Tvö útspil Pírata fyrir notendur heilbrigðiskerfisins Halldóra Mogensen og Eva Sjöfn Helgadóttir skrifa 27. september 2024 09:30 Heilbrigðiskerfið er mannanna verk og því er ætlað að sinna þörfum allra í landinu fyrir heilbrigðisþjónustu. Heilbrigðisstarfsfólk gerir sitt besta í krefjandi aðstæðum, oft í fjársveltum og undirmönnuðum stofnunum. Píratar vilja og ætla að leggja sitt af mörkum til þess að styðja miklu betur við notendur og veitendur heilbrigðisþjónustu og kerfið sem það vinnur í. Hagsmunir notenda og veitenda heilbrigðisþjónustu eru samtvinnaðir, þegar við eflum réttindi notenda og aðgengi þeirra að bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu þá erum við samtímis að efla og bæta starfsaðstæður og líðan heilbrigðisstarfsfólks. Af þessu tilefni mæltu Píratar fyrir tveimur þingsályktunartillögum í gær sem ætlað er að styðja við notendur kerfisins og veita betri þjónustu. Annars vegar leggjum við til að sérstakt embætti umboðsmanns sjúklinga verði stofnað og hins vegar að neyðargeðheilbrigðisteymi verði sett á laggirnar. Margir sjúklingar án talsmanns Þörfin fyrir umboðsmann sjúklinga er brýn. Við fáum reglulega fréttir af fólki sem heilbrigðiskerfið hefur brugðist. Fólk sem neyðist til að setja ómælda orku og jafnvel stórar fjárhæðir í að knýja fram réttlæti þegar það ætti að fá svigrúm til þess að nota orku sína í að græða sár, að hlúa að sjálfum sér á erfiðum tímum og til að ná heilsu. Tillaga Pírata felst í því að sett verði á fót sérstakt embætti umboðsmanns sjúklinga sem hafi það hlutverk að standa vörð um hagsmuni og réttindi sjúklinga, vera opinber talsmaður þeirra og sinna eftirliti með heilbrigðisþjónustu með tilliti til réttinda sjúklinga. Embættið á jafnframt að sinna leiðbeinandi fræðsluhlutverki Við Píratar teljum að stofnun umboðsmanns sjúklinga feli í sér mikið framfaraskref í þjónustu við sjúklinga og aðra notendur heilbrigðiskerfisins. Umsagnaraðilar málsins eru samhljóma um að vöntun sé á embættinu og flest telja að sjúklingar séu í eðli sínu viðkvæmur hópur, sérstaklega þegar um er að ræða sjúklinga sem eru börn eða glíma við fjölþættan vanda. Mannréttindaskrifstofa Íslands bendir sérstaklega á í umsögn sinni um málið að erfitt hafi reynst fyrir ákveðna hópa sjúklinga að fá aðgang að einstaklingsmiðaðri og þverfaglegri heilbrigðisþjónustu. Þeir hópar sem eru illa í stakk búnir til að berjast fyrir hagsmunum sínum og réttindum hafa engan talsmann sem talar sínu máli gagnvart heilbrigðiskerfinu. Neyðargeðheilbrigðisteymi fyrir fólk í vanda Pírötum er mjög hugleikið að heilbrigðiskerfið sé betur í stakk búið til þess að sinna fólki með geðrænan vanda. Við lögðum því til að ríkisstjórnin komi á fót neyðargeðheilbrigðisteymum um land allt. Teymunum yrði falið að sinna útköllum úr neyðarnúmerinu 112 í þeim tilvikum þar sem grunur leikur á að einstaklingur eða einstaklingar á vettvangi stríði við geðrænan vanda eða vímuefnavanda. Teymin yrðu skipuð heilbrigðisstarfsfólki með sérþekkingu á sviði geðheilbrigðis, vímuefnavanda og skaðaminnkunar. Við leggjum einnig til að starfsfólk Neyðarlínunnar, sem og lögregla, fái viðeigandi fræðslu til að meta í störfum sínum hvort þörf sé á aðstoð frá heilbrigðisstarfsfólki í útköllum. Reglulega berast fréttir af fólki í vanda og fyrir stuttu heyrðum við af manni sem undir áhrifum ofskynjunarsveppa gekk nakinn á Suðurlandsvegi. Í því tilfelli hefði verið gott að hafa sérfræðinga á vettvangi með viðeigandi kunnáttu. Frá því að tillagan var lögð fram hafa komið fram jákvæðar umsagnir frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, Félagsráðgjafafélagi Íslands, Öryrkjabandalagi Íslands, fulltrúum neyðarlínunnar og Hugarafli. Öll eru sammála um gagnsemi og mikilvægi þess að veita þjónustu sem þessa. Þá er reynsla annarra þjóða af neyðargeðheilbrigðisteymum mjög góð og hefur alla jafna minnkað valdbeitingu lögreglu gagnvart þessum viðkvæmu hópum verulega ásamt því að veita þeim betri og meira viðeigandi þjónustu. Auk þess draga neyðargeðheilbrigðisteymi úr álagi á lögreglu sem getur betur einbeitt sér að hefðbundnum lögreglustörfum. Píratar vita að til þess að bæta heilbrigðiskerfið þarf að hugsa í lausnum og vera tilbúinn að mæta notendum kerfisins af mennsku, með réttindi þeirra og velferð í fyrirrúmi. Þessar tillögur eru tvö púsl í stærri mynd sem Píratar eru að teikna af öruggara og betra heilbrigðiskerfi fyrir alla. Halldóra Mogensen er þingmaður Pírata og Eva Sjöfn Helgadóttir varaþingmaður Pírata. Þær eru fyrstu flutningsmenn þingsályktunartillagnanna tveggja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Geðheilbrigði Halldóra Mogensen Eva Sjöfn Helgadóttir Píratar Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Sjá meira
Heilbrigðiskerfið er mannanna verk og því er ætlað að sinna þörfum allra í landinu fyrir heilbrigðisþjónustu. Heilbrigðisstarfsfólk gerir sitt besta í krefjandi aðstæðum, oft í fjársveltum og undirmönnuðum stofnunum. Píratar vilja og ætla að leggja sitt af mörkum til þess að styðja miklu betur við notendur og veitendur heilbrigðisþjónustu og kerfið sem það vinnur í. Hagsmunir notenda og veitenda heilbrigðisþjónustu eru samtvinnaðir, þegar við eflum réttindi notenda og aðgengi þeirra að bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu þá erum við samtímis að efla og bæta starfsaðstæður og líðan heilbrigðisstarfsfólks. Af þessu tilefni mæltu Píratar fyrir tveimur þingsályktunartillögum í gær sem ætlað er að styðja við notendur kerfisins og veita betri þjónustu. Annars vegar leggjum við til að sérstakt embætti umboðsmanns sjúklinga verði stofnað og hins vegar að neyðargeðheilbrigðisteymi verði sett á laggirnar. Margir sjúklingar án talsmanns Þörfin fyrir umboðsmann sjúklinga er brýn. Við fáum reglulega fréttir af fólki sem heilbrigðiskerfið hefur brugðist. Fólk sem neyðist til að setja ómælda orku og jafnvel stórar fjárhæðir í að knýja fram réttlæti þegar það ætti að fá svigrúm til þess að nota orku sína í að græða sár, að hlúa að sjálfum sér á erfiðum tímum og til að ná heilsu. Tillaga Pírata felst í því að sett verði á fót sérstakt embætti umboðsmanns sjúklinga sem hafi það hlutverk að standa vörð um hagsmuni og réttindi sjúklinga, vera opinber talsmaður þeirra og sinna eftirliti með heilbrigðisþjónustu með tilliti til réttinda sjúklinga. Embættið á jafnframt að sinna leiðbeinandi fræðsluhlutverki Við Píratar teljum að stofnun umboðsmanns sjúklinga feli í sér mikið framfaraskref í þjónustu við sjúklinga og aðra notendur heilbrigðiskerfisins. Umsagnaraðilar málsins eru samhljóma um að vöntun sé á embættinu og flest telja að sjúklingar séu í eðli sínu viðkvæmur hópur, sérstaklega þegar um er að ræða sjúklinga sem eru börn eða glíma við fjölþættan vanda. Mannréttindaskrifstofa Íslands bendir sérstaklega á í umsögn sinni um málið að erfitt hafi reynst fyrir ákveðna hópa sjúklinga að fá aðgang að einstaklingsmiðaðri og þverfaglegri heilbrigðisþjónustu. Þeir hópar sem eru illa í stakk búnir til að berjast fyrir hagsmunum sínum og réttindum hafa engan talsmann sem talar sínu máli gagnvart heilbrigðiskerfinu. Neyðargeðheilbrigðisteymi fyrir fólk í vanda Pírötum er mjög hugleikið að heilbrigðiskerfið sé betur í stakk búið til þess að sinna fólki með geðrænan vanda. Við lögðum því til að ríkisstjórnin komi á fót neyðargeðheilbrigðisteymum um land allt. Teymunum yrði falið að sinna útköllum úr neyðarnúmerinu 112 í þeim tilvikum þar sem grunur leikur á að einstaklingur eða einstaklingar á vettvangi stríði við geðrænan vanda eða vímuefnavanda. Teymin yrðu skipuð heilbrigðisstarfsfólki með sérþekkingu á sviði geðheilbrigðis, vímuefnavanda og skaðaminnkunar. Við leggjum einnig til að starfsfólk Neyðarlínunnar, sem og lögregla, fái viðeigandi fræðslu til að meta í störfum sínum hvort þörf sé á aðstoð frá heilbrigðisstarfsfólki í útköllum. Reglulega berast fréttir af fólki í vanda og fyrir stuttu heyrðum við af manni sem undir áhrifum ofskynjunarsveppa gekk nakinn á Suðurlandsvegi. Í því tilfelli hefði verið gott að hafa sérfræðinga á vettvangi með viðeigandi kunnáttu. Frá því að tillagan var lögð fram hafa komið fram jákvæðar umsagnir frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, Félagsráðgjafafélagi Íslands, Öryrkjabandalagi Íslands, fulltrúum neyðarlínunnar og Hugarafli. Öll eru sammála um gagnsemi og mikilvægi þess að veita þjónustu sem þessa. Þá er reynsla annarra þjóða af neyðargeðheilbrigðisteymum mjög góð og hefur alla jafna minnkað valdbeitingu lögreglu gagnvart þessum viðkvæmu hópum verulega ásamt því að veita þeim betri og meira viðeigandi þjónustu. Auk þess draga neyðargeðheilbrigðisteymi úr álagi á lögreglu sem getur betur einbeitt sér að hefðbundnum lögreglustörfum. Píratar vita að til þess að bæta heilbrigðiskerfið þarf að hugsa í lausnum og vera tilbúinn að mæta notendum kerfisins af mennsku, með réttindi þeirra og velferð í fyrirrúmi. Þessar tillögur eru tvö púsl í stærri mynd sem Píratar eru að teikna af öruggara og betra heilbrigðiskerfi fyrir alla. Halldóra Mogensen er þingmaður Pírata og Eva Sjöfn Helgadóttir varaþingmaður Pírata. Þær eru fyrstu flutningsmenn þingsályktunartillagnanna tveggja.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun