Þrálát verðbólga og hægari vöxtur geti skapað áskoranir fyrir fjármálakerfið Atli Ísleifsson skrifar 25. september 2024 08:33 Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri og formaður fjármálastöðugleikanefndar. Vísir/Einar Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum. Eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka er sterk, aðgengi að fjármögnun gott og fjármögnunarkostnaður erlendis hefur lækkað. Þrálát verðbólga samhliða hægari vexti efnahagsumsvifa getur skapað áskoranir fyrir fjármálakerfið. Fjármálastöðugleikanefnd hefur ákveðið að halda gildi sveiflujöfnunaraukans óbreyttu í 2,5 prósentum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans sem birt var klukkan 8:30. Nefndin kynnir niðurstöðu sína á fundi klukkan 9:30. Útsendingu má sjá að neðan. Í yfirlýsingunni segir að fasteignaverð sé hátt og afleiðingar eldsumbrotanna á Reykjanesi og fólksflutningar til landsins hafi meðal annars átt þátt í hækkun þess undanfarin misseri. „Umsvif í byggingariðnaði eru enn nokkuð kröftug líkt og skýr merki eru um af vinnumarkaði og í vexti útlána til byggingageirans. Sterk eiginfjárstaða margra lántakenda veitir svigrúm til endurskipulagningar útlána ef þörf krefur. Fáar vísbendingar eru um almennan greiðsluvanda heimila og fyrirtækja þrátt fyrir að mikil verðbólga og háir vextir reynist mörgum áskorun. Takmarkanir á skuldsetningu við fasteignakaup, launahækkanir og hátt atvinnustig eiga ríkan þátt í viðnámsþrótti heimila. Sókn heimila og fyrirtækja í verðtryggð lán á kostnað óverðtryggðra hefur leitt til þess að verðtryggingarójöfnuður bankanna hefur vaxið, enda stærstur hluti fjármögnunar þeirra óverðtryggður. Þetta gæti reynst áskorun fyrir fjármálakerfið,“ segir í yfirlýsingunni. Gildi sveiflujöfnunarauka óbreytt Nefndin greinir jafnframt frá því að ákveðið hafi verið að halda gildi sveiflujöfnunaraukans óbreyttu í 2,5 prósent. „Álagspróf Seðlabanka Íslands á kerfislega mikilvæga banka gefa til kynna að þeir gætu staðist umtalsvert álag. Ekki hefur dregið úr áhættu í fjármálakerfinu og telur nefndin því mikilvægt að fjármálafyrirtæki búi við sterka eiginfjárstöðu. Fjármálastöðugleikanefnd undirstrikar mikilvægi þess að unnið sé að auknu rekstraröryggi í greiðslumiðlun og mun beita sér fyrir aðgerðum sem miða að því að draga úr undirliggjandi rekstraráhættu. Nokkuð hefur þegar áunnist en nefndin telur mikilvægt að lokið verði við samhæfingaráætlun fyrir fjármálamarkaði um snemmbær, samhæfð og skilvirk viðbrögð við rekstraratvikum. Fjármálastöðugleikanefnd mun sem fyrr beita þeim stýritækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika þannig að fjármálakerfið geti staðist áföll, miðlað lánsfé og greiðslum og dreift áhættu með viðhlítandi hætti,“ segir í yfirlýsingunni. Bein útsending 9:30 Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður fjármálastöðugleikanefndar, Tómas Brynjólfsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika og Haukur C. Benediktsson, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika, munu gera grein fyrir yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar og kynna efni ritsins Fjármálastöðugleika á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilaranum að ofan. Seðlabankinn Efnahagsmál Fjármálafyrirtæki Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans sem birt var klukkan 8:30. Nefndin kynnir niðurstöðu sína á fundi klukkan 9:30. Útsendingu má sjá að neðan. Í yfirlýsingunni segir að fasteignaverð sé hátt og afleiðingar eldsumbrotanna á Reykjanesi og fólksflutningar til landsins hafi meðal annars átt þátt í hækkun þess undanfarin misseri. „Umsvif í byggingariðnaði eru enn nokkuð kröftug líkt og skýr merki eru um af vinnumarkaði og í vexti útlána til byggingageirans. Sterk eiginfjárstaða margra lántakenda veitir svigrúm til endurskipulagningar útlána ef þörf krefur. Fáar vísbendingar eru um almennan greiðsluvanda heimila og fyrirtækja þrátt fyrir að mikil verðbólga og háir vextir reynist mörgum áskorun. Takmarkanir á skuldsetningu við fasteignakaup, launahækkanir og hátt atvinnustig eiga ríkan þátt í viðnámsþrótti heimila. Sókn heimila og fyrirtækja í verðtryggð lán á kostnað óverðtryggðra hefur leitt til þess að verðtryggingarójöfnuður bankanna hefur vaxið, enda stærstur hluti fjármögnunar þeirra óverðtryggður. Þetta gæti reynst áskorun fyrir fjármálakerfið,“ segir í yfirlýsingunni. Gildi sveiflujöfnunarauka óbreytt Nefndin greinir jafnframt frá því að ákveðið hafi verið að halda gildi sveiflujöfnunaraukans óbreyttu í 2,5 prósent. „Álagspróf Seðlabanka Íslands á kerfislega mikilvæga banka gefa til kynna að þeir gætu staðist umtalsvert álag. Ekki hefur dregið úr áhættu í fjármálakerfinu og telur nefndin því mikilvægt að fjármálafyrirtæki búi við sterka eiginfjárstöðu. Fjármálastöðugleikanefnd undirstrikar mikilvægi þess að unnið sé að auknu rekstraröryggi í greiðslumiðlun og mun beita sér fyrir aðgerðum sem miða að því að draga úr undirliggjandi rekstraráhættu. Nokkuð hefur þegar áunnist en nefndin telur mikilvægt að lokið verði við samhæfingaráætlun fyrir fjármálamarkaði um snemmbær, samhæfð og skilvirk viðbrögð við rekstraratvikum. Fjármálastöðugleikanefnd mun sem fyrr beita þeim stýritækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika þannig að fjármálakerfið geti staðist áföll, miðlað lánsfé og greiðslum og dreift áhættu með viðhlítandi hætti,“ segir í yfirlýsingunni. Bein útsending 9:30 Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður fjármálastöðugleikanefndar, Tómas Brynjólfsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika og Haukur C. Benediktsson, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika, munu gera grein fyrir yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar og kynna efni ritsins Fjármálastöðugleika á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilaranum að ofan.
Seðlabankinn Efnahagsmál Fjármálafyrirtæki Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira