Samherji hvetur Odd Eystein til frekari verka Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. september 2024 14:12 Fróðlegt verður að sjá að hvaða niðurstöðu breskir dómstólar komast í máli Odds Eysteins Friðrikssonar. Heimildin/Davíð Þór Samherji segist engan áhuga hafa haft að höfða mál gegn listamanninum Oddi Eysteini Friðrikssyni heldur neyðst til þess til að verja fjörutíu ára gamalt vörumerki. Sjávarútvegsfyrirtækið hvetji til listrænnar sköpunar og sér í lagi Odd til frekari verka svo framarlega sem hann virði réttindi samborgara sinna. Málflutningur í máli Samherja gegn Oddi Eysteini, sem gengur undir listamannsnafninu Odee, fór fram í London í gær. Samherji höfðaði málið eftir að Oddur sendi út afsökunarbeiðni í nafni fyrirtækisins vegna framgöngu þess í Namibíu. Afsökunarbeiðnin og vefsíða sem Oddur smíðaði og lét líta út fyrir að vera á vegum Samherja var hluti af útskriftarverkefni hans við Háskólans í Björgvin í Noregi. Vefsíðan var með ensku léni og fyrir vikið er málið tekið fyrir af dómstólum í Bretlandi. Oddur hefur ítrekað reynt að blekkja fjölmiðla með fölskum fréttatilkynningum sem hann hefur sent út, nú síðast í nafni bandarísku kaffihúsakeðjunnar Starbucks. Samherji segir í tilkynningu rétt að greina frá því að í misnotkun hafi ekki aðeins falist listrænn tilgangur eins og Oddur hafi haldið fram. „Því auk þess var reynt að hafa fé af Samherja með því að fela auglýsingastofu birtingu á auglýsingaefni af sama tagi gegn greiðslu frá Samherja,“ segir í tilkynningu á vef Samherja. Átt fárra kosta völ Við slíkt sé að sjálfsögðu ekki hægt að una og hafi ekkert með list eða tjáningarfrelsi að gera. „Vörumerki Samherja hefur verið byggt upp á liðlega fjórum áratugum um allan heim og skylda félagsins er að verja lögbundið vörumerki félagsins.“ Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja.Vísir/Vilhelm Samherji hafi átt fárra kosta völ en að leita til dómstóla, sem sé hinn hefðbundni vettvangur til úrlausna deilumála. „Samherji hafði engan áhuga á að höfða ofangreint mál gegn Oddi Eysteini umfram það að fá hann til að leiðrétta vísvitandi brot sín og bauð honum að ljúka málinu utan dómstóla með því að afhenda Samherja lénið og gangast við því að endurtaka ekki brot sín. Oddur hefur kosið að hafna því og taka til varnar í málinu.“ Virða réttindi samborgara Samherji styðji stjórnarskrárvarið tjáningarfrelsi listamanna og annarra og taki enga afstöðu með eða á móti listaverkum einstakra aðila. „En hér var um að ræða víðtækt alvarlegt brot sem ekki var hægt að réttlæta með vísunum til listrænnar tjáningar,“ segir í tilkynningunni. Samherji hvetji til listrænna sköpunar og hafi haft það að samfélagslegu markmiði að styðja við listamenn í gegnum árin. „Hvetur Samherji Odd Eysteinn til frekari verka en um leið að virða réttindi og störf annarra samborgara sinna samhliða listsköpun sinni.“ Afsökunarbeiðnin sem Oddur gaf út í nafni Samherja tengdist ásökum á hendur sjávarútvegsrisanum vegna spillingarmála í Namibíu. Fulltrúar fyrirtækisins voru sakaðir um að bera fé á áhrifamenn þar til þess að tryggja sér aflaheimildir. Bandalag íslenskra listamanna lýsti yfir stuðningi við Odd í sumar og hvatti Samherja til þess að láta málið gegn honum falla niður. Sjálfur hefur Oddur safnað fjármagni til að standa straum af réttarhöldunum. Hann hefur safnað 2900 pundum á vefsíðunni Crowdjustice og 58 þúsund norskum krónum á GoFundme. Samanlagt um 1275 þúsund íslenskum krónum. Samherjaskjölin Bretland Myndlist Höfundarréttur Tjáningarfrelsi Dómsmál Íslendingar erlendis Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Málflutningur í máli Samherja gegn Oddi Eysteini, sem gengur undir listamannsnafninu Odee, fór fram í London í gær. Samherji höfðaði málið eftir að Oddur sendi út afsökunarbeiðni í nafni fyrirtækisins vegna framgöngu þess í Namibíu. Afsökunarbeiðnin og vefsíða sem Oddur smíðaði og lét líta út fyrir að vera á vegum Samherja var hluti af útskriftarverkefni hans við Háskólans í Björgvin í Noregi. Vefsíðan var með ensku léni og fyrir vikið er málið tekið fyrir af dómstólum í Bretlandi. Oddur hefur ítrekað reynt að blekkja fjölmiðla með fölskum fréttatilkynningum sem hann hefur sent út, nú síðast í nafni bandarísku kaffihúsakeðjunnar Starbucks. Samherji segir í tilkynningu rétt að greina frá því að í misnotkun hafi ekki aðeins falist listrænn tilgangur eins og Oddur hafi haldið fram. „Því auk þess var reynt að hafa fé af Samherja með því að fela auglýsingastofu birtingu á auglýsingaefni af sama tagi gegn greiðslu frá Samherja,“ segir í tilkynningu á vef Samherja. Átt fárra kosta völ Við slíkt sé að sjálfsögðu ekki hægt að una og hafi ekkert með list eða tjáningarfrelsi að gera. „Vörumerki Samherja hefur verið byggt upp á liðlega fjórum áratugum um allan heim og skylda félagsins er að verja lögbundið vörumerki félagsins.“ Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja.Vísir/Vilhelm Samherji hafi átt fárra kosta völ en að leita til dómstóla, sem sé hinn hefðbundni vettvangur til úrlausna deilumála. „Samherji hafði engan áhuga á að höfða ofangreint mál gegn Oddi Eysteini umfram það að fá hann til að leiðrétta vísvitandi brot sín og bauð honum að ljúka málinu utan dómstóla með því að afhenda Samherja lénið og gangast við því að endurtaka ekki brot sín. Oddur hefur kosið að hafna því og taka til varnar í málinu.“ Virða réttindi samborgara Samherji styðji stjórnarskrárvarið tjáningarfrelsi listamanna og annarra og taki enga afstöðu með eða á móti listaverkum einstakra aðila. „En hér var um að ræða víðtækt alvarlegt brot sem ekki var hægt að réttlæta með vísunum til listrænnar tjáningar,“ segir í tilkynningunni. Samherji hvetji til listrænna sköpunar og hafi haft það að samfélagslegu markmiði að styðja við listamenn í gegnum árin. „Hvetur Samherji Odd Eysteinn til frekari verka en um leið að virða réttindi og störf annarra samborgara sinna samhliða listsköpun sinni.“ Afsökunarbeiðnin sem Oddur gaf út í nafni Samherja tengdist ásökum á hendur sjávarútvegsrisanum vegna spillingarmála í Namibíu. Fulltrúar fyrirtækisins voru sakaðir um að bera fé á áhrifamenn þar til þess að tryggja sér aflaheimildir. Bandalag íslenskra listamanna lýsti yfir stuðningi við Odd í sumar og hvatti Samherja til þess að láta málið gegn honum falla niður. Sjálfur hefur Oddur safnað fjármagni til að standa straum af réttarhöldunum. Hann hefur safnað 2900 pundum á vefsíðunni Crowdjustice og 58 þúsund norskum krónum á GoFundme. Samanlagt um 1275 þúsund íslenskum krónum.
Samherjaskjölin Bretland Myndlist Höfundarréttur Tjáningarfrelsi Dómsmál Íslendingar erlendis Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira