Innlent

Hólm­fríður ætlar í ritara VG

Jón Þór Stefánsson skrifar
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir.
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir.

Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir, oddviti Vinstri grænna í Suðurkjördæmi, ætlar að bjóða sig fram til ritaraembættis hreyfingarinnar. Frá þessu greindi hún á Facebook á dögunum.

„Fyrst og fremst finnst mér mikilvægt að leggja mitt af mörkum til að vinstrið þrífist og dafni nú þegar hægriöflin fitna eins og púkinn á fjósabitanum,“ segir hún.

Landsfundur VG fer fram um þarnæstu helgi, 4. til 6. október næstkomandi.

Þegar hefur verið greint frá því að Svandís Svavarsdóttir, innviðaráðherra, ætli að bjóða sig fram til formanns, og að Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra og starfandi formaður, ætli í varaformanninn. Guðmundur Ingi varð varaformaður flokksins árið 2019 en verið formaður frá því að Katrín Jakobsdóttir lét af formennsku í vor.

Jódís Skúladóttir, þingmaður VG, hefur jafnframt sagst bjóða sig fram til varaformanns flokksins.

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, starfandi varaformaður, segir í samtali við Vísi að hún ætli að bjóða sig fram til í hefðbundna stjórnarstöðu. Hún var ritari flokksins en tók við embætti varaformanns þegar Guðmundur Ingi varð formaður.


Tengdar fréttir

Svan­dís gefur kost á sér og vill kosningar í vor

Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra hefur ákveðið að gefa kost á sér í formannssæti Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs. Núverandi formaður hefur þegar tilkynnt að hann taki ekki slaginn við Svandísi.

Býður sig ekki fram til formanns og styður Svandísi

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og starfandi formaður Vinstri grænna (VG) ætlar ekki að gefa kost á sér í formannssætið á komandi landsfundi. Í stað þess vill hann sjá Svandísi Svavarsdóttur innviðaráðherra og þingmann VG leiða flokkinn en hún hefur ekki tilkynnt framboð. 

Jó­dís fer fram gegn Guð­mundi Inga í vara­for­mann VG

Jódís Skúladóttir þingkona Vinstri grænna gefur kost á sér í embætti varaformanns Vinstri grænna sem fer fram á landsfundi flokksins þarnæstu helgi. Jódís fer þannig fram gegn sitjandi formanni, Guðmundi Inga Guðbrandssyni, sem tilkynnti fyrr í dag að hann ætli sér ekki að sækja eftir embætti formanns en vilji vera varaformaður, líkt og hann var.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×