Gripnir á leið upp í flugvél en tugmilljóna þýfi ófundið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. september 2024 11:58 Þýfi upp á tugi milljóna króna úr verslunum Elko í Skeifunni og Lindum í Kópavogi er ófundið. Vísir/Vilhelm Þýfi að verðmæti tuga milljóna króna úr innbrotum í tvær verslanir Elko á höfuðborgarsvæðinu er ófundið. Litlu mátti muna að þeir sem grunaðir eru um innbrotin slyppu úr landi. Öryggiskerfi í annarri verslun Elko virkaði ekki vegna framkvæmda. Þjófarnir létu til skarar skríða seint á sunnudagskvöld og aðfaranótt mánudags. Farið var inn í verslanir Elko, í Kópavogi annars vegar og Skeifunni hins vegar. Heimir Ríkharðsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í Kópavogi segir grunur fljótlega hafa beinst að ákveðnum hópi fólks varðandi innbrotið í Kópavogi. „Við skoðun á upptökum í Skeifunni kemur í ljós að þetta virðast vera sömu aðilar. Við handtökum þrjá aðila sem við töldum okkur þekkja á myndunum. Í kjölfarið leiddi eitt af öðru og á endanum voru sjö menn handteknir. Þetta var mikill þjófnaður. Þetta eru tugir milljóna sem var stolið á þessum tveimur stöðum.“ Af þeim sjö sem Heimir nefnir hafa fjórir verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til föstudags, tveimur sleppt og yfirheyrslur stóðu yfir í tilfelli þess sjöunda í morgun. Þrír voru handteknir eftir að hafa innritað sig í flug á Keflavíkurflugvelli. „Já, þetta var á síðustu stundu. Þeir voru teknir þarna inni á stöðinni. Voru búnir að tékka sig inn.“ Þjófarnir eru að sögn Heimis af báðum kynjum og ekki búsettir hér á landi. „Þetta eru aðilar sem hafa komið við sögu áður hjá okkur út af afbrotum, flestir en ekki allir. Þeir eru ekki búsettir hérna.“ Þjófarnir höfðu á brott með sér síma, dýr tæki og beinharða peninga. Þýfi upp á tugi milljóna sem sé ófundið. Innbrotin koma í kjölfar þjófnaðar úr hjólaverslunum á dögunum og í sumar þar sem þjófar virðast sækja í dýr rafmagnshjól. Heimir er ekki viss um að tilefni sé til að tala um innbrotafaraldur. Innbrot komi reglulega upp. „Það er mikil aukning varðandi hjólabúðirnar. Elko og fleiri verslanir hafa orðið fyrir innbrotum áður en þetta var dálítið mikið núna. Létu greipar sópa. Þetta er þýfi upp á einhverja tugi milljóna og við erum ekki búnir að endurheimta það.“ Hann ráðleggur fólki að efla öryggiskerfi sín og búa vel að bæði heimilum sínum og fyrirtækjum. Öryggiskerfi í annarri verslun Elko hafi ekki virkað sem hafi nýst þjófunum vel. „Það eru kerfi hjá Elko en það fór ekki í gang vegna framkvæmda á öðrum staðnum.“ Lögreglumál Kópavogur Reykjavík Keflavíkurflugvöllur Þjófnaður í Elko Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent Fleiri fréttir Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Sjá meira
Þjófarnir létu til skarar skríða seint á sunnudagskvöld og aðfaranótt mánudags. Farið var inn í verslanir Elko, í Kópavogi annars vegar og Skeifunni hins vegar. Heimir Ríkharðsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í Kópavogi segir grunur fljótlega hafa beinst að ákveðnum hópi fólks varðandi innbrotið í Kópavogi. „Við skoðun á upptökum í Skeifunni kemur í ljós að þetta virðast vera sömu aðilar. Við handtökum þrjá aðila sem við töldum okkur þekkja á myndunum. Í kjölfarið leiddi eitt af öðru og á endanum voru sjö menn handteknir. Þetta var mikill þjófnaður. Þetta eru tugir milljóna sem var stolið á þessum tveimur stöðum.“ Af þeim sjö sem Heimir nefnir hafa fjórir verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til föstudags, tveimur sleppt og yfirheyrslur stóðu yfir í tilfelli þess sjöunda í morgun. Þrír voru handteknir eftir að hafa innritað sig í flug á Keflavíkurflugvelli. „Já, þetta var á síðustu stundu. Þeir voru teknir þarna inni á stöðinni. Voru búnir að tékka sig inn.“ Þjófarnir eru að sögn Heimis af báðum kynjum og ekki búsettir hér á landi. „Þetta eru aðilar sem hafa komið við sögu áður hjá okkur út af afbrotum, flestir en ekki allir. Þeir eru ekki búsettir hérna.“ Þjófarnir höfðu á brott með sér síma, dýr tæki og beinharða peninga. Þýfi upp á tugi milljóna sem sé ófundið. Innbrotin koma í kjölfar þjófnaðar úr hjólaverslunum á dögunum og í sumar þar sem þjófar virðast sækja í dýr rafmagnshjól. Heimir er ekki viss um að tilefni sé til að tala um innbrotafaraldur. Innbrot komi reglulega upp. „Það er mikil aukning varðandi hjólabúðirnar. Elko og fleiri verslanir hafa orðið fyrir innbrotum áður en þetta var dálítið mikið núna. Létu greipar sópa. Þetta er þýfi upp á einhverja tugi milljóna og við erum ekki búnir að endurheimta það.“ Hann ráðleggur fólki að efla öryggiskerfi sín og búa vel að bæði heimilum sínum og fyrirtækjum. Öryggiskerfi í annarri verslun Elko hafi ekki virkað sem hafi nýst þjófunum vel. „Það eru kerfi hjá Elko en það fór ekki í gang vegna framkvæmda á öðrum staðnum.“
Lögreglumál Kópavogur Reykjavík Keflavíkurflugvöllur Þjófnaður í Elko Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent Fleiri fréttir Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Sjá meira