Tveir hafa játað sök í stóra fíkniefnamálinu sem fer ekki fet Jón Þór Stefánsson skrifar 24. september 2024 15:14 Einn sakborningurinn að mæta í dómsal 101 Héraðsdóms Reykjavíkur þegar málið var þingfest. Vísir/Vilhelm Aðalmeðferð umfangsmikils fíkniefnamáls, sem hefur verið kennt við skemmtiferðaskip en líka verið kallað stóra fíkniefnamálið, mun fara fram í sal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur dagana 28. október til 6. nóvember. Þetta segir Barbara Björnsdóttir, dómari málsins, í svari við fyrirspurn fréttastofu. Sakborningar málsins eru sextán að svo stöddu, en að sögn Barböru verða gerðar ráðstafanir til að allir rúmist í dómsalnum. Þinghaldinu verði síðan streymt í annan dómsal svo hægt verði að fylgjast með því. Úr átján yfir í sextán Í fyrstu voru sakborningarnir átján talsins. Þegar málið var þingfest í héraðsdómi í ágúst neituðu allir sem mættu sök, en þrír boðuðu forföll og fjórir tóku afstöðu til málsins í gegnum fjarfundarbúnað. Tveir þeirra hafa nú játað sök og þeirra þáttur verið klofinn frá málinu og verður dæmdur sérstaklega. Aðalmeðferð í Bankastræti Club-málinu svokallaða fór fram í veislusal í veitingahúsinu Gullhömrum í Grafarholti í Reykjavík í fyrra, en sakborningar þess máls voru 25 talsins. Nú liggur fyrir að sú leið verður ekki farin aftur í fíkniefnamálinu. Sakborningarnir voru í fyrstu átján talsins, en tveir hafa játað sök og mál þeirra verið klofin frá. Fíkniefnamálið sem er afar umfangsmikið, hefur verið til rannsóknar hjá lögreglu um langt skeið. Skemmtiferðaskipið AIDAsol kom til landsins þann 11. apríl síðastliðinn. Tveir menn báru eldhúspotta úr málmi út úr skipinu í bláum Ikea-innkaupapokum en þriðji maður tók við pottunum. Um 2,2 kíló af kókaíni fundust falin í pottunum. Sakborningarnir eru taldir eiga aðild að skipulagðri glæpastarfsemi sem snerist um innflutning, sölu og dreifingu á fíkniefnum hér á landi auk peningaþvættis. Hópurinn sagður þaulskipulagður Lögregla telur uppbyggingu og hlutverkaskiptingu innan hópsins hafa verið þaulskipulagða. Meintur höfuðpaur hafi verið í spjallhóp ásamt sjö öðrum á samskiptaforritinu Signal. Allir hafi þar verið undir dulnefni. Þá er einn sakborningurinn ákærður fyrir tilraun til manndráps. Honum er gefið að sök að hafa tekið annan mann kyrkingartaki, eins og segir í ákæru, og þrengt að öndunarvegi hans í að minnsta kosti sjö mínútur. Dómsmál Sólheimajökulsmálið Fíkniefnabrot Reykjavík Tengdar fréttir Hafnar því að hafa reynt að drepa mann og dreifa dópi Karlmaður á fertugsaldri sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps og aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann játaði þó vopna- og fíkniefnalagabrot í málinu. 12. ágúst 2024 14:17 Sakborningur í pottamálinu grunaður um tilraun til manndráps Karlmaður á fertugsaldri, sem er einn sakborninga í stórfelldu fíkniefnamáli, sem kennt hefur verið við potta og skemmtiferðaskip, er ákærður fyrir tilraun til manndráps. Honum er gefið að sök að hafa tekið annan mann kyrkingartaki, eins og segir í ákæru, og þrengt að öndunarvegi hans í að minnsta kosti sjö mínútur. 2. ágúst 2024 11:49 Telja sig vera með höfuðpaur fíknefnahóps í haldi Maður sem lögregla telur að sé höfuðpaur hóps sem er grunaður um innflutning og sölu fíkniefna hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald þangað til í ágúst, en hann hefur verið í haldi síðan um miðjan apríl. 9. júlí 2024 17:04 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Þetta segir Barbara Björnsdóttir, dómari málsins, í svari við fyrirspurn fréttastofu. Sakborningar málsins eru sextán að svo stöddu, en að sögn Barböru verða gerðar ráðstafanir til að allir rúmist í dómsalnum. Þinghaldinu verði síðan streymt í annan dómsal svo hægt verði að fylgjast með því. Úr átján yfir í sextán Í fyrstu voru sakborningarnir átján talsins. Þegar málið var þingfest í héraðsdómi í ágúst neituðu allir sem mættu sök, en þrír boðuðu forföll og fjórir tóku afstöðu til málsins í gegnum fjarfundarbúnað. Tveir þeirra hafa nú játað sök og þeirra þáttur verið klofinn frá málinu og verður dæmdur sérstaklega. Aðalmeðferð í Bankastræti Club-málinu svokallaða fór fram í veislusal í veitingahúsinu Gullhömrum í Grafarholti í Reykjavík í fyrra, en sakborningar þess máls voru 25 talsins. Nú liggur fyrir að sú leið verður ekki farin aftur í fíkniefnamálinu. Sakborningarnir voru í fyrstu átján talsins, en tveir hafa játað sök og mál þeirra verið klofin frá. Fíkniefnamálið sem er afar umfangsmikið, hefur verið til rannsóknar hjá lögreglu um langt skeið. Skemmtiferðaskipið AIDAsol kom til landsins þann 11. apríl síðastliðinn. Tveir menn báru eldhúspotta úr málmi út úr skipinu í bláum Ikea-innkaupapokum en þriðji maður tók við pottunum. Um 2,2 kíló af kókaíni fundust falin í pottunum. Sakborningarnir eru taldir eiga aðild að skipulagðri glæpastarfsemi sem snerist um innflutning, sölu og dreifingu á fíkniefnum hér á landi auk peningaþvættis. Hópurinn sagður þaulskipulagður Lögregla telur uppbyggingu og hlutverkaskiptingu innan hópsins hafa verið þaulskipulagða. Meintur höfuðpaur hafi verið í spjallhóp ásamt sjö öðrum á samskiptaforritinu Signal. Allir hafi þar verið undir dulnefni. Þá er einn sakborningurinn ákærður fyrir tilraun til manndráps. Honum er gefið að sök að hafa tekið annan mann kyrkingartaki, eins og segir í ákæru, og þrengt að öndunarvegi hans í að minnsta kosti sjö mínútur.
Dómsmál Sólheimajökulsmálið Fíkniefnabrot Reykjavík Tengdar fréttir Hafnar því að hafa reynt að drepa mann og dreifa dópi Karlmaður á fertugsaldri sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps og aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann játaði þó vopna- og fíkniefnalagabrot í málinu. 12. ágúst 2024 14:17 Sakborningur í pottamálinu grunaður um tilraun til manndráps Karlmaður á fertugsaldri, sem er einn sakborninga í stórfelldu fíkniefnamáli, sem kennt hefur verið við potta og skemmtiferðaskip, er ákærður fyrir tilraun til manndráps. Honum er gefið að sök að hafa tekið annan mann kyrkingartaki, eins og segir í ákæru, og þrengt að öndunarvegi hans í að minnsta kosti sjö mínútur. 2. ágúst 2024 11:49 Telja sig vera með höfuðpaur fíknefnahóps í haldi Maður sem lögregla telur að sé höfuðpaur hóps sem er grunaður um innflutning og sölu fíkniefna hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald þangað til í ágúst, en hann hefur verið í haldi síðan um miðjan apríl. 9. júlí 2024 17:04 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Hafnar því að hafa reynt að drepa mann og dreifa dópi Karlmaður á fertugsaldri sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps og aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann játaði þó vopna- og fíkniefnalagabrot í málinu. 12. ágúst 2024 14:17
Sakborningur í pottamálinu grunaður um tilraun til manndráps Karlmaður á fertugsaldri, sem er einn sakborninga í stórfelldu fíkniefnamáli, sem kennt hefur verið við potta og skemmtiferðaskip, er ákærður fyrir tilraun til manndráps. Honum er gefið að sök að hafa tekið annan mann kyrkingartaki, eins og segir í ákæru, og þrengt að öndunarvegi hans í að minnsta kosti sjö mínútur. 2. ágúst 2024 11:49
Telja sig vera með höfuðpaur fíknefnahóps í haldi Maður sem lögregla telur að sé höfuðpaur hóps sem er grunaður um innflutning og sölu fíkniefna hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald þangað til í ágúst, en hann hefur verið í haldi síðan um miðjan apríl. 9. júlí 2024 17:04