Loftárásir á meint vopnabúr Hezbollah í Beirút Kjartan Kjartansson skrifar 27. september 2024 23:18 Svartur reykur yfir úthverfi í sunnanverðri Beirút í kvöld. Ísraelar héldu loftárásum sínum þar áfram. AP/Hassan Ammar Ísraelsher segir að áframhaldandi loftárásir á Beirút í kvöld beinist að vopnabúrum Hezbollah-samtakanna undir íbúðarblokkum. Óljóst er hvort að leiðtogi samtakanna sé lífs eða liðinn eftir árásir Ísraela fyrr í dag. Íbúar í nágrenni við þrjár byggingar í úthverfi suður af Beirút fengu skilaboð frá Ísraelsher um að koma sér að minnsta kosti fimm hundruð metra frá þeim í kvöld. Reuters-fréttastofan segir að þetta sé fyrsta tilkynning sinnar tegundar á þessu svæði. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir Ísraelsher að Hezbollah-samtökin geymi vopn undir íbúðarbyggingunum sem hann gerði loftárásir á í kvöld. Hætta væri á því að hús hryndu í sprengingum af völdum flugskeyta. Fréttaritari BBC í Beirút segir að þykkur reykur stígi nú upp frá Dahieh-hverfi borgarinnar. Það er höfuðvígi Hezbollah í borginni. Íbúar þar búi sig undir langa nótt. Heilbrigðisráðuneyti Líbanons segir að í það minnsta sex hafi fallið í loftárásum Ísraeal á sunnanverða Beirút í dag. Að minnsta kosti 91 hafi særst. Áfram sé leitað í rústum húsa í Dahieh. Árásir dagsins beindust að forystu Hezbollah, þar á meðal Sayyed Hassan Nasrallah, leiðtoga samtakanna. Engar staðfestar fréttir hafa borist af örlögum hans. Heimildarmaður Reuters með tengsl við Hezbollah fullyrðir að Nasrallah sé á lífi og írönsk ríkisfréttastofa sömuleiðis. Miðlar Hezbollah hafa ekkert gefið uppi um hvort Nasrallah sé lífs eða liðinn. Fleiri en sjö hundruð manns hafa fallið í loftárásum Ísraela á Líbanon í vikunni. Ísraelar segjast ætla að halda árásunum áfram þar til þeir vinna fullnaðarsigur á Hezbollah sem hefur staðið fyrir flugskeytaárásum á Ísrael. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Líbanon Tengdar fréttir Gerðu umfangsmikla atlögu að leiðtoga Hezbollah Ísraelski herinn gerði fyrir skömmu umfangsmiklar árásir á suðurhluta Beirút í Líbanon, sem sagðar eru hafa beinst að höfuðstöðvum Hezbollah-samtakanna og Hassan Nasrallah, leiðtoga þeirra. 27. september 2024 16:02 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira
Íbúar í nágrenni við þrjár byggingar í úthverfi suður af Beirút fengu skilaboð frá Ísraelsher um að koma sér að minnsta kosti fimm hundruð metra frá þeim í kvöld. Reuters-fréttastofan segir að þetta sé fyrsta tilkynning sinnar tegundar á þessu svæði. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir Ísraelsher að Hezbollah-samtökin geymi vopn undir íbúðarbyggingunum sem hann gerði loftárásir á í kvöld. Hætta væri á því að hús hryndu í sprengingum af völdum flugskeyta. Fréttaritari BBC í Beirút segir að þykkur reykur stígi nú upp frá Dahieh-hverfi borgarinnar. Það er höfuðvígi Hezbollah í borginni. Íbúar þar búi sig undir langa nótt. Heilbrigðisráðuneyti Líbanons segir að í það minnsta sex hafi fallið í loftárásum Ísraeal á sunnanverða Beirút í dag. Að minnsta kosti 91 hafi særst. Áfram sé leitað í rústum húsa í Dahieh. Árásir dagsins beindust að forystu Hezbollah, þar á meðal Sayyed Hassan Nasrallah, leiðtoga samtakanna. Engar staðfestar fréttir hafa borist af örlögum hans. Heimildarmaður Reuters með tengsl við Hezbollah fullyrðir að Nasrallah sé á lífi og írönsk ríkisfréttastofa sömuleiðis. Miðlar Hezbollah hafa ekkert gefið uppi um hvort Nasrallah sé lífs eða liðinn. Fleiri en sjö hundruð manns hafa fallið í loftárásum Ísraela á Líbanon í vikunni. Ísraelar segjast ætla að halda árásunum áfram þar til þeir vinna fullnaðarsigur á Hezbollah sem hefur staðið fyrir flugskeytaárásum á Ísrael.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Líbanon Tengdar fréttir Gerðu umfangsmikla atlögu að leiðtoga Hezbollah Ísraelski herinn gerði fyrir skömmu umfangsmiklar árásir á suðurhluta Beirút í Líbanon, sem sagðar eru hafa beinst að höfuðstöðvum Hezbollah-samtakanna og Hassan Nasrallah, leiðtoga þeirra. 27. september 2024 16:02 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira
Gerðu umfangsmikla atlögu að leiðtoga Hezbollah Ísraelski herinn gerði fyrir skömmu umfangsmiklar árásir á suðurhluta Beirút í Líbanon, sem sagðar eru hafa beinst að höfuðstöðvum Hezbollah-samtakanna og Hassan Nasrallah, leiðtoga þeirra. 27. september 2024 16:02