Miðflokkurinn marktækt stærri en Sjálfstæðisflokkurinn Heimir Már Pétursson skrifar 24. september 2024 18:32 Miðflokkurinn nýtur nú meira fylgis en Sjálfstæðisflokkurinn því marktækur munur er á fylgi flokkanna samkvæmt könnun Maskínu. Grafík/Sara Miðflokkurinn heldur áfram að bæta við fylgi sitt og nýtur nú marktækt meira fylgis en Sjálfstæðisflokkurinn samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Svandís Svavarsdóttir, sem tilkynnti framboð sitt til formanns Vinstri grænna í dag, telur eðlilegt að framtíð stjórnarsamstarfsins verði rædd á landsfundi hreyfingarinnar í næstu viku. Miðflokkurinn bætir við sig tæpum tveimur prósentustigum frá síðustu könnun Maskínu í ágúst og mælist nú með 17 prósenta fylgi. Í kosningum gæti þetta fylgi tryggt flokknum tíu til ellefu þingmenn en hann fékk þrjá þingmenn kjörna í síðustu kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn stendur nánast í stað milli kannana og mælist nú með 13,4 prósent. Samfylkingin dalar um hálft prósentustig en mælist enn stærst með 25 prósent. Miðflokkurinn rúmlega þrefaldað fylgi sitt frá kosningunum 2021 samkvæmt könnun Maskínu fyrir fréttastofuna.Grafík/Sara Framsóknarflokkurinn mælist með aðeins með 7,6 prósent. Viðreisn bætir hins vegar við sig og mælist með 11,3 prósent. Ekki er marktækur munur á fylgi hennar og Sjálfstæðisflokksins. Flokkur fólksins bætir einnig við sig milli kannana og fengi nú 8,8 prósent og Píratar eru á svipuðum stað og áður með 8,5 prósent. Sósíalistaflokkurinn er við það að ná fulltrúum á þing með 4,7 prósent. Vinstri græn skrapa hins vegar botninn með 3,7 prósent. Flokkurinn myndi missa alla sína þingmenn ef þetta yrði niðurstaða kosninga. Svandís Svavarsdóttir stefnir að því að vera næsti formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.Stöð 2/Sigurjón „Já, hann er í klemmu. En við finnum fyrir því að það er aukin stemming núna. Við finnum það bæði í grasrótinni okkar í aðdraganda landsfundar. Þegar verið er að skrá sig til leiks á landsfundi. Það er mikill áhugi á því,“ segir Svandís sem greindi frá formannsframboði sínu í morgun fyrir landsfund flokksins í lok næstu viku. Hún reikni með að framhald stjórnarsamstarfsins verði rætt á landsfundinum. „Það væri náttúrlega furðulegt ef við tækjum það ekki meðal annars til umræðu. Vegna þess að við erum jú hreyfing sem er á ákveðnum tímamótum. Við þurfum að horfa inn á við. Við höfum talað fyrir því að horfa í ræturnar okkar og grunninn. Hvaðan við erum að koma og á hvaða erindi við eigum í stjórnmálum,“ segir innviðaráðherra. Síðasti þingveturinn Enn væru þó óafgreidd mál upp á borði ríkisstjórnarinnar. Til að mynda um breyting tiltekinna þátta í sjávarútvegi. „Að við fáum upp á borðið eignatengsl og hagsmunatengsl í sjávarútvegi og það verð gagnsætt. Það hefur verið ákveðið andóf við þá nálgun. Við viljum hækka veiðigjöld og leggja áherslu á vistkerfisnálgun þegar við erum að umgangast sjávarauðlindina.“ Kjörtímabilinu lýkur ekki formlega fyrr en 25. september á næsta ári. „Hins vegar er ég þeirrar skoðunar að þetta eigi að vera síðasti þingveturinn og við eigum að undirbúa okkur fyrir kosningar. Ég held að það sé eðli máls samkvæmt góður taktur i því að stefna að vorkosningum,“ segir Svandís Svavarsdóttir. Magnaður árangur „Þetta er alveg magnað,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins en rætt var við hann í beinni í kvöldfréttum Stöðvar 2. Niðurstöður skoðanakönnunarinnar séu hvetjandi en hann reyni samt að fylgja ekki könnunum í því sem hann gerir. Niðurstöðurnar sýni að það skili sér að halda áfram þó maður mæti mótlæti. „Fæst orð bera minnsta ábyrgð,“ segir Inga Sæland formaður Flokks fólksins um mögulega stjórnarmyndum að loknum kosningum, yrði niðurstaðan sú sem kemur fram í könnuninni. Hún segir flokkinn nú uppskera það sem hann hefur sáð síðustu ár. Þau tali fyrir fólki í viðkvæmri stöðu í samfélaginu. Hvað varðar kosningar næsta vor segir Sigmundur að hann hafi lengi spáð því fyrir að svo yrði. Inga segist búast við því sömuleiðis. Svandís sé að reyna að rífa upp fylgi flokksins en hún efist um að þeim takist það fyrir næstu kosningar. VG eigi stóran þátt í því hvernig staðan er í efnahagsmálum. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Skoðanakannanir Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Maður margra storma íhugar stöðu sína Bjarni Benediktsson hefur í fyrsta sinn opinberlega greint frá því að hann íhugi nú stöðu sína eftir fimmtán ár í formannsstóli Sjálfstæðisflokksins. Hann geri sér grein fyrir að dagur ákvörðunar renni upp innan hálfs árs, eða fyrir landsfund flokksins sem fram fer um mánaðamótin febrúar-mars á næsta ári. Ef til vill væri kominn tími til að hleypa nýju blóði inn í forystu flokksins. 21. september 2024 08:00 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira
Miðflokkurinn bætir við sig tæpum tveimur prósentustigum frá síðustu könnun Maskínu í ágúst og mælist nú með 17 prósenta fylgi. Í kosningum gæti þetta fylgi tryggt flokknum tíu til ellefu þingmenn en hann fékk þrjá þingmenn kjörna í síðustu kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn stendur nánast í stað milli kannana og mælist nú með 13,4 prósent. Samfylkingin dalar um hálft prósentustig en mælist enn stærst með 25 prósent. Miðflokkurinn rúmlega þrefaldað fylgi sitt frá kosningunum 2021 samkvæmt könnun Maskínu fyrir fréttastofuna.Grafík/Sara Framsóknarflokkurinn mælist með aðeins með 7,6 prósent. Viðreisn bætir hins vegar við sig og mælist með 11,3 prósent. Ekki er marktækur munur á fylgi hennar og Sjálfstæðisflokksins. Flokkur fólksins bætir einnig við sig milli kannana og fengi nú 8,8 prósent og Píratar eru á svipuðum stað og áður með 8,5 prósent. Sósíalistaflokkurinn er við það að ná fulltrúum á þing með 4,7 prósent. Vinstri græn skrapa hins vegar botninn með 3,7 prósent. Flokkurinn myndi missa alla sína þingmenn ef þetta yrði niðurstaða kosninga. Svandís Svavarsdóttir stefnir að því að vera næsti formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.Stöð 2/Sigurjón „Já, hann er í klemmu. En við finnum fyrir því að það er aukin stemming núna. Við finnum það bæði í grasrótinni okkar í aðdraganda landsfundar. Þegar verið er að skrá sig til leiks á landsfundi. Það er mikill áhugi á því,“ segir Svandís sem greindi frá formannsframboði sínu í morgun fyrir landsfund flokksins í lok næstu viku. Hún reikni með að framhald stjórnarsamstarfsins verði rætt á landsfundinum. „Það væri náttúrlega furðulegt ef við tækjum það ekki meðal annars til umræðu. Vegna þess að við erum jú hreyfing sem er á ákveðnum tímamótum. Við þurfum að horfa inn á við. Við höfum talað fyrir því að horfa í ræturnar okkar og grunninn. Hvaðan við erum að koma og á hvaða erindi við eigum í stjórnmálum,“ segir innviðaráðherra. Síðasti þingveturinn Enn væru þó óafgreidd mál upp á borði ríkisstjórnarinnar. Til að mynda um breyting tiltekinna þátta í sjávarútvegi. „Að við fáum upp á borðið eignatengsl og hagsmunatengsl í sjávarútvegi og það verð gagnsætt. Það hefur verið ákveðið andóf við þá nálgun. Við viljum hækka veiðigjöld og leggja áherslu á vistkerfisnálgun þegar við erum að umgangast sjávarauðlindina.“ Kjörtímabilinu lýkur ekki formlega fyrr en 25. september á næsta ári. „Hins vegar er ég þeirrar skoðunar að þetta eigi að vera síðasti þingveturinn og við eigum að undirbúa okkur fyrir kosningar. Ég held að það sé eðli máls samkvæmt góður taktur i því að stefna að vorkosningum,“ segir Svandís Svavarsdóttir. Magnaður árangur „Þetta er alveg magnað,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins en rætt var við hann í beinni í kvöldfréttum Stöðvar 2. Niðurstöður skoðanakönnunarinnar séu hvetjandi en hann reyni samt að fylgja ekki könnunum í því sem hann gerir. Niðurstöðurnar sýni að það skili sér að halda áfram þó maður mæti mótlæti. „Fæst orð bera minnsta ábyrgð,“ segir Inga Sæland formaður Flokks fólksins um mögulega stjórnarmyndum að loknum kosningum, yrði niðurstaðan sú sem kemur fram í könnuninni. Hún segir flokkinn nú uppskera það sem hann hefur sáð síðustu ár. Þau tali fyrir fólki í viðkvæmri stöðu í samfélaginu. Hvað varðar kosningar næsta vor segir Sigmundur að hann hafi lengi spáð því fyrir að svo yrði. Inga segist búast við því sömuleiðis. Svandís sé að reyna að rífa upp fylgi flokksins en hún efist um að þeim takist það fyrir næstu kosningar. VG eigi stóran þátt í því hvernig staðan er í efnahagsmálum.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Skoðanakannanir Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Maður margra storma íhugar stöðu sína Bjarni Benediktsson hefur í fyrsta sinn opinberlega greint frá því að hann íhugi nú stöðu sína eftir fimmtán ár í formannsstóli Sjálfstæðisflokksins. Hann geri sér grein fyrir að dagur ákvörðunar renni upp innan hálfs árs, eða fyrir landsfund flokksins sem fram fer um mánaðamótin febrúar-mars á næsta ári. Ef til vill væri kominn tími til að hleypa nýju blóði inn í forystu flokksins. 21. september 2024 08:00 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira
Maður margra storma íhugar stöðu sína Bjarni Benediktsson hefur í fyrsta sinn opinberlega greint frá því að hann íhugi nú stöðu sína eftir fimmtán ár í formannsstóli Sjálfstæðisflokksins. Hann geri sér grein fyrir að dagur ákvörðunar renni upp innan hálfs árs, eða fyrir landsfund flokksins sem fram fer um mánaðamótin febrúar-mars á næsta ári. Ef til vill væri kominn tími til að hleypa nýju blóði inn í forystu flokksins. 21. september 2024 08:00