Erlent

Ætlaði sér að ráða Trump af dögum

Kjartan Kjartansson skrifar
Ryan Routh virðist stuðningsmaður Repúblikanaflokksins en andsnúinn Trump. Hann á langan sakaferil að baki og reyndi árangurslaust að komast í úkraínska herinn.
Ryan Routh virðist stuðningsmaður Repúblikanaflokksins en andsnúinn Trump. Hann á langan sakaferil að baki og reyndi árangurslaust að komast í úkraínska herinn. AP/Hédi Aouidj

Karlmaður sem var handtekinn við golfvöll Donalds Trump fyrr í þessum mánuði skrifaði skilaboð til vinar síns um að hann ætlaði sér að myrða fyrrverandi forsetann. Þá hélt hann lista yfir viðburði þar sem Trump yrði viðstaddur.

Ryan Routh var handtekinn eftir leyniþjónustumenn sáu hann beina byssu innan úr runna á golfvelli Trump í Virginíu á sunnudag fyrir rúmri viku. Leyniþjónustumenn skutu á Routh sem tók til fótanna. Hann náði ekki að hleypa af byssu sinni. Routh á yfir höfði sér vopnalagabrot en hann gæti enn verið ákærður fyrir morðtilræði.

Saksóknarar lögðu fram frekari sönnunargögn gegn Routh sem gætu styrkt frekari ákærur fyrir dómi í dag. Á meðal þeirra var bréf sem Routh skildi eftir hjá vini sínum einhverjum mánuðum áður. Vinurinn opnaði bréfið ekki fyrr en eftir að Routh var handtekinn. Í því hafði Routh skrifað að hann ætlaði sér að drepa Trump.

„Kæri heimur, þetta var morðtilræði við Trump en ég brást þér. Ég reyndi mitt besta og gafa því allt sem ég gat,“ skrifaði Routh og hét þeim sem kláraði verkið fúlgum fjár.

Þá kom í ljós að Routh hélt handskrifaða skrá með dagsetningum og stöðum þar sem Trump ætti að koma fram, að sögn AP-fréttastofunnar.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×