Útsvarsaukningin aðeins hugsuð til tveggja ára Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. september 2024 16:04 Frá Selfossi, sem er einmitt í Árborg. Vísir/Vilhelm Sveitarfélagið Árborg vekur athygli íbúa sinna á því að álag var sett á útsvar í upphafi þessa árs. Íbúar eru hvattir til að hafa þetta í huga þegar þeir skipuleggja fjármál sín næsta árið. Ítrekað er að útsvarsaukningin er „aðeins hugsuð til að hámarki tveggja ára“. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef sveitarfélagsins, þar sem athygli er vakin á álagningunni. „Þetta þýðir að tekjur sveitarfélagsins munu aukast á þessu ári, en áhrifin á skattgreiðendur koma fram í uppgjöri á næsta ári, sumarið 2025.“ Álögurnar verði sýnilegar við uppgjör opinberra gjalda ársins 2024, þar sem íbúar muni sjá hækkun á útsvari í niðurstöðu skattframtals. Vilja styrkja fjárhaginn tímabundið „Sveitarfélagið er meðvitað um að þetta aukna álag getur verið íþyngjandi fyrir íbúa, sérstaklega í ljósi þess að margir eru að glíma við aukinn kostnað á ýmsum sviðum. Það er því mikilvægt að íbúar hafi þessar breytingar í huga þegar þeir skipuleggja fjármál sín næsta árið,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur einnig fram að álagningin sé í samræmi við upplýsingar sem þegar hafi komið fram um fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2024, en hún var kynnt í lok síðasta árs. Þar hafi komið fram að nauðsynlegt væri að grípa til aðgerða eins og álagningarinnar, til þess að tryggja rekstrarhæfi sveitarfélagsins og viðhalda nauðsynlegri þjónustu. „Sveitarfélagið vill þó taka fram að þessi aukning á útsvari er aðeins hugsuð til að hámarki tveggja ára og er ekki ætlað að verða varanleg. Markmiðið er að styrkja fjárhag sveitarfélagsins tímabundið, á meðan unnið er að öðrum langtímalausnum til að mæta fjárhagslegum áskorunum.“ Íbúar eru þá hvattir til að kynna sér breytingarnar og vera meðvitaðir um að þær komi fram í framtíðarskattgreiðslum, sumarið 2025. Þá er bent á töfluna sem sjá má hér að neðan, sem sýnir áætlaða viðbótarálagningu miðað við mismunandi heildartekjur. Árborg Skattar og tollar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef sveitarfélagsins, þar sem athygli er vakin á álagningunni. „Þetta þýðir að tekjur sveitarfélagsins munu aukast á þessu ári, en áhrifin á skattgreiðendur koma fram í uppgjöri á næsta ári, sumarið 2025.“ Álögurnar verði sýnilegar við uppgjör opinberra gjalda ársins 2024, þar sem íbúar muni sjá hækkun á útsvari í niðurstöðu skattframtals. Vilja styrkja fjárhaginn tímabundið „Sveitarfélagið er meðvitað um að þetta aukna álag getur verið íþyngjandi fyrir íbúa, sérstaklega í ljósi þess að margir eru að glíma við aukinn kostnað á ýmsum sviðum. Það er því mikilvægt að íbúar hafi þessar breytingar í huga þegar þeir skipuleggja fjármál sín næsta árið,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur einnig fram að álagningin sé í samræmi við upplýsingar sem þegar hafi komið fram um fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2024, en hún var kynnt í lok síðasta árs. Þar hafi komið fram að nauðsynlegt væri að grípa til aðgerða eins og álagningarinnar, til þess að tryggja rekstrarhæfi sveitarfélagsins og viðhalda nauðsynlegri þjónustu. „Sveitarfélagið vill þó taka fram að þessi aukning á útsvari er aðeins hugsuð til að hámarki tveggja ára og er ekki ætlað að verða varanleg. Markmiðið er að styrkja fjárhag sveitarfélagsins tímabundið, á meðan unnið er að öðrum langtímalausnum til að mæta fjárhagslegum áskorunum.“ Íbúar eru þá hvattir til að kynna sér breytingarnar og vera meðvitaðir um að þær komi fram í framtíðarskattgreiðslum, sumarið 2025. Þá er bent á töfluna sem sjá má hér að neðan, sem sýnir áætlaða viðbótarálagningu miðað við mismunandi heildartekjur.
Árborg Skattar og tollar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira