Frumsýning á Vísi: Rokkað á miðju gólfi komin sjö mánuði á leið Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. september 2024 14:01 Gleðin er allsráðandi hjá Karlottu og félögum í Ottoman. Einar Jarl Íslenska rokksveitin Ottoman sendi í dag frá sér myndband við lagið Polytick en það var tekið upp á tónleikum sveitarinnar á Gauknum í fyrra þar sem einn meðlimur var komin sjö mánuði á leið. Sveitin mun í kvöld gefa frá sér plötu með lögunum sem tekin voru upp á tónleikunum þar sem sveitin kom sér fyrir á miðju gólfi. Platan mun einfaldlega heita „Live at Gaukurinn“ og inniheldur upptöku af tónleikum Ottoman sem fram fóru þann 23. júní í fyrra. Útgáfan er bæði í formi tíu laga plötu á öllum helstu streymisveitum auk tónleikamyndar sem gefin verður út á Youtube í kvöld. Klippa: Polytick - Ottoman Allt á miðju gólfi Ottoman hefur fyrir löngu skipað sér sess í íslensku rokksenunni og er bandið einna helst þekkt fyrir sterk blúsáhrif, tregafullan en orkumikinn hljóm og líflega tónleika. Allt þetta og meira var til staðar á Gauknum þegar hljómsveitin tróð upp fyrir fullum sal og flutti sín vinsælustu lög auk þess að frumflytja hvorki meira né minna en fimm ný lög, sem sveitin hafði samið einungis tveimur vikum fyrir tónleikana. Gaukurinn er gamalgróinn tónleikastaður rokksenunnar á Íslandi en þessir tónleikar voru frábrugðnir flestum öðrum sem þar fara fram, þar sem að Ottoman stilltu sér upp í miðju salarins og áhorfendur stóðu allt í kring um hljómsveitina og fengu því að fylgjast með frá sjónarhornum sem eru venjulega hulin þeim. Þetta, ásamt staðreyndinni að tónleikarnir yrðu þeir síðustu hljómsveitarinnar í bráð, skilaði sér í mjög nánum og berskjölduðum tónleikum sem fönguðu hug og hjörtu áhorfenda. Ottoman er íslensk rokkhljómsveit skipuð þeim Stefáni Laxdal, Helga Durhuus, Gottskálki Daða Bernhöft Reynissyni og Karlottu Laufey Halldórsdóttur. Sveitin varð til árið 2014 og hefur skapað sér sterkt nafn í rokk senunni á Íslandi. Sveitin á undir beltinu eina plötu í fullri lengd sem hefur hlotið gríðarlega góðar viðtökur, tónleika víðsvegar um landið sem og tónleikaferð í Austur-Evrópu. Skemmtilegt er að geta þess að Karlotta, gítarleikari hljómsveitarinnar var komin um 7 mánuði á leið með fyrsta barn sitt þegar tónleikarnir fóru fram og lét það ekki mikið á sig fá, enda voru allir meðlimir Ottoman í sínu besta formi og skiluðu frá sér einstökum tónleikum sem munu seint gleymast. Tónleikarnir voru teknir upp bæði á hljóð og mynd, enda var hljómsveitinni ljóst frá upphafi að kvöldið yrði sérstakt í alla staði. Mikill metnaður var því lagður í alla framkvæmd og útlit tónleikanna, en vinnan við þá skilaði sér heldur betur og hefur nú loks skilað sér í glæsilegri tónleikaupptöku tónlistaraðdáendur geta notið á meðan beðið er eftir næstu plötu hljómsveitarinnar. Tónlist Mest lesið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Platan mun einfaldlega heita „Live at Gaukurinn“ og inniheldur upptöku af tónleikum Ottoman sem fram fóru þann 23. júní í fyrra. Útgáfan er bæði í formi tíu laga plötu á öllum helstu streymisveitum auk tónleikamyndar sem gefin verður út á Youtube í kvöld. Klippa: Polytick - Ottoman Allt á miðju gólfi Ottoman hefur fyrir löngu skipað sér sess í íslensku rokksenunni og er bandið einna helst þekkt fyrir sterk blúsáhrif, tregafullan en orkumikinn hljóm og líflega tónleika. Allt þetta og meira var til staðar á Gauknum þegar hljómsveitin tróð upp fyrir fullum sal og flutti sín vinsælustu lög auk þess að frumflytja hvorki meira né minna en fimm ný lög, sem sveitin hafði samið einungis tveimur vikum fyrir tónleikana. Gaukurinn er gamalgróinn tónleikastaður rokksenunnar á Íslandi en þessir tónleikar voru frábrugðnir flestum öðrum sem þar fara fram, þar sem að Ottoman stilltu sér upp í miðju salarins og áhorfendur stóðu allt í kring um hljómsveitina og fengu því að fylgjast með frá sjónarhornum sem eru venjulega hulin þeim. Þetta, ásamt staðreyndinni að tónleikarnir yrðu þeir síðustu hljómsveitarinnar í bráð, skilaði sér í mjög nánum og berskjölduðum tónleikum sem fönguðu hug og hjörtu áhorfenda. Ottoman er íslensk rokkhljómsveit skipuð þeim Stefáni Laxdal, Helga Durhuus, Gottskálki Daða Bernhöft Reynissyni og Karlottu Laufey Halldórsdóttur. Sveitin varð til árið 2014 og hefur skapað sér sterkt nafn í rokk senunni á Íslandi. Sveitin á undir beltinu eina plötu í fullri lengd sem hefur hlotið gríðarlega góðar viðtökur, tónleika víðsvegar um landið sem og tónleikaferð í Austur-Evrópu. Skemmtilegt er að geta þess að Karlotta, gítarleikari hljómsveitarinnar var komin um 7 mánuði á leið með fyrsta barn sitt þegar tónleikarnir fóru fram og lét það ekki mikið á sig fá, enda voru allir meðlimir Ottoman í sínu besta formi og skiluðu frá sér einstökum tónleikum sem munu seint gleymast. Tónleikarnir voru teknir upp bæði á hljóð og mynd, enda var hljómsveitinni ljóst frá upphafi að kvöldið yrði sérstakt í alla staði. Mikill metnaður var því lagður í alla framkvæmd og útlit tónleikanna, en vinnan við þá skilaði sér heldur betur og hefur nú loks skilað sér í glæsilegri tónleikaupptöku tónlistaraðdáendur geta notið á meðan beðið er eftir næstu plötu hljómsveitarinnar.
Tónlist Mest lesið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira