„Sterk Úkraína mun neyða Pútín að samningaborðinu“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. september 2024 06:57 Selenskí hefur meðal annars heimsótt vopnaverksmiðjur í Bandaríkjunum. AP/Bandaríkjaher „Ég tel okkur vera nærri friði en menn halda... Við erum nærri endalokum stríðsins,“ sagði Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, í samtali við Good Morning America. Selenskí er nú í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum, meðal annars til að efla stuðning við Úkraínu og freista þess að fá ráðamenn til að samþykkja notkun langdrægra vopna gegn skotmörkum í Rússlandi. Hann mun verða viðstaddur nokkra fundi á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, auk þess að leggja fram „áætlun til sigurs“ fyrir Joe Biden Bandaríkjaforseta og forsetaefnin Kamölu Harris og Donald Trump. Í viðtalinu við Good Morning America, sem sýnt verður í dag, sagði Selenskí meðal annars að Vladimir Pútín Rússlandsforseti væri uggandi vegna innrásar Úkraínumanna í Kursk, þar sem herinn hefði tekið yfir meira en þúsund ferkílómetra svæði. Watch the full interview TOMORROW only on @GMA. https://t.co/y8q4DRPDDH— Good Morning America (@GMA) September 24, 2024 Selenskí sagði á Telegram að Bandaríkin hefðu gengt „úrslitahlutverki“ í því að standa vörð um frelsi um heim allan og lofaði bandaríska þingið og bæði Demókrataflokkinn og Repúblikanaflokkinn fyrir stuðning sinn við þann málstað. „Sterk Úkraína mun neyða Pútín að samningaborðinu,“ sagði Selenskí í viðtali við The New Yorker. „Ég er sannfærður um það.“ Hann gæti ekki hugsað þá hugsun til enda að njóta ekki stuðnings Bandaríkjamanna. Repúblikanaflokkurinn er klofinn í afstöðu sinni varðandi stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu og í gær gerði Trump, forsetaefni flokksins, því skóna að Selenskí vildi að Harris ynni í kosningunum í febrúar. „Mér finnst Selenskí magnaðasti sölumaður sögunnar. Í hvert sinn sem hann kemur til landsins gengur hann á brott með 60 milljarða dollara,“ sagði Trump á kosningafundi í Pennsylvaníu. „Hann vill svo mikið að [Demókratar] sigri í kosningunum.“ Trump hefur ítrekað hreykt sér af því að geta bundið enda á stíðið í Úkraínu komist hann aftur í Hvíta húsið. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Sjá meira
Selenskí er nú í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum, meðal annars til að efla stuðning við Úkraínu og freista þess að fá ráðamenn til að samþykkja notkun langdrægra vopna gegn skotmörkum í Rússlandi. Hann mun verða viðstaddur nokkra fundi á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, auk þess að leggja fram „áætlun til sigurs“ fyrir Joe Biden Bandaríkjaforseta og forsetaefnin Kamölu Harris og Donald Trump. Í viðtalinu við Good Morning America, sem sýnt verður í dag, sagði Selenskí meðal annars að Vladimir Pútín Rússlandsforseti væri uggandi vegna innrásar Úkraínumanna í Kursk, þar sem herinn hefði tekið yfir meira en þúsund ferkílómetra svæði. Watch the full interview TOMORROW only on @GMA. https://t.co/y8q4DRPDDH— Good Morning America (@GMA) September 24, 2024 Selenskí sagði á Telegram að Bandaríkin hefðu gengt „úrslitahlutverki“ í því að standa vörð um frelsi um heim allan og lofaði bandaríska þingið og bæði Demókrataflokkinn og Repúblikanaflokkinn fyrir stuðning sinn við þann málstað. „Sterk Úkraína mun neyða Pútín að samningaborðinu,“ sagði Selenskí í viðtali við The New Yorker. „Ég er sannfærður um það.“ Hann gæti ekki hugsað þá hugsun til enda að njóta ekki stuðnings Bandaríkjamanna. Repúblikanaflokkurinn er klofinn í afstöðu sinni varðandi stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu og í gær gerði Trump, forsetaefni flokksins, því skóna að Selenskí vildi að Harris ynni í kosningunum í febrúar. „Mér finnst Selenskí magnaðasti sölumaður sögunnar. Í hvert sinn sem hann kemur til landsins gengur hann á brott með 60 milljarða dollara,“ sagði Trump á kosningafundi í Pennsylvaníu. „Hann vill svo mikið að [Demókratar] sigri í kosningunum.“ Trump hefur ítrekað hreykt sér af því að geta bundið enda á stíðið í Úkraínu komist hann aftur í Hvíta húsið.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Sjá meira