð í kinnum eða fólk veltist ekki um af hlátri yfir brandaranum, þá eru allar líkur á því að í stóru myndinni væri það bara jákvætt fyrir þig að þora….
Góðu ráðin Tengdar fréttir Góð ráð gegn mánudagsvinnukvíðanum Þótt við séum ánægð í vinnunni okkar kannast margir við að finna fyrir kvíða þegar líður á helgarfríið, hnútur sem stækkar á sunnudagskvöldum og er ekki enn farinn þegar að við mætum til vinnu á mánudagsmorgni. 31. janúar 2022 07:01 Þrjú snilldarráð fyrir góð samskipti Góð samskipti eru alltaf lykilatriði. Hvort heldur sem er í leik eða starfi. Við viljum öll standa okkur sem best í góðum samskiptum en eigum það mögulega til að gleyma okkur. 12. janúar 2024 07:00 Andfúli vinnufélaginn og góð ráð Við erum andfúl á morgnana þegar að við vöknum en sem betur fer er það frá um leið og við höfum burstað tennurnar. Og þó. 19. ágúst 2022 07:01 Góð ráð fyrir lata starfsmenn Við eigum okkur öll okkar daga. Já, svona leti-daga. Mætum til vinnu og erum hálf löt allan daginn. Komum litlu í verk. Eigum erfitt með að einbeita okkur. Erum þreytt. Eða með hugann annars staðar. Sem betur fer, eru leti-dagarnir ekki viðvarandi. Daginn eftir mætum við til vinnu á ný, galvösk og brettum upp ermar. 12. júlí 2021 07:01 Starfsframinn: Góð ráð fyrir atvinnuviðtalið Inga Steinunn Arnardóttir ráðgjafi hjá Hagvangi fer hér yfir nokkur góð ráð fyrir fólk sem er að fara í atvinnuviðtal. Hún ráðleggur fólki að fara úr yfirhöfninni, þiggja vatnsglasið, vera íhaldssamt í klæðnaði, jákvætt og vel undirbúið. 2. mars 2020 09:00 Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Góð ráð gegn mánudagsvinnukvíðanum Þótt við séum ánægð í vinnunni okkar kannast margir við að finna fyrir kvíða þegar líður á helgarfríið, hnútur sem stækkar á sunnudagskvöldum og er ekki enn farinn þegar að við mætum til vinnu á mánudagsmorgni. 31. janúar 2022 07:01
Þrjú snilldarráð fyrir góð samskipti Góð samskipti eru alltaf lykilatriði. Hvort heldur sem er í leik eða starfi. Við viljum öll standa okkur sem best í góðum samskiptum en eigum það mögulega til að gleyma okkur. 12. janúar 2024 07:00
Andfúli vinnufélaginn og góð ráð Við erum andfúl á morgnana þegar að við vöknum en sem betur fer er það frá um leið og við höfum burstað tennurnar. Og þó. 19. ágúst 2022 07:01
Góð ráð fyrir lata starfsmenn Við eigum okkur öll okkar daga. Já, svona leti-daga. Mætum til vinnu og erum hálf löt allan daginn. Komum litlu í verk. Eigum erfitt með að einbeita okkur. Erum þreytt. Eða með hugann annars staðar. Sem betur fer, eru leti-dagarnir ekki viðvarandi. Daginn eftir mætum við til vinnu á ný, galvösk og brettum upp ermar. 12. júlí 2021 07:01
Starfsframinn: Góð ráð fyrir atvinnuviðtalið Inga Steinunn Arnardóttir ráðgjafi hjá Hagvangi fer hér yfir nokkur góð ráð fyrir fólk sem er að fara í atvinnuviðtal. Hún ráðleggur fólki að fara úr yfirhöfninni, þiggja vatnsglasið, vera íhaldssamt í klæðnaði, jákvætt og vel undirbúið. 2. mars 2020 09:00