Einn stærsti fellibylur síðustu hundrað ára veldur usla í Flórída Samúel Karl Ólason skrifar 27. september 2024 09:47 Mynd af Helenu sem tekin var úr gervhnetti, áður en auga fellibylsins náði landi í Flórída. AP/NOAA Helena, einn öflugasti og stærsti fellibylur Karíbahafsins síðustu öldina, hefur leitt til að minnsta kosti þriggja dauðsfalla í Bandaríkjunum í nótt. Fellibylurinn náði landi í Flórída nótt sem fjórða stigs fellibylur en hefur misst töluverðan kraft síðan þá og er nú yfir Georgíu. Rúmlega 2,4 milljónir íbúa á svæðinu eru án rafmagns en öflugar vindhviður eru sagðar hafa valdið miklum skaða á dreifikerfi Flórída og Georgíu. Einn er sagður hafa dáið í Flórída þegar skilti fauk á bíl viðkomandi og tveir létu lífið vegna hvirfilbyls í Georgíu. Vindhraði Helenu mældist þegar mest var allt að 63 metrar á sekúndu, samkvæmt Washington Post. Sjór náði langt inn á land Embættismenn í Flórída höfðu varað við því að sjávarstaða gæti hækkað um allt að sex metra vegna Helenu. Sjávarhæðarmælar í Tampa-Flóa, sem er nokkuð frá staðnum þar sem Helena náði landi, sýndu að hæstu sjávarhæð sem mælst hefur frá því mælingar hófust árið 1950. Fimm slíkir mælar eru í Tampa Bay, sem er í rúmlega hundrað og fimmtíu kílómetra fjarlægð frá staðnum þar sem auga Helenu náði landi. Allir mælar sýndu umtalsverða hækkun frá gamla metinu, samkvæmt frétt CNN. Met eins mælis hækkað um 69 sentímetra. Þvermál Helenu mældist þegar mest var um 675 kílómetrar, sem er mun meira en aðrir kröftugir fellibylir sem farið hafa yfir svæðið á undanförnum árum. Flóðbylgjur sem fellibyljir af þessar stærðargráðu valda eru iðulega það hættulegasta við þá. Vindur getur fellt tré, rifið þök af húsi og valdið rafmagnsleysi. Flóðbylgjurnar geta þó rifið hús af grunni, skolað vegum og brúm á brott og drekkt fólki í massavís. Sérfræðingar segja flóðbylgjur valda mun fleiri dauðsföllum en sterkar vindhviður. Enn er nótt í Flórída og er lítið til af mynefni af skemmdunum sem Helena hefur valdið. Margir rigningarmælar í Flórída og Norður- og Suður-Karólínu hafa sýnt allt að 23 sentímetra rigningu. Íbúar þessara ríkja hafa verið varaðir við skyndiflóðum. In particular the inland wind hazards of #Helene are highlighted by the new experimental cone. A widespread area of Tropical Storm Warnings are still in effect for North Florida, most of Georgia, all of South Carolina, and Western North Carolina. pic.twitter.com/7o2sJASqwy— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) September 27, 2024 The Skyway Bridge and the Howard Frankland Bridge are both CLOSED due to high winds and storm surge. Motorists should stay off the highways. #Helene pic.twitter.com/OAM2aMUPEP— FHP Tampa (@FHPTampa) September 26, 2024 Bandaríkin Náttúruhamfarir Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Rúmlega 2,4 milljónir íbúa á svæðinu eru án rafmagns en öflugar vindhviður eru sagðar hafa valdið miklum skaða á dreifikerfi Flórída og Georgíu. Einn er sagður hafa dáið í Flórída þegar skilti fauk á bíl viðkomandi og tveir létu lífið vegna hvirfilbyls í Georgíu. Vindhraði Helenu mældist þegar mest var allt að 63 metrar á sekúndu, samkvæmt Washington Post. Sjór náði langt inn á land Embættismenn í Flórída höfðu varað við því að sjávarstaða gæti hækkað um allt að sex metra vegna Helenu. Sjávarhæðarmælar í Tampa-Flóa, sem er nokkuð frá staðnum þar sem Helena náði landi, sýndu að hæstu sjávarhæð sem mælst hefur frá því mælingar hófust árið 1950. Fimm slíkir mælar eru í Tampa Bay, sem er í rúmlega hundrað og fimmtíu kílómetra fjarlægð frá staðnum þar sem auga Helenu náði landi. Allir mælar sýndu umtalsverða hækkun frá gamla metinu, samkvæmt frétt CNN. Met eins mælis hækkað um 69 sentímetra. Þvermál Helenu mældist þegar mest var um 675 kílómetrar, sem er mun meira en aðrir kröftugir fellibylir sem farið hafa yfir svæðið á undanförnum árum. Flóðbylgjur sem fellibyljir af þessar stærðargráðu valda eru iðulega það hættulegasta við þá. Vindur getur fellt tré, rifið þök af húsi og valdið rafmagnsleysi. Flóðbylgjurnar geta þó rifið hús af grunni, skolað vegum og brúm á brott og drekkt fólki í massavís. Sérfræðingar segja flóðbylgjur valda mun fleiri dauðsföllum en sterkar vindhviður. Enn er nótt í Flórída og er lítið til af mynefni af skemmdunum sem Helena hefur valdið. Margir rigningarmælar í Flórída og Norður- og Suður-Karólínu hafa sýnt allt að 23 sentímetra rigningu. Íbúar þessara ríkja hafa verið varaðir við skyndiflóðum. In particular the inland wind hazards of #Helene are highlighted by the new experimental cone. A widespread area of Tropical Storm Warnings are still in effect for North Florida, most of Georgia, all of South Carolina, and Western North Carolina. pic.twitter.com/7o2sJASqwy— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) September 27, 2024 The Skyway Bridge and the Howard Frankland Bridge are both CLOSED due to high winds and storm surge. Motorists should stay off the highways. #Helene pic.twitter.com/OAM2aMUPEP— FHP Tampa (@FHPTampa) September 26, 2024
Bandaríkin Náttúruhamfarir Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira