Móðir ákærð fyrir stórfellda líkamsárás Lovísa Arnardóttir skrifar 24. september 2024 21:53 Framkvæma þurfti aðgerðina aftur á Sjúkrahúsinu á Akureyri eftir að það byrjaði að blæða úr skurðsárinu. Vísir/Vilhelm Móðir um fjögurra ára drengs hefur verið ákærð fyrir stórfellda líkamsárás og heimilisofbeldi fyrir að láta umskera son sinn í heimahúsi sinn fyrir tveimur árum. Þá var drengurinn um 17 mánaða gamall. Héraðssaksóknari staðfestir að ákæra hafi verið gefin út. Hann segir líklegt að þinghald verði lokað í málinu. Greint var frá málinu á vef RÚV í gær en þar segir að umskurðurinn hafi verið gerður af trúar- eða menningarlegum ástæðum. Umskurður drengja er ekki bannaður með lögum á Íslandi en fram kemur í frétt RÚV að barnið hafi eftir aðgerðina verið flutt á Sjúkrahúsið á Akureyri stuttu síðar að beiðni barnaverndaryfirvalda í bænum. Þar þurfti að framkvæma aðra aðgerð á barninu vegna blæðingar í skurðsárinu. Í frétt RÚV kemur fram að kona hafi ferðast frá Ítalíu til Akureyrar til að framkvæma aðgerðina. Konan sé frá Gana. Umdeilt mál Umskurður drengja hefur verið nokkuð umdeildur hér á landi. Árið 2018 lagði Silja Dögg Gunnarsdóttir, þáverandi þingmaður Framsóknarflokksins, fram frumvarp ásamt átta öðrum þingmönnum, þar sem lagt var til að umskurður barna yrði alfarið bannaður. Frumvarpið vakti gríðarlega athygli hér á landi sem og erlendis, en náði að endingu ekki fram að ganga. Á vef Umboðsmanns barna segir að slíkar aðgerðir á drengjum séu ekki bannaðar en að í hegningarlögum sé að finna ákvæði sem banni umskurð á stúlkum. Í áliti og yfirlýsingu embættisins frá árinu 2013 kom þó fram að umboðsmaður teldi umskurð brjóta gegn grundvallarréttindum drengja. Eðlilegt væri að drengir sem vilji láta gera það af trúar- eða menningarlegum ástæðum tækju ákvörðun um það sjálfir þegar þeir hafi þroska og aldur til að skilja hvað felist í slíkri aðgerð. Heilbrigðismál Akureyri Gana Tengdar fréttir Fagnar umræðu um kynfæralimlestingar barna Silja Dögg Gunnarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, fagnar nýrri skýrslu heilbrigðisráðherra um ofbeldi gegn börnum, sem tók kynfæralimlestingar á börnum meðal annars til umfjöllunar. Silja lagði fram frumvarp árið 2018 þar sem banna átti umskurð á drengjum, sem náði ekki fram að ganga. 9. júlí 2024 20:48 Mikilvægt að heilbrigðiskerfið sé búið undir kynfæralimlestingar á börnum Það er mikilvægt að heilbrigðiskerfið sé undirbúið fyrir fjölgun á limlestingum á kynfærum barna. Það er á meðal þess sem kemur fram í skýrslu starfshóps sem Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra fól að móta framtíðarsýn í heilbrigðisþjónustu fyrir börn sem eru þolendur ofbeldis. 9. júlí 2024 13:57 Umskurðarfrumvarp ekki fyrir þingið Frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um breytingar á hegningarlögum með það að markmiði að banna umskurð drengja nema læknisfræðileg rök liggi að baki, verður ekki lagt fram á þessu þingi óbreytt. 12. janúar 2019 07:45 Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Sjá meira
Greint var frá málinu á vef RÚV í gær en þar segir að umskurðurinn hafi verið gerður af trúar- eða menningarlegum ástæðum. Umskurður drengja er ekki bannaður með lögum á Íslandi en fram kemur í frétt RÚV að barnið hafi eftir aðgerðina verið flutt á Sjúkrahúsið á Akureyri stuttu síðar að beiðni barnaverndaryfirvalda í bænum. Þar þurfti að framkvæma aðra aðgerð á barninu vegna blæðingar í skurðsárinu. Í frétt RÚV kemur fram að kona hafi ferðast frá Ítalíu til Akureyrar til að framkvæma aðgerðina. Konan sé frá Gana. Umdeilt mál Umskurður drengja hefur verið nokkuð umdeildur hér á landi. Árið 2018 lagði Silja Dögg Gunnarsdóttir, þáverandi þingmaður Framsóknarflokksins, fram frumvarp ásamt átta öðrum þingmönnum, þar sem lagt var til að umskurður barna yrði alfarið bannaður. Frumvarpið vakti gríðarlega athygli hér á landi sem og erlendis, en náði að endingu ekki fram að ganga. Á vef Umboðsmanns barna segir að slíkar aðgerðir á drengjum séu ekki bannaðar en að í hegningarlögum sé að finna ákvæði sem banni umskurð á stúlkum. Í áliti og yfirlýsingu embættisins frá árinu 2013 kom þó fram að umboðsmaður teldi umskurð brjóta gegn grundvallarréttindum drengja. Eðlilegt væri að drengir sem vilji láta gera það af trúar- eða menningarlegum ástæðum tækju ákvörðun um það sjálfir þegar þeir hafi þroska og aldur til að skilja hvað felist í slíkri aðgerð.
Heilbrigðismál Akureyri Gana Tengdar fréttir Fagnar umræðu um kynfæralimlestingar barna Silja Dögg Gunnarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, fagnar nýrri skýrslu heilbrigðisráðherra um ofbeldi gegn börnum, sem tók kynfæralimlestingar á börnum meðal annars til umfjöllunar. Silja lagði fram frumvarp árið 2018 þar sem banna átti umskurð á drengjum, sem náði ekki fram að ganga. 9. júlí 2024 20:48 Mikilvægt að heilbrigðiskerfið sé búið undir kynfæralimlestingar á börnum Það er mikilvægt að heilbrigðiskerfið sé undirbúið fyrir fjölgun á limlestingum á kynfærum barna. Það er á meðal þess sem kemur fram í skýrslu starfshóps sem Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra fól að móta framtíðarsýn í heilbrigðisþjónustu fyrir börn sem eru þolendur ofbeldis. 9. júlí 2024 13:57 Umskurðarfrumvarp ekki fyrir þingið Frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um breytingar á hegningarlögum með það að markmiði að banna umskurð drengja nema læknisfræðileg rök liggi að baki, verður ekki lagt fram á þessu þingi óbreytt. 12. janúar 2019 07:45 Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Sjá meira
Fagnar umræðu um kynfæralimlestingar barna Silja Dögg Gunnarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, fagnar nýrri skýrslu heilbrigðisráðherra um ofbeldi gegn börnum, sem tók kynfæralimlestingar á börnum meðal annars til umfjöllunar. Silja lagði fram frumvarp árið 2018 þar sem banna átti umskurð á drengjum, sem náði ekki fram að ganga. 9. júlí 2024 20:48
Mikilvægt að heilbrigðiskerfið sé búið undir kynfæralimlestingar á börnum Það er mikilvægt að heilbrigðiskerfið sé undirbúið fyrir fjölgun á limlestingum á kynfærum barna. Það er á meðal þess sem kemur fram í skýrslu starfshóps sem Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra fól að móta framtíðarsýn í heilbrigðisþjónustu fyrir börn sem eru þolendur ofbeldis. 9. júlí 2024 13:57
Umskurðarfrumvarp ekki fyrir þingið Frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um breytingar á hegningarlögum með það að markmiði að banna umskurð drengja nema læknisfræðileg rök liggi að baki, verður ekki lagt fram á þessu þingi óbreytt. 12. janúar 2019 07:45