Favre opinberar baráttu við Parkinsons: „Fékk þúsundir heilahristinga“ Valur Páll Eiríksson skrifar 25. september 2024 07:02 Favre ber vitni um sín mál í gær. Þar opinberaði hann baráttu sína við Parkinson-sjúkdóminn. Kevin Dietsch/Getty Images NFL-goðsögnin Brett Favre greindi frá því í gærkvöld að hann hefði greinst með Parkinson's sjúkdóminn er hann ávarpaði velferðarnefnd á vegum Bandaríkjaþings. Favre hefur áður sagst hafa hlotið þúsundi heilahristinga á ferli sínum í NFL-deildinni. Favre ávarpaði nefndina í gær sem var að taka fyrir TANF-aðstoð, tímabundna aðstoð fyrir fjölsyldur í neyð. Favre er sakaður um að hafa nýtt fé sem átti að fara til slíkra fjölskyldna í eigin þágu og var vegna þess fyrir nefndinni. Hann er sakaður um að hafa hlotið 1,1 milljón Bandaríkjadala í gegnum Mississippi-fylki en hann greiddi 500 þúsund til baka í maí 2020 og 600 þúsund til viðbótar í október 2021. Favre hefur ekki verið ákærður vegna málsins en fylkið er sagt sækjast eftir vaxtagreiðslum frá fyrrum fótboltastjörnunni. Stór skandall í Mississippi Málið sjálft er töluvert stærra og snertir fleiri en Favre. 47 vel tengdir einstaklingar eru sagðir hafa svikið út 77 milljónir dala sem áttu að fara til bágstaddra í Mississippi, sem er meðal fátækari fylkja Bandaríkjanna. Um átta milljónir dala fóru alls til Favre í gegnum verkefnið sem fóru meðal annars í byggingu blakvallar í Mississippi háskóla og til lyfjafyrirtækisins Prevacus, sem Favre átti hlut í. Prevacus er nú farið á hausinn og hefur læknir sem starfaði hjá fyrirtækinu játað því að hafa dregið að sér milljónir frá Prevacus. „Því miður glataði ég einnig fjárfestingu minni í fyrirtæki sem ég trúði að væri að þróa byltingarkennd heilahristingslyf sem ég hélt að myndi hjálpa öðrum,“ sagði Favre fyrir nefndinni í gær. „Eins og ég er viss um að þú munt skilja, á meðan það er of seint fyrir mig, þar sem ég hef nýlega greinst með Parkinson's, er þetta samt sem áður málstaður sem stendur mér nærri. Nýlega játaði læknir sem rak fyrirtækið að hafa dregið að sér TANF peninga til eigin nota,“ sagði Favre enn fremur. Meðal þeirra betri í sögunni Brett Favre lék lengst af með Green Bay Packers. Favre sagði í viðtali árið 2022 að hann hafi hlotið „þúsundir heilahristinga“ á 20 ára ferli sínum sem leikstjórnandi í NFL-deildinni. Lengst af lék Favre með Green Bay Packers og er talinn á meðal betri leikstjórnanda í sögu deildarinnar. Hann er í frægðarhöll NFL-deildarinnar og var valinn bestur í deildinni þrisvar, árin 1995 til 1997. Hans eina Ofurskál vannst árið 1996. Geta heilahristingar valdið Parkinson's? Parkinson er taugahrörnunarsjúkdómur sem hefur áhrif á þær taugafrumur í heilanum sem stjórna hreyfingu. Einkenni sjúkdómsins byrja hægt en ágerast smám saman eftir því sem tíminn líður Heilahristingar eru væg tegund heilaskaða sem geta aukið hættuna á því að fá Parkinsonsjúkdóminn, auk heilabilunar, skapvandamála og kvíðaraskana. Samkvæmt rannsókn frá 2020 getur stakur heilahristingur aukið líkur á því að greinast með Parkinson's um 57 prósent og elliglöp um 72 prósent. Ítrekaðir heilahristingar auki líkurnar töluvert á því að greinast með báða sjúkdóma. Þó eru rannsóknir á þessu sviði af skornum skammti. Mikið verið rætt um CTE Umræða um áhrif ítrekaðra höfuðhögga í íþróttum hefur færst í aukana undanfarin ár. Nígerísk-bandaríski læknirinn Bennet Omalu setti hugtakið CTE (chronic traumatic encephalopathy) fram í grein árið 2005 eftir að hafa rannsakað fyrrum NFL-leikmanninn Mike Webster, sem lést árið 2002 eftir að hafa hagað sér óvenjulega um nokkurt skeið áður en hann svipti sig lífi. Fjölmargir leikmenn í NFL hafa sýnt einkenni CTE eftir að ferli þeirra lauk, sem hvað helst sýnir sig í snemmbúnum vitglöpum, ofbeldishneigðri hegðun og þunglyndi. NFL Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Körfubolti LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Körfubolti Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Körfubolti Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan Körfubolti Fleiri fréttir Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fattaði upp á Orra Óstöðvandi Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Dagskráin: Litla körfuboltaliðið í Vesturbænum í beinni UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Skúbbaði í miðju kynlífi Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Systur sömdu á sama tíma Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Sjá meira
Favre ávarpaði nefndina í gær sem var að taka fyrir TANF-aðstoð, tímabundna aðstoð fyrir fjölsyldur í neyð. Favre er sakaður um að hafa nýtt fé sem átti að fara til slíkra fjölskyldna í eigin þágu og var vegna þess fyrir nefndinni. Hann er sakaður um að hafa hlotið 1,1 milljón Bandaríkjadala í gegnum Mississippi-fylki en hann greiddi 500 þúsund til baka í maí 2020 og 600 þúsund til viðbótar í október 2021. Favre hefur ekki verið ákærður vegna málsins en fylkið er sagt sækjast eftir vaxtagreiðslum frá fyrrum fótboltastjörnunni. Stór skandall í Mississippi Málið sjálft er töluvert stærra og snertir fleiri en Favre. 47 vel tengdir einstaklingar eru sagðir hafa svikið út 77 milljónir dala sem áttu að fara til bágstaddra í Mississippi, sem er meðal fátækari fylkja Bandaríkjanna. Um átta milljónir dala fóru alls til Favre í gegnum verkefnið sem fóru meðal annars í byggingu blakvallar í Mississippi háskóla og til lyfjafyrirtækisins Prevacus, sem Favre átti hlut í. Prevacus er nú farið á hausinn og hefur læknir sem starfaði hjá fyrirtækinu játað því að hafa dregið að sér milljónir frá Prevacus. „Því miður glataði ég einnig fjárfestingu minni í fyrirtæki sem ég trúði að væri að þróa byltingarkennd heilahristingslyf sem ég hélt að myndi hjálpa öðrum,“ sagði Favre fyrir nefndinni í gær. „Eins og ég er viss um að þú munt skilja, á meðan það er of seint fyrir mig, þar sem ég hef nýlega greinst með Parkinson's, er þetta samt sem áður málstaður sem stendur mér nærri. Nýlega játaði læknir sem rak fyrirtækið að hafa dregið að sér TANF peninga til eigin nota,“ sagði Favre enn fremur. Meðal þeirra betri í sögunni Brett Favre lék lengst af með Green Bay Packers. Favre sagði í viðtali árið 2022 að hann hafi hlotið „þúsundir heilahristinga“ á 20 ára ferli sínum sem leikstjórnandi í NFL-deildinni. Lengst af lék Favre með Green Bay Packers og er talinn á meðal betri leikstjórnanda í sögu deildarinnar. Hann er í frægðarhöll NFL-deildarinnar og var valinn bestur í deildinni þrisvar, árin 1995 til 1997. Hans eina Ofurskál vannst árið 1996. Geta heilahristingar valdið Parkinson's? Parkinson er taugahrörnunarsjúkdómur sem hefur áhrif á þær taugafrumur í heilanum sem stjórna hreyfingu. Einkenni sjúkdómsins byrja hægt en ágerast smám saman eftir því sem tíminn líður Heilahristingar eru væg tegund heilaskaða sem geta aukið hættuna á því að fá Parkinsonsjúkdóminn, auk heilabilunar, skapvandamála og kvíðaraskana. Samkvæmt rannsókn frá 2020 getur stakur heilahristingur aukið líkur á því að greinast með Parkinson's um 57 prósent og elliglöp um 72 prósent. Ítrekaðir heilahristingar auki líkurnar töluvert á því að greinast með báða sjúkdóma. Þó eru rannsóknir á þessu sviði af skornum skammti. Mikið verið rætt um CTE Umræða um áhrif ítrekaðra höfuðhögga í íþróttum hefur færst í aukana undanfarin ár. Nígerísk-bandaríski læknirinn Bennet Omalu setti hugtakið CTE (chronic traumatic encephalopathy) fram í grein árið 2005 eftir að hafa rannsakað fyrrum NFL-leikmanninn Mike Webster, sem lést árið 2002 eftir að hafa hagað sér óvenjulega um nokkurt skeið áður en hann svipti sig lífi. Fjölmargir leikmenn í NFL hafa sýnt einkenni CTE eftir að ferli þeirra lauk, sem hvað helst sýnir sig í snemmbúnum vitglöpum, ofbeldishneigðri hegðun og þunglyndi.
NFL Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Körfubolti LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Körfubolti Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Körfubolti Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan Körfubolti Fleiri fréttir Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fattaði upp á Orra Óstöðvandi Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Dagskráin: Litla körfuboltaliðið í Vesturbænum í beinni UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Skúbbaði í miðju kynlífi Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Systur sömdu á sama tíma Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Sjá meira