Öldrunarþjónustan – tækifæri og áskoranir Sandra B. Franks skrifar 24. september 2024 13:01 Íslenskt samfélag stendur frammi fyrir vaxandi þörf fyrir öldrunarþjónustu. Með hækkandi aldri þjóðarinnar er brýnt að tryggja öldruðum vandaða, virðulega og skilvirka þjónustu. Umönnun aldraðra nær yfir fjölþætta þjónustu sem tekur mið af líkamlegum, andlegum og félagslegum þörfum þeirra. Þetta kallar á nýsköpun, aukna fagþekkingu og betri nýtingu á tækni. Þrátt fyrir marga styrkleika innan kerfisins, er ljóst að veikleikar eru til staðar sem þarf að vinna bug á. Með aukinni samhæfingu, fjármögnun og fjölbreytni í þjónustunni er hægt að bæta gæði hennar verulega. Lykilhlutverk í þessari framtíðaruppbyggingu leika sjúkraliðar, - og sjúkraliðar með diplómapróf, sem búa yfir sérhæfðri þekkingu sem nauðsynlegt er að nýta betur í öldrunarþjónustunni. Mannaflaskortur Mannaflaskortur er eitt af stærstu vandamálum sem öldrunarþjónustan stendur frammi fyrir í dag. Með vaxandi fjölda aldraðra eykst þörfin fyrir fagmenntað starfsfólk til að mæta auknum kröfum. Skortur á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum hefur leitt til verulegs álags á núverandi starfsfólk, sem getur haft neikvæð áhrif á gæði og umfang þjónustunnar. Álagið getur leitt til þess að brestur verður á þjónustunni sem aldraðir þurfa. Nýlegar kannanir og rannsóknir hafa sýnt að langvarandi skortur á starfsfólki eykur líkur á kulnun í starfi, sem eykur vanda heilbrigðisþjónustunnar enn frekar og þá öldrunarþjónustuna sérstaklega. Aðgengi að öldrunarþjónustu er einn af lykilþáttum sem tryggir velferð aldraðra. Til þess að þessi þjónusta nýtist sem best þarf dagþjónusta, hjúkrunarheimili og önnur úrræði að vera bæði aðgengileg og vel samhæfð. Eitt stærsta vandamálið í þessu samhengi eru langir biðlistar á hjúkrunarheimili, sem oft veldur því að þjónustan kemur of seint til þeirra sem þurfa á henni að halda. Það getur verið erfitt fyrir þann aldraða og aðstandendur, að bíða eftir viðeigandi úrræðum á meðan heilsa þeirra versnar. Samhæfing milli stofnana, ríkis og sveitarfélaga er nauðsynleg til að leysa úr þessum vanda og tryggja að aldraðir fái viðeigandi þjónustu á réttum tíma. Tækninýjungar bjóða upp á tækifæri til framfara í öldrunarþjónustu, þar sem þær geta bætt samskipti, aukið skilvirkni og létt á álagi heilbrigðisstarfsfólks. Snjalltækni, stafrænar lausnir og sjálfvirknivædd heilbrigðiskerfi geta haft stórkostleg áhrif á þjónustu við aldraða. Með því að nýta tæknina betur, t.d. í formi rafrænna samskiptaforrita eins og Heilsuveru, getur verið auðveldara að samræma þjónustu, fylgjast með heilsufari aldraðra og bregðast hraðar við þegar þörf krefur. Þessar tæknilausnir geta einnig létt á álagi starfsfólks og gert þeim betur kleift að einbeita sér að hjúkrun og umönnun skjólstæðinga, frekar en pappírsvinnu. Með réttri innleiðingu tækni og aukinni fjárfestingu í þessari þróun er hægt að bæta lífsgæði aldraðra og um leið auka afköst og gæði þjónustunnar. Stefna og fjármögnun Til að tryggja samfellu og skilvirkni í öldrunarþjónustu er nauðsynlegt að auka samhæfingu milli þjónustuaðila, ríkis, sveitarfélaga og einkageirans. Skortur á samræmdri stefnu hefur valdið því að aldraðir falla oft á milli kerfa og fá ekki þá þjónustu sem þeir þurfa á réttum tíma. Til að leysa úr þessu þarf að móta heildstæða stefnu sem tryggir samþættingu ólíkra þjónustuleiða og setur þarfir aldraðra í forgang. Slík stefna ætti að tryggja einstaklingsmiðaða þjónustu og auðvelt aðgengi að henni, þar sem samskipti og upplýsingaflæði er markvisst og skýrt. Fjármögnun er hins vegar lykilatriði til að gera stefnu í öldrunarþjónustu að veruleika. Skortur á fjármagni hefur lengi staðið í vegi fyrir nauðsynlegum framförum. Til að fjölga fagmenntuðum starfsmönnum, bæta þjónustu og innleiða nýja tækni þarf aukna fjárfestingu bæði frá ríki og sveitarfélögum. Fjárfesting í öldrunarþjónustu er ekki aðeins nauðsynleg fyrir nútíðina, heldur fjárfesting í framtíðina, þar sem öldruðum fjölgar stöðugt og þarfir þeirra verða umfangsmeiri á komandi árum. Sjúkraliðar með diplómapróf Til að bæta öldrunarþjónustuna er afar mikilvægt að tryggja sjúkraliðum með diplómapróf tryggar og öflugar stöður innan hennar. Diplómanám sjúkraliða er viðbótarnám sem bætir við grunnmenntun þeirra og undirbýr þá fyrir krefjandi hlutverk í umönnun aldraðra. Að loknu námi eru sjúkraliðar með diplómapróf í kjöraðstöðu til að taka á sig aukna ábyrgð og gegna lykilhlutverki í að bæta þjónustu við aldraða. Þeir búa yfir sérstakri þjálfun í samskiptum við aldraða og aðstandendur, sem eykur öryggi, vellíðan og lífsgæði skjólstæðinga. Þessi hæfni er ekki aðeins mikilvæg fyrir skjólstæðinga heldur einnig fyrir samstarfsfólk þeirra, þar sem sjúkraliðar með diplómapróf geta tekið á sig verkefni sem létta álagi af hjúkrunarfræðingum og öðrum heilbrigðisstarfsmönnum, sem leiðir til betri nýtingar mannafla í heilbrigðiskerfinu. Sérhæfð þekking sjúkraliða með diplómapróf spannar fjölbreyttar umönnunarþarfir aldraðra, svo sem lyfjagjöf, grunnhjúkrun og samskipti við skjólstæðinga og aðstandendur. Þessi dýrmæta sérþekking er auðlind sem þarf að nýta betur til að tryggja að aldraðir fái þá heildrænu og persónulegu umönnun sem þeir þurfa, bæði í heimahjúkrun og á hjúkrunarheimilum. Sjúkraliðar með diplómapróf eru einnig sérlega vel þjálfaðir til að nýta nýjustu tækni í starfi sínu. Með aukinni tækniþekkingu geta þeir fylgst betur með heilsufari skjólstæðinga, sinnt lyfjagjöf með meiri nákvæmni og stuðlað að skilvirkari samskiptum milli heilbrigðisstofnana. Með því að nýta hæfni sjúkraliða með diplómapróf til fulls er hægt að tryggja betri þjónustu, auka öryggi í umönnun aldraðra og skapa skilvirkara heilbrigðiskerfi til framtíðar. Með aukinni fjármögnun, samræmdri stefnu og nýsköpun í tækni og menntun er hægt að nýta þessa sérhæfðu þekkingu betur til að efla þjónustu við aldraða. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Heilbrigðismál Vinnumarkaður Eldri borgarar Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Sjá meira
Íslenskt samfélag stendur frammi fyrir vaxandi þörf fyrir öldrunarþjónustu. Með hækkandi aldri þjóðarinnar er brýnt að tryggja öldruðum vandaða, virðulega og skilvirka þjónustu. Umönnun aldraðra nær yfir fjölþætta þjónustu sem tekur mið af líkamlegum, andlegum og félagslegum þörfum þeirra. Þetta kallar á nýsköpun, aukna fagþekkingu og betri nýtingu á tækni. Þrátt fyrir marga styrkleika innan kerfisins, er ljóst að veikleikar eru til staðar sem þarf að vinna bug á. Með aukinni samhæfingu, fjármögnun og fjölbreytni í þjónustunni er hægt að bæta gæði hennar verulega. Lykilhlutverk í þessari framtíðaruppbyggingu leika sjúkraliðar, - og sjúkraliðar með diplómapróf, sem búa yfir sérhæfðri þekkingu sem nauðsynlegt er að nýta betur í öldrunarþjónustunni. Mannaflaskortur Mannaflaskortur er eitt af stærstu vandamálum sem öldrunarþjónustan stendur frammi fyrir í dag. Með vaxandi fjölda aldraðra eykst þörfin fyrir fagmenntað starfsfólk til að mæta auknum kröfum. Skortur á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum hefur leitt til verulegs álags á núverandi starfsfólk, sem getur haft neikvæð áhrif á gæði og umfang þjónustunnar. Álagið getur leitt til þess að brestur verður á þjónustunni sem aldraðir þurfa. Nýlegar kannanir og rannsóknir hafa sýnt að langvarandi skortur á starfsfólki eykur líkur á kulnun í starfi, sem eykur vanda heilbrigðisþjónustunnar enn frekar og þá öldrunarþjónustuna sérstaklega. Aðgengi að öldrunarþjónustu er einn af lykilþáttum sem tryggir velferð aldraðra. Til þess að þessi þjónusta nýtist sem best þarf dagþjónusta, hjúkrunarheimili og önnur úrræði að vera bæði aðgengileg og vel samhæfð. Eitt stærsta vandamálið í þessu samhengi eru langir biðlistar á hjúkrunarheimili, sem oft veldur því að þjónustan kemur of seint til þeirra sem þurfa á henni að halda. Það getur verið erfitt fyrir þann aldraða og aðstandendur, að bíða eftir viðeigandi úrræðum á meðan heilsa þeirra versnar. Samhæfing milli stofnana, ríkis og sveitarfélaga er nauðsynleg til að leysa úr þessum vanda og tryggja að aldraðir fái viðeigandi þjónustu á réttum tíma. Tækninýjungar bjóða upp á tækifæri til framfara í öldrunarþjónustu, þar sem þær geta bætt samskipti, aukið skilvirkni og létt á álagi heilbrigðisstarfsfólks. Snjalltækni, stafrænar lausnir og sjálfvirknivædd heilbrigðiskerfi geta haft stórkostleg áhrif á þjónustu við aldraða. Með því að nýta tæknina betur, t.d. í formi rafrænna samskiptaforrita eins og Heilsuveru, getur verið auðveldara að samræma þjónustu, fylgjast með heilsufari aldraðra og bregðast hraðar við þegar þörf krefur. Þessar tæknilausnir geta einnig létt á álagi starfsfólks og gert þeim betur kleift að einbeita sér að hjúkrun og umönnun skjólstæðinga, frekar en pappírsvinnu. Með réttri innleiðingu tækni og aukinni fjárfestingu í þessari þróun er hægt að bæta lífsgæði aldraðra og um leið auka afköst og gæði þjónustunnar. Stefna og fjármögnun Til að tryggja samfellu og skilvirkni í öldrunarþjónustu er nauðsynlegt að auka samhæfingu milli þjónustuaðila, ríkis, sveitarfélaga og einkageirans. Skortur á samræmdri stefnu hefur valdið því að aldraðir falla oft á milli kerfa og fá ekki þá þjónustu sem þeir þurfa á réttum tíma. Til að leysa úr þessu þarf að móta heildstæða stefnu sem tryggir samþættingu ólíkra þjónustuleiða og setur þarfir aldraðra í forgang. Slík stefna ætti að tryggja einstaklingsmiðaða þjónustu og auðvelt aðgengi að henni, þar sem samskipti og upplýsingaflæði er markvisst og skýrt. Fjármögnun er hins vegar lykilatriði til að gera stefnu í öldrunarþjónustu að veruleika. Skortur á fjármagni hefur lengi staðið í vegi fyrir nauðsynlegum framförum. Til að fjölga fagmenntuðum starfsmönnum, bæta þjónustu og innleiða nýja tækni þarf aukna fjárfestingu bæði frá ríki og sveitarfélögum. Fjárfesting í öldrunarþjónustu er ekki aðeins nauðsynleg fyrir nútíðina, heldur fjárfesting í framtíðina, þar sem öldruðum fjölgar stöðugt og þarfir þeirra verða umfangsmeiri á komandi árum. Sjúkraliðar með diplómapróf Til að bæta öldrunarþjónustuna er afar mikilvægt að tryggja sjúkraliðum með diplómapróf tryggar og öflugar stöður innan hennar. Diplómanám sjúkraliða er viðbótarnám sem bætir við grunnmenntun þeirra og undirbýr þá fyrir krefjandi hlutverk í umönnun aldraðra. Að loknu námi eru sjúkraliðar með diplómapróf í kjöraðstöðu til að taka á sig aukna ábyrgð og gegna lykilhlutverki í að bæta þjónustu við aldraða. Þeir búa yfir sérstakri þjálfun í samskiptum við aldraða og aðstandendur, sem eykur öryggi, vellíðan og lífsgæði skjólstæðinga. Þessi hæfni er ekki aðeins mikilvæg fyrir skjólstæðinga heldur einnig fyrir samstarfsfólk þeirra, þar sem sjúkraliðar með diplómapróf geta tekið á sig verkefni sem létta álagi af hjúkrunarfræðingum og öðrum heilbrigðisstarfsmönnum, sem leiðir til betri nýtingar mannafla í heilbrigðiskerfinu. Sérhæfð þekking sjúkraliða með diplómapróf spannar fjölbreyttar umönnunarþarfir aldraðra, svo sem lyfjagjöf, grunnhjúkrun og samskipti við skjólstæðinga og aðstandendur. Þessi dýrmæta sérþekking er auðlind sem þarf að nýta betur til að tryggja að aldraðir fái þá heildrænu og persónulegu umönnun sem þeir þurfa, bæði í heimahjúkrun og á hjúkrunarheimilum. Sjúkraliðar með diplómapróf eru einnig sérlega vel þjálfaðir til að nýta nýjustu tækni í starfi sínu. Með aukinni tækniþekkingu geta þeir fylgst betur með heilsufari skjólstæðinga, sinnt lyfjagjöf með meiri nákvæmni og stuðlað að skilvirkari samskiptum milli heilbrigðisstofnana. Með því að nýta hæfni sjúkraliða með diplómapróf til fulls er hægt að tryggja betri þjónustu, auka öryggi í umönnun aldraðra og skapa skilvirkara heilbrigðiskerfi til framtíðar. Með aukinni fjármögnun, samræmdri stefnu og nýsköpun í tækni og menntun er hægt að nýta þessa sérhæfðu þekkingu betur til að efla þjónustu við aldraða. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun