Þetta er meðal þess sem fram kemur í Einkalífinu á Vísi þar sem Stefán er gestur. Þar ræðir hann æskuna úti á landi, menntaskólaárin í Versló og ákvörðunina um að leggja guðfræðina fyrir sig. Hann ræðir árin sem formaður VR, hvernig hann kynntist konunni sinni og lýsir því að hann taki af sér boxhanskana í umræðunni þegar ráðist sé að fjölskyldu hans. Stefán segist óhræddur við óvinsældir og segist lengi hafa verið aðdáandi Gunnars Smára sem hann þó lendir gjarnan í netrifrildum við.
Hægt er að horfa á þáttinn hér fyrir neðan. Hann er einnig að finna á helstu hlaðvarpsveitum.