Fjármálaeftirlitið samþykkir samruna Landsbankans og TM Lovísa Arnardóttir skrifar 25. september 2024 17:14 Landsbankinn keypti TM af Kviku banka í maí á tæpa 27 miljarða. Vísir/Vilhelm Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur samþykkt samruna TM og Landsbankans. Í tilkynningu á vef bankans kemur fram að Fjármálaeftirlitið telji Landsbankann hæfan til að eiga virkan eignarhlut í TM tryggingum hf. Bankinn undirritaði samning um kaup á öllu hlutafé í TM í maí 2024. Í tilkynningu segir að markmiðið með kaupunum sé að bjóða viðskiptavinum fjölbreyttari þjónustu, fjölga tekjustoðum og auka verðmæti bankans fyrir hluthafa. Þá kemur einnig fram í tilkynningunni að Fjármálaeftirlitið telji Landsbankann einnig hæfan til að fara með virkan eignarhlut í TM líftryggingum hf. og Íslenskri endurtryggingu hf. sem eru dótturfélög TM trygginga hf. Kaupin eru enn háð því að Samkeppniseftirlitið samþykkti þau en sú málsmeðferð er nú hafin. Í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu í gær kom fram að formleg málsmeðferð hafi hafist 20. september. Í tilkynningunni var öllum hagsmunaaðilum og öðrum áhugasömum aðilum boðið að skila inn sínum sjónarmiðum varðandi samruna fyrirtækjanna. Frestur var gefinn til föstudagsins næsta, 27. september. Greint var frá því í maí á þessu ári að Landsbankinn hefði gengið til samninga við Kviku banka um kaup á tryggingafélaginu TM fyrir 28,6 milljarða króna. Endanleg greiðsla fyrir TM er sögð háð kaupverðsaðlögun á þeim degi sem bankinn tekur við rekstri félagsins að fengnu leyfi eftirlitsstofnana. Kaup Landsbankans á TM hafa verið umdeild. Bankasýsla ríkisins taldi kaupin ekki samræmast eigendastefnu ríkisins og sagðist ekki hafa verið upplýst um fyrirætlanir bankans. Því hafnaði þáverandi bankaráðið og sakaði bankasýsluna um aðdróttanir í sinn garð. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þáverandi fjármálaráðherra, lýsti einnig andstöðu við kaupin. Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Seðlabankinn Fjármálafyrirtæki Tryggingar Samkeppnismál Tengdar fréttir Kvika stendur vel að vígi samanborið við hina bankana þegar kreppir að Kvika mun standa vel að vígi eftir sölu á TM samanborið við viðskiptabankana þegar kreppir að í efnahagslífinu og peningamagn í umferð dregst frekar saman. Þótt útlit sé fyrir að róðurinn í efnahagsmálum muni þyngjast í vetur þá hefur spá um hreinar vaxtatekjur Kviku verið endurskoðaðar til örlítillar hækkunar, segir í hlutabréfagreiningu. 7. júní 2024 11:58 Skorti heildarmynd í Landsbankamálinu Fjárlaganefnd hefur enn ekki fengið svör frá Fjármálaráðuneytinu um hver samskipti þess og Bankasýslu ríkisins voru í aðdraganda kaupa Landsbankans á TM. Nefndarmaður er svartsýnn á að þau berist. Heildarmynd í málinu liggi enn ekki fyrir. 15. apríl 2024 13:30 Bankaráðið sakar bankasýsluna um aðdróttanir Ásakanir um að leiðin sem Landsbankinn fer til að fjármagna kaup á tryggingafélaginu TM hafi verið valin til að komast hjá því að leita samþykkis hluthafafundar eru aðdróttanir, að sögn bankaráðs Landsbankans. Bankinn sé langt yfir eiginfjárkröfum eftir kaupin. 17. apríl 2024 12:24 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Í tilkynningu segir að markmiðið með kaupunum sé að bjóða viðskiptavinum fjölbreyttari þjónustu, fjölga tekjustoðum og auka verðmæti bankans fyrir hluthafa. Þá kemur einnig fram í tilkynningunni að Fjármálaeftirlitið telji Landsbankann einnig hæfan til að fara með virkan eignarhlut í TM líftryggingum hf. og Íslenskri endurtryggingu hf. sem eru dótturfélög TM trygginga hf. Kaupin eru enn háð því að Samkeppniseftirlitið samþykkti þau en sú málsmeðferð er nú hafin. Í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu í gær kom fram að formleg málsmeðferð hafi hafist 20. september. Í tilkynningunni var öllum hagsmunaaðilum og öðrum áhugasömum aðilum boðið að skila inn sínum sjónarmiðum varðandi samruna fyrirtækjanna. Frestur var gefinn til föstudagsins næsta, 27. september. Greint var frá því í maí á þessu ári að Landsbankinn hefði gengið til samninga við Kviku banka um kaup á tryggingafélaginu TM fyrir 28,6 milljarða króna. Endanleg greiðsla fyrir TM er sögð háð kaupverðsaðlögun á þeim degi sem bankinn tekur við rekstri félagsins að fengnu leyfi eftirlitsstofnana. Kaup Landsbankans á TM hafa verið umdeild. Bankasýsla ríkisins taldi kaupin ekki samræmast eigendastefnu ríkisins og sagðist ekki hafa verið upplýst um fyrirætlanir bankans. Því hafnaði þáverandi bankaráðið og sakaði bankasýsluna um aðdróttanir í sinn garð. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þáverandi fjármálaráðherra, lýsti einnig andstöðu við kaupin.
Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Seðlabankinn Fjármálafyrirtæki Tryggingar Samkeppnismál Tengdar fréttir Kvika stendur vel að vígi samanborið við hina bankana þegar kreppir að Kvika mun standa vel að vígi eftir sölu á TM samanborið við viðskiptabankana þegar kreppir að í efnahagslífinu og peningamagn í umferð dregst frekar saman. Þótt útlit sé fyrir að róðurinn í efnahagsmálum muni þyngjast í vetur þá hefur spá um hreinar vaxtatekjur Kviku verið endurskoðaðar til örlítillar hækkunar, segir í hlutabréfagreiningu. 7. júní 2024 11:58 Skorti heildarmynd í Landsbankamálinu Fjárlaganefnd hefur enn ekki fengið svör frá Fjármálaráðuneytinu um hver samskipti þess og Bankasýslu ríkisins voru í aðdraganda kaupa Landsbankans á TM. Nefndarmaður er svartsýnn á að þau berist. Heildarmynd í málinu liggi enn ekki fyrir. 15. apríl 2024 13:30 Bankaráðið sakar bankasýsluna um aðdróttanir Ásakanir um að leiðin sem Landsbankinn fer til að fjármagna kaup á tryggingafélaginu TM hafi verið valin til að komast hjá því að leita samþykkis hluthafafundar eru aðdróttanir, að sögn bankaráðs Landsbankans. Bankinn sé langt yfir eiginfjárkröfum eftir kaupin. 17. apríl 2024 12:24 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Kvika stendur vel að vígi samanborið við hina bankana þegar kreppir að Kvika mun standa vel að vígi eftir sölu á TM samanborið við viðskiptabankana þegar kreppir að í efnahagslífinu og peningamagn í umferð dregst frekar saman. Þótt útlit sé fyrir að róðurinn í efnahagsmálum muni þyngjast í vetur þá hefur spá um hreinar vaxtatekjur Kviku verið endurskoðaðar til örlítillar hækkunar, segir í hlutabréfagreiningu. 7. júní 2024 11:58
Skorti heildarmynd í Landsbankamálinu Fjárlaganefnd hefur enn ekki fengið svör frá Fjármálaráðuneytinu um hver samskipti þess og Bankasýslu ríkisins voru í aðdraganda kaupa Landsbankans á TM. Nefndarmaður er svartsýnn á að þau berist. Heildarmynd í málinu liggi enn ekki fyrir. 15. apríl 2024 13:30
Bankaráðið sakar bankasýsluna um aðdróttanir Ásakanir um að leiðin sem Landsbankinn fer til að fjármagna kaup á tryggingafélaginu TM hafi verið valin til að komast hjá því að leita samþykkis hluthafafundar eru aðdróttanir, að sögn bankaráðs Landsbankans. Bankinn sé langt yfir eiginfjárkröfum eftir kaupin. 17. apríl 2024 12:24