Stjóri West Ham meiddist gegn Liverpool og yfirgaf völlinn á hækjum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. september 2024 10:31 Julen Lopetegui tók við West Ham United fyrir tímabilið. getty/Dan Mullan Stjóratíð Julens Lopetegui hjá West Ham United hefur ekki farið vel af stað. Liðinu gengur illa inni á vellinum og til að bæta gráu ofan á svart meiddi Spánverjinn sig í leiknum gegn Liverpool. Hamrarnir steinlágu fyrir Rauða hernum í 4. umferð enska deildabikarsins á Anfield í gær. West Ham komst yfir í leiknum en Liverpool svaraði með fimm mörkum og vann öruggan sigur. Lopetegui var svekktur með gang mála og endaði á því að meiða sig á hliðarlínunni. Eftir að Crysencio Summerville klúðraði góðu færi í stöðunni 3-1 stökk Lopetegui upp í loftið en lenti illa. Spánverjinn sat í sæti sínu á varamannabekknum það sem eftir lifði leiks og haltraði svo á blaðamannafund í leikslok. Hann studdist svo við hækjur þegar hann yfirgaf Anfield. „Ég meiddist aðeins í kálfanum,“ sagði Lopetegui á blaðamannafundinum eftir leikinn. Hann sagði jafnframt að sínir menn hefði ekki átt skilið að tapa svona stórt. Þeir hefðu verið inni í leiknum, átt sín tækifæri en orðið fyrir barðinu á ósanngjarnri dómgæslu. West Ham hefur ekki farið vel af stað undir stjórn Lopeteguis og er í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með aðeins fimm stig eftir fimm umferðir. Næsti leikur West Ham er Lundúnaslagur gegn Brentford á laugardaginn. Lopetegui tók við West Ham af David Moyes í sumar. Hann þekkir ágætlega til ensku úrvalsdeildarinnar eftir að hafa stýrt Wolves um tíma. Enski boltinn Tengdar fréttir „Eina sem gerir mann betri er að vinna“ „Leikurinn var mun erfiðari en úrslitin gefa til kynna,“ sagði Diogo Jota eftir öruggan 5-1 sigur Liverpool á West Ham United í enska deildarbikar karla í knattspyrnu. 25. september 2024 22:10 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Sport Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Sjá meira
Hamrarnir steinlágu fyrir Rauða hernum í 4. umferð enska deildabikarsins á Anfield í gær. West Ham komst yfir í leiknum en Liverpool svaraði með fimm mörkum og vann öruggan sigur. Lopetegui var svekktur með gang mála og endaði á því að meiða sig á hliðarlínunni. Eftir að Crysencio Summerville klúðraði góðu færi í stöðunni 3-1 stökk Lopetegui upp í loftið en lenti illa. Spánverjinn sat í sæti sínu á varamannabekknum það sem eftir lifði leiks og haltraði svo á blaðamannafund í leikslok. Hann studdist svo við hækjur þegar hann yfirgaf Anfield. „Ég meiddist aðeins í kálfanum,“ sagði Lopetegui á blaðamannafundinum eftir leikinn. Hann sagði jafnframt að sínir menn hefði ekki átt skilið að tapa svona stórt. Þeir hefðu verið inni í leiknum, átt sín tækifæri en orðið fyrir barðinu á ósanngjarnri dómgæslu. West Ham hefur ekki farið vel af stað undir stjórn Lopeteguis og er í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með aðeins fimm stig eftir fimm umferðir. Næsti leikur West Ham er Lundúnaslagur gegn Brentford á laugardaginn. Lopetegui tók við West Ham af David Moyes í sumar. Hann þekkir ágætlega til ensku úrvalsdeildarinnar eftir að hafa stýrt Wolves um tíma.
Enski boltinn Tengdar fréttir „Eina sem gerir mann betri er að vinna“ „Leikurinn var mun erfiðari en úrslitin gefa til kynna,“ sagði Diogo Jota eftir öruggan 5-1 sigur Liverpool á West Ham United í enska deildarbikar karla í knattspyrnu. 25. september 2024 22:10 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Sport Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Sjá meira
„Eina sem gerir mann betri er að vinna“ „Leikurinn var mun erfiðari en úrslitin gefa til kynna,“ sagði Diogo Jota eftir öruggan 5-1 sigur Liverpool á West Ham United í enska deildarbikar karla í knattspyrnu. 25. september 2024 22:10