Handbolti

Sig­valdi Björn magnaður í fyrsta sigri Kol­stad

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sigvaldi Björn var magnaður í kvöld.
Sigvaldi Björn var magnaður í kvöld. Grzegorz Wajda/Getty Images

Kolstad er komið á blað í Meistaradeild Evrópu karla í handbolta og það er að mestu ótrúlegum leik Sigvalda Björns Guðjónssonar að þakka. Þá gerðu Álaborg og Magdeburg jafntefli þar sem íslenska tvíeykið fór mikið í liði gestanna.

Sigvaldi Björn gerði sér lítið fyrir og skoraði 11 mörk í fjögurra marka sigri sinna manna á RK Zagreb, lokatölur 29-25. Það sem meira er, mörkin 11 skoraði Sigvaldi Björn úr aðeins 13 skotum.

Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði þá tvö mörk í liði Kolstad og gaf tvær stoðsendingar. Sveinn Jóhannsson kom ekki við sögu í kvöld.

Í Danmörku fóru Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon mikinn en það dugði ekki til að þessu sinni, lokatölur 33-33.

Gísli Þorgeir var bæði marka- og stoðsendingahæstur í liði gestanna með sjö mörk og fimm stoðsendingar. Þar á eftir kom Ómar Ingi með sex mörk og tvær stoðsendingar.

Eftir leiki kvöldsins er Magdeburg í 2. sæti B-riðils með þrjú stig að loknum þremur leikjum á meðan Kolstad er með tvo stig að loknum þremur leikjum. Það má því með sanni segja að staðan sé mjög jöfn en enn eiga þó nokkur lið eftir að leika í 3. umferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×