Innlent

„Það verður að láta reyna á þessar kærur“

Árni Sæberg skrifar
Willum Þór segir áfengislöggjöfina skýra, enginn megi selja brennivín nema ÁTVR.
Willum Þór segir áfengislöggjöfina skýra, enginn megi selja brennivín nema ÁTVR. Vísir/Einar

Heilbrigðisráðherra segir nauðsynlegt að látið verði reyna á kærur á hendur netverslunum með áfengi fyrir dómstólum.

Dómsmálaráðherra hefur boðað endurskoðun á áfengisslöggjöfinni með það fyrir sjónum að skýra lagarammann um netverslun með áfengi, sem óvíst virðist vera hvort sé lögleg.

Að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun var Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra spurður að því hvernig honum lítist á mögulega rýmkun reglna um sölu áfengis.

„Nei, ég er í hina áttina. Það er í okkar stefnu í krafti forvarna. Það verður að láta reyna á þessar kærur, sem eru í gangi, fyrir dómstólum, um lögmæti þessa. Vegna þess að við erum með skýr lög, sem eru bæði með markmiðsákvæðum um forvarnir, ekki síst hvað varðar börn og unglinga, og líka hver má afhenda og selja þessa vöru. Sem er ÁTVR.“


Tengdar fréttir

Pósturinn dreifir áfengi

Pósturinn hefur frá því í vor dreift áfengi fyrir Smáríkið, netverslun sem selur áfengi. Fólk sem fær áfengi sent heim með póstinum er krafið um rafræna auðkenningu við afhendingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×