Æfir eftir stæla þjálfarans og banna leikmenn í landsliðið Sindri Sverrisson skrifar 26. september 2024 08:46 Ergin Ataman er sár yfir afleiðingum þess að hafa lyft 3+1 fingrum í beinni sjónvarpsútsendingu. Skjáskot/A Spor Canli Það kemur ekki til greina að leikmenn tyrkneska körfuboltaliðsins Fenerbahce spili fyrir tyrkneska landsliðið, á meðan að Ergin Ataman stýrir landsliðinu. Heiftúðugur rígur veldur því. Ataman hefur stýrt tyrkneska landsliðinu frá árinu 2022 en er einnig þjálfari gríska félagsins Panathinaikos. Hann olli mikilli reiði eftir vináttuleik körfuboltaliða Panathinaikos og Galatasaray, en Ataman er stuðningsmaður fótboltaliðs Galatasaray. Ataman lyfti einum fingri og þremur fingrum í átt til áhorfenda, og vísaði þannig í 3-1 sigur Galatasaray gegn Fenerbahce í tyrknesku fótboltadeildinni. Þó að þjálfarinn hafi beðist afsökunar á framferði sínu þá dugar það ekki til. Forráðamenn Fenerbahce eru æfir og hafa tilkynnt að Ataman fái aldrei að nýta leikmenn liðsins í landsliðinu. Segja hegðunina algjört virðingarleysi „Það sem hann gerði fyrir framan milljónir áhorfenda stangast algjörlega á við þá virðingu og heilindi sem landsliðsþjálfari á að sýna. Landsliðið er okkar allra. Allir sem tilheyra því verða að vera meðvitaðir og sýna ábyrgð. Þessi hegðun, sem átti að vera friðþæging gagnvart einu samfélagi, sýnir algjört virðingarleysi gagnvart okkar samfélagi, gagnvart landsliðsþjálfarastarfinu og hreinlega þjóð okkar,“ segir í yfirlýsingu Fenerbahce. Aldrei leynt því hverja hann styður Ataman velur næst landsliðshóp í nóvember þegar Tyrkir mæta Ungverjum í undankeppni EM. Þó að hann segist sjá eftir öllu saman þá verða væntanlega engir leikmenn Fenerbahce í þeim leikjum. „Ég hef sem þjálfari alltaf sýnt Fenerbahce-samfélaginu virðingu en á sama tíma tekið fram að ég er einn harðasti andstæðingur liðsins innan vallar. Ég geri mér grein fyrir því ónæði sem ég olli með hegðun minni, og er afar sorgmæddur yfir því hvernig henni hefur verið tekið, með hætti sem ég vildi ekki,“ sagði Ataman. Körfubolti Tyrkneski boltinn Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Skúbbaði í miðju kynlífi Sport UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Sjá meira
Ataman hefur stýrt tyrkneska landsliðinu frá árinu 2022 en er einnig þjálfari gríska félagsins Panathinaikos. Hann olli mikilli reiði eftir vináttuleik körfuboltaliða Panathinaikos og Galatasaray, en Ataman er stuðningsmaður fótboltaliðs Galatasaray. Ataman lyfti einum fingri og þremur fingrum í átt til áhorfenda, og vísaði þannig í 3-1 sigur Galatasaray gegn Fenerbahce í tyrknesku fótboltadeildinni. Þó að þjálfarinn hafi beðist afsökunar á framferði sínu þá dugar það ekki til. Forráðamenn Fenerbahce eru æfir og hafa tilkynnt að Ataman fái aldrei að nýta leikmenn liðsins í landsliðinu. Segja hegðunina algjört virðingarleysi „Það sem hann gerði fyrir framan milljónir áhorfenda stangast algjörlega á við þá virðingu og heilindi sem landsliðsþjálfari á að sýna. Landsliðið er okkar allra. Allir sem tilheyra því verða að vera meðvitaðir og sýna ábyrgð. Þessi hegðun, sem átti að vera friðþæging gagnvart einu samfélagi, sýnir algjört virðingarleysi gagnvart okkar samfélagi, gagnvart landsliðsþjálfarastarfinu og hreinlega þjóð okkar,“ segir í yfirlýsingu Fenerbahce. Aldrei leynt því hverja hann styður Ataman velur næst landsliðshóp í nóvember þegar Tyrkir mæta Ungverjum í undankeppni EM. Þó að hann segist sjá eftir öllu saman þá verða væntanlega engir leikmenn Fenerbahce í þeim leikjum. „Ég hef sem þjálfari alltaf sýnt Fenerbahce-samfélaginu virðingu en á sama tíma tekið fram að ég er einn harðasti andstæðingur liðsins innan vallar. Ég geri mér grein fyrir því ónæði sem ég olli með hegðun minni, og er afar sorgmæddur yfir því hvernig henni hefur verið tekið, með hætti sem ég vildi ekki,“ sagði Ataman.
Körfubolti Tyrkneski boltinn Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Skúbbaði í miðju kynlífi Sport UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Sjá meira