Netanjahú sagðist mættur til að svara „lygum“ annarra þjóða Kjartan Kjartansson skrifar 27. september 2024 18:02 Netanjahú var mikið niðri fyrir þegar hann ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í dag, 27. september 2024. AP/Pamela Smith Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sagði allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna að hann hefði aðeins mætt á það til þess að svara lygum og rógburði annarra þjóðarleiðtoga þar. Hann hét því að halda stríðinu gegn Hamas og Hezbollah áfram. Töluverður órói var í salnum í kringum ávarp Netanjahú og þurfti fundarstjóri að þagga niður í fundarmönnum. Áður en ísraelski forsætisráðherrann tók til máls hafði Robert Golob, forsætisráðherra Slóveníu, krafist þess að hann byndi enda á stríðið. Shehbaz Sharif, forsætisráðherra Pakistans, sakaði Ísraela um kerfisbundna slátrun á Palestínumönnum, beint á undan ávarpi Netanjahú. „Ég ætlaði mér ekki að koma hingað í ár. Landið mitt berst fyrir lífi sínu í stríði. En eftir að ég heyrði lygarnar og rógburðinn um landið mitt sem margir ræðumenn bera út úr þessu ræðupúlti ákvað ég að koma hingað og leiðrétta þá,“ sagði Netanjahú. Ekkert í máli Netanjahú benti til þess að það sjái fyrir endann á óöldinni fyrir botni Miðjarðarhafs. Hét hann því að halda herferðinni gegn Hezbollah í Líbanon áfram þar til Ísraelsher nær markmiðum sínum þar. Ísraelsk stjórnvöld gætu ekki liðið daglegar eldflaugaárásir þaðan. „Ímyndið ykkur bara ef hryðjuverkamenn breyttu El Paso og San Diego í draugabæi. Hversu lengi liði bandaríska ríkisstjórnin það? Samt hefur Ísrael þolað þessa óþolandi stöðu í næstum því ár. Ég er kominn hingað í dag til þess að segja: nú er nóg komið,“ sagði Netanjahú og vísaði til bandarískra landamæraborga. Um stríðið á Gasaströndinni sagði Netanjahú að hægt væri að ljúka því hvenær sem er. Forsenda þess væri nú sem fyrr að Hamas-samtökin gæfust upp, legðu niður vopn og frelsuðu alla gíslana sem þau tóku í árásinni á Ísrael 7. október. „En ef þau gera það ekki berjumst við þar til við náum fullnaðarsigri. Fullnaðarsigri. Það er ekkert sem kemur í staðinn fyrir hann.“ Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Hernaður Tengdar fréttir Sjö hundruð liggja í valnum eftir vikuna Nærri því sjö hundruð manns hafa fallið í árásum Ísraela á Líbanon í þessari viku, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Líbanon. Ísraelar hafa gert umfangsmiklar árásir á landið og segja þær beinast gegn hryðjuverkasamtökunum Hezbollah, hergögnum þeirra og leiðtogum. 27. september 2024 13:02 Netanyahu hafnar tillögum um vopnahlé milli Ísrael og Hezbollah Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, segir Ísraelsmenn ekki munu láta af árásum sínum gegn Hezbollah þrátt fyrir áköll og tillögur Bandaríkjamanna og Frakka um tímabundið vopnahlé. 27. september 2024 06:59 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Sjá meira
Töluverður órói var í salnum í kringum ávarp Netanjahú og þurfti fundarstjóri að þagga niður í fundarmönnum. Áður en ísraelski forsætisráðherrann tók til máls hafði Robert Golob, forsætisráðherra Slóveníu, krafist þess að hann byndi enda á stríðið. Shehbaz Sharif, forsætisráðherra Pakistans, sakaði Ísraela um kerfisbundna slátrun á Palestínumönnum, beint á undan ávarpi Netanjahú. „Ég ætlaði mér ekki að koma hingað í ár. Landið mitt berst fyrir lífi sínu í stríði. En eftir að ég heyrði lygarnar og rógburðinn um landið mitt sem margir ræðumenn bera út úr þessu ræðupúlti ákvað ég að koma hingað og leiðrétta þá,“ sagði Netanjahú. Ekkert í máli Netanjahú benti til þess að það sjái fyrir endann á óöldinni fyrir botni Miðjarðarhafs. Hét hann því að halda herferðinni gegn Hezbollah í Líbanon áfram þar til Ísraelsher nær markmiðum sínum þar. Ísraelsk stjórnvöld gætu ekki liðið daglegar eldflaugaárásir þaðan. „Ímyndið ykkur bara ef hryðjuverkamenn breyttu El Paso og San Diego í draugabæi. Hversu lengi liði bandaríska ríkisstjórnin það? Samt hefur Ísrael þolað þessa óþolandi stöðu í næstum því ár. Ég er kominn hingað í dag til þess að segja: nú er nóg komið,“ sagði Netanjahú og vísaði til bandarískra landamæraborga. Um stríðið á Gasaströndinni sagði Netanjahú að hægt væri að ljúka því hvenær sem er. Forsenda þess væri nú sem fyrr að Hamas-samtökin gæfust upp, legðu niður vopn og frelsuðu alla gíslana sem þau tóku í árásinni á Ísrael 7. október. „En ef þau gera það ekki berjumst við þar til við náum fullnaðarsigri. Fullnaðarsigri. Það er ekkert sem kemur í staðinn fyrir hann.“
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Hernaður Tengdar fréttir Sjö hundruð liggja í valnum eftir vikuna Nærri því sjö hundruð manns hafa fallið í árásum Ísraela á Líbanon í þessari viku, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Líbanon. Ísraelar hafa gert umfangsmiklar árásir á landið og segja þær beinast gegn hryðjuverkasamtökunum Hezbollah, hergögnum þeirra og leiðtogum. 27. september 2024 13:02 Netanyahu hafnar tillögum um vopnahlé milli Ísrael og Hezbollah Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, segir Ísraelsmenn ekki munu láta af árásum sínum gegn Hezbollah þrátt fyrir áköll og tillögur Bandaríkjamanna og Frakka um tímabundið vopnahlé. 27. september 2024 06:59 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Sjá meira
Sjö hundruð liggja í valnum eftir vikuna Nærri því sjö hundruð manns hafa fallið í árásum Ísraela á Líbanon í þessari viku, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Líbanon. Ísraelar hafa gert umfangsmiklar árásir á landið og segja þær beinast gegn hryðjuverkasamtökunum Hezbollah, hergögnum þeirra og leiðtogum. 27. september 2024 13:02
Netanyahu hafnar tillögum um vopnahlé milli Ísrael og Hezbollah Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, segir Ísraelsmenn ekki munu láta af árásum sínum gegn Hezbollah þrátt fyrir áköll og tillögur Bandaríkjamanna og Frakka um tímabundið vopnahlé. 27. september 2024 06:59