Orðið vör við fjölgun útkalla vegna þjófnaðar Tómas Arnar Þorláksson skrifar 25. september 2024 21:49 Hafþór Theódórsson, sölustjóri hjá Securitas. „Viðskiptavinir eiga fyrst og fremst að hringja í lögreglu, það er númer eitt tvö og þrjú. Þeir eiga aldrei að reyna að fara og hafa afskipti af aðilanum. Til dæmis ef þetta er inn í verslun, þá á að hafa samband við verslunarstjóra sem mun þá fara með annan starfsmann með sér og tala við viðkomandi. Þá er um að gera að vera kurteis og halda ró sinni og aldrei ásaka neinn um stuld.“ Þetta segir Hafþór Theódórsson, sölustjóri hjá Securitas, spurður hvað viðskiptavinir eigi að gera ef þeir verða var við þjófnað í verslunum eða þjófa á ferð fyrir utan fyrirtæki. Öryggismenning skipti miklu máli Erlend þjófagengi herja á búðir hér á landi og á síðasta ári nam andvirði þýfisins í matvöruverslunum um fjórum milljörðum króna. Sjö erlendir ríkisborgarar voru handteknir á dögunum eftir að verðmætum að virði tugi milljóna króna var rænt úr tveimur verslunum Elko aðfaranótt mánudags. Þá hefur verið töluvert um þjófnað í hjólabúðum. Hafþór segir þau hjá Securitas hafa orðið vör við aukningu í útköllum vegna innbrota og þjófnaðar undanfarið en hann nefnir að auki nokkur góð ráð til að hafa í huga til að koma í veg fyrir að brotist sé inn í verslanir. Hann segir öryggismenningu innan fyrirtækis skipta sköpum. Vonast til þess að hrinan gangi yfir „Það er alltaf hægt að skoða betur hvað þarf. Þá er oft gott að fá fagaðila til að koma og greina þá áhættuþætti sem eru í búðinni eða verslunum og sjá hvar má gera betur. Það er alltaf gott að huga að því. Til dæmis í lok dags að það sé einhver ábyrgur fyrir því að loka gluggum og sjá hvort hurðin sé læst. Hafa góða lýsingu fyrir utan og inn í búðinni, vera með áberandi skilti um að það sé öryggiskerfi í búðinni og annan slíkan fælingarmátt sem er alltaf gott að hafa.“ Hafþór segist vonast til þess að aukin tíðni þjófnaðar muni ganga yfir en hann minnir á að slíkt komi alltaf í bylgjum. Lögreglumál Verslun Þjófnaður í Elko Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
Þetta segir Hafþór Theódórsson, sölustjóri hjá Securitas, spurður hvað viðskiptavinir eigi að gera ef þeir verða var við þjófnað í verslunum eða þjófa á ferð fyrir utan fyrirtæki. Öryggismenning skipti miklu máli Erlend þjófagengi herja á búðir hér á landi og á síðasta ári nam andvirði þýfisins í matvöruverslunum um fjórum milljörðum króna. Sjö erlendir ríkisborgarar voru handteknir á dögunum eftir að verðmætum að virði tugi milljóna króna var rænt úr tveimur verslunum Elko aðfaranótt mánudags. Þá hefur verið töluvert um þjófnað í hjólabúðum. Hafþór segir þau hjá Securitas hafa orðið vör við aukningu í útköllum vegna innbrota og þjófnaðar undanfarið en hann nefnir að auki nokkur góð ráð til að hafa í huga til að koma í veg fyrir að brotist sé inn í verslanir. Hann segir öryggismenningu innan fyrirtækis skipta sköpum. Vonast til þess að hrinan gangi yfir „Það er alltaf hægt að skoða betur hvað þarf. Þá er oft gott að fá fagaðila til að koma og greina þá áhættuþætti sem eru í búðinni eða verslunum og sjá hvar má gera betur. Það er alltaf gott að huga að því. Til dæmis í lok dags að það sé einhver ábyrgur fyrir því að loka gluggum og sjá hvort hurðin sé læst. Hafa góða lýsingu fyrir utan og inn í búðinni, vera með áberandi skilti um að það sé öryggiskerfi í búðinni og annan slíkan fælingarmátt sem er alltaf gott að hafa.“ Hafþór segist vonast til þess að aukin tíðni þjófnaðar muni ganga yfir en hann minnir á að slíkt komi alltaf í bylgjum.
Lögreglumál Verslun Þjófnaður í Elko Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira