Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi.
Sigurður Fannar hefur sætt gæsluvarðhaldi frá sunnudagskvöldinu 15. september, eftir að hann hringdi í lögreglu og tilkynnti að hann hefði ráðið dóttur sinni bana. Hann var handtekinn við Krýsuvíkurveg og lík dóttur hans fannst skammt frá.
Að öðru leyti gefur Grímur lítið upp um gang rannsóknar málsins. Rannsóknin sé komin í venjubundinn farveg og gangi ágætlega.
Hann segir ekkert hægt að segja til um efni myndefnis sem lögreglunni hefur borist eftir að kallað var eftir myndefni af Krýsuvíkurvegi frá almenningi. Verið sé að fara yfir myndefnið og athuga hvort í því leynist vísbendingar.